Morgunblaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er skrýt-in áráttahjá opin- berum aðilum að líta á það sem tap þegar dregið er úr skattheimtu. Í vikunni birtist frétt í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni Sveitarfélög segjast tapa milljörðum. Í fréttinni er vitnað í um- sögn Reykjavíkurborgar um fjárlagafrumvarpið. Þar segir að ætla megi að útsvarstekju- tap Reykjavíkurborgar vegna skattfrjálsrar greiðslu sér- eignarsparnaðar inn á fast- eignalán nemi um það bil 4,5 til 5 milljörðum á tímabilinu frá 1. júlí 2014 til 30. júní 2021. Fyrir það fyrsta er þessi tala örugglega orðum aukin vegna þess að margir hefðu sennilega kosið að geyma sér- eignarsparnaðinn hefði hann verið skattlagður og því hefði í það minnsta hluti þessara peninga ekki komið í baukinn hjá borginni fyrr en eftir nokkra áratugi. Þá er undarlegt að líta á þetta sem tap. Borgin er með alla anga úti til þess að klípa fé af borgarbúum. Útsvar er í botni, fasteignagjöld hækka langt umfram verðbólgu og svo mætti lengi telja. Hugs- unin er geinilega sú að hver króna, sem ekki er tekin af skattborgurunum, sé tapað fé. Staðreyndin er þó sú að eft- ir því sem skattborgararnir hafa meira fé á milli handanna eykst veltan í samfélaginu, það hefur sín áhrif á hjól atvinnulífsins og, viti menn, meira fé rúllar inn í hirslur ríkis og sveitarfé- laga, þar á meðal Reykjavík- urborgar. Ástæða gæti hins vegar verið til þess að skoða skatt- leysi og skattlagningu sér- eignarsparnaðar betur. Það er vissulega full ástæða til þess að gefa fólki kost á að greiða húsnæðislánin sín hraðar niður með þeim hætti, sem gert hefur verið. Um leið á sér hins vegar stað ákveðin mismunun. Skattheimtan fer eftir því hvernig peningunum er eytt. Af hverju er til dæmis ekki sami háttur hafður á með uppgreiðslu námslána? Af- borganir af námslánum nema sem samsvarar einum útborg- uðum mánaðarlaunum á ári. Það er drjúgur biti. Væri ekki full ástæða til að gefa fólki kost á skattfrjálsri greiðslu séreignarsparnaðar inn á námslán? Í framhaldinu má einfald- lega spyrja hvort ástæða væri til að íhuga skattleysi sér- eignarsparnaðar án skilyrða. Þá fyrst færu sveitarfélögin að „tapa“. Fyrst og fremst ber þó að hafa í huga að þeir peningar, sem fólk heldur eftir í launa- umslaginu, eru ekki tapað fé hins opinbera. Það er kynleg af- staða að telja óskattlagt fé tapað} Tapað fé? Fátt er mikil-vægara en velferð barna. Í henni er framtíðin fólgin. Í gær voru afhent barna- menningarverðlaun Velferð- arsjóðs barna í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar, sem leggur fé í sjóðinn. Að þessu sinni fékk fyrir- tækið Kvan verðlaunin fyrir námskeið sem nefnist Verk- færakistan og fylgir þeim 11,25 milljóna króna styrkur. Verkfærakistan gengur út á það að koma til aðstoðar við kennara og aðra sem vinna með hópa og einstaklinga í samskipta- og félagslegum vanda með sérstakri áherslu á einelti. Áherslan er á að grípa inn í sem fyrst þannig að auðveldara verði að vinda ofan af vandanum. Verkfæra- kistan fékk einnig stóran styrk úr sjóðnum 2017. Arnarskóli fékk fimm milljónir króna úr sjóðnum. Hann var stofnaður 2017 fyrir börn á einhverfurófi og með aðrar þroskaraskanir. Þar voru í upphafi fjórir nemendur, en eru nú tólf og biðlisti eftir að komast að. Alls var úthlutað um 25 milljónum króna úr sjóðnum í gær og kom fram að þetta væri aðeins hluti af úthlutunum þessa árs. Velferðarsjóðurinn var stofnaður árið 2000 og er Valgerður Ólafsdóttir fram- kvæmdastjóri hans. Það er mikilvægt að draga fram það sem vel er gert til að efla velferð barna líkt og gert er með Barnamenn- ingarverðlaunum Velferð- arsjóðs barna og ekki er verra þegar veittar eru upp- hæðir sem geta skipt veru- legu máli um að verkefnin beri árangur. Það er mikilvægt að greiða götu verk- efna í þágu barna} Velferð barna S törf kennara og skólastjórnenda eru margþætt og í skólastarfi er stöðugt unnið með nýjar hug- myndir og áskoranir. Við vitum að öflug menntakerfi á al- þjóðavísu hafa keppt að því að gera starfs- umhverfi sinna kennara framúrskarandi en liður í því er öflug framtíðarsýn fyrir starfsþróun stéttarinnar. Á dögunum skilaði samstarfsráð um starfsþróun kennara og skólastjórnenda til- lögum að slíkri framtíðarsýn. Tillögur þess- ar eru nýmæli þar sem ekki hefur legið fyrir sameiginleg sýn á málefni starfsþró- unar, t.d. milli ólíkra skólastiga og rekstr- araðila skóla. Þetta er að mörgu leyti tíma- mótaskref sem ég tel að muni leiða til skýrari stefnu og stuðla að metnaðarfullu skólastarfi. Ég fagna tillögum ráðsins og þeim sam- hljómi sem einkennir vinnu þess en í því sátu fulltrú- ar Kennarasambands Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga, háskóla og mennta- og menningar- málaráðuneytis. Tillögurnar eru fjölbreyttar og tengjast m.a. ráðuneytinu, sveitarfélögum, menntun kennara og skólunum sjálfum. Það er mjög dýrmætt að fá þær til umfjöllunar og útfærslu, ekki síst í sam- hengi við ný lög um menntun og hæfni kennara og skólastjórnenda sem taka munu gildi í ársbyrjun 2020. Starfsþróun kennara getur m.a. falið í sér formlegt nám og endurmenntun, námskeið, þátttöku í þróunarverkefnum, ráðgjöf, ráðstefnur og heimsóknir í aðra skóla. Stefnumiðuð starfsþróun stuðlar að aukinni starfs- ánægju kennara og hefur jákvæð áhrif á árangur þeirra í starfi. Niðurstöður út- tekta og menntarannsókna gefa okkur góð- ar vísbendingar um hvar mikilvægast er að efla starfsþróun og fjölga tækifærum í símenntun fyrir kennara. Samkvæmt al- þjóðlegu TALIS-menntarannsókninni telja íslenskir kennarar á unglingastigi mesta þörf nú vera fyrir starfsþróun um hegðun nemenda og stjórnun í kennslustofum, ásamt starfsþróun í kennslu fyrir börn með annað móðurmál en íslensku. Athygli- vert er einnig að samkvæmt TALIS er al- gengara í samanburðarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (e. OECD) að kennarar þjálfi eða fylgist með kennslu samkennara eða greini eigin kennslu, en hér á landi. Það felast mörg tækifæri í öflugri samvinnu og skýrri heildarsýn þegar kemur að starfsþróun kenn- ara í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum. Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem lagt hafa hönd á plóg í því verkefni sem býr að baki tillögunum, þær eru okkur gott leiðarljós í þeirri vinnu sem nú stendur yfir við mótun nýrrar menntastefnu til ársins 2030. Lilja Alfreðsdóttir Pistill Framtíðarsýn um starfsþróun kennara Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkttillögu borgarstjóra þessefnis að efnt verði til al-þjóðlegrar samkeppni um nýtt skipulag á Umferðarmið- stöðvarreit í Vatnsmýri. Markmiðið sé að þar rísi ný alhliða samgöngu- miðstöð fyrir Reykjavík, höfuð- borgarsvæðið og landið allt og þétt, blönduð byggð. Í kjölfar skipulagssamkeppn- innar verði efnt til framkvæmda- samkeppni um sjálfa samgöngu- miðstöðina samkvæmt nánari ákvörðun. Umhverfis- og skipulags- svið annist undirbúning og utan- umhald samkeppninnar. Skipaður verði stýrihópur verkefnisins sem haldi utan um verkefnið og þar með talið undirbúning samkeppninnar. Borgarstjóri verði formaður stýri- hópsins en tveir fulltrúar verði skip- aðir í hann úr skipulags- og sam- gönguráði. Tillaga borgarstjóra byggir á vinnu og tillögum starfshóps um þróun samgöngumiðstöðvar og nán- asta umhverfis. Lykilpunktur leiðarkerfis „Skipulag og bygging sam- göngumiðstöðvar er tímabær og brýn, ekki síst í ljósi samkomulags um fjármögnun Borgarlínu, endur- skoðun og eflingu leiðakerfis Strætó og nýjar áherslur í samgöngu- málum. Samgöngumiðstöð Reykja- víkur verður lykiltengipunktur í nýju leiðarkerfi,“ segir í tillögunni. Í áfangaskýrslu starfshópsins segir m.a. að mikilvægt sé að göngu- og hjólaleiðir að og frá miðstöðinni verði mjög góðar og öll hönnun gefi skýr skilaboð um að þessir ferða- mátar séu í fyrsta forgangi um svæðið og að því. Þegar í upphafi verði boðið upp á hjólageymslur og hjólaleigu. Til að styðja við reitinn sem tengipunkt fjölbreyttra vistvænna samgöngumáta þurfi að gera hann að áfangastað. Því sé mikilvægt að á reitnum verði einnig rými fyrir þjón- ustu-, atvinnu- og íbúðarhúsnæði til viðbótar við samgöngumiðstöð. Því skipti máli að koma samgöngu- miðstöð sem haganlegast fyrir þann- ig að sem minnst rými fari undir at- hafnasvæði hennar. Þessi miðstöð vistvænna samgangna og umhverfi hennar verði hönnuð á vistvænan hátt og vottuð sem slík. Loks er lagt til að í samkeppn- inni skuli miðað við að núverandi mannvirki á reitnum séu víkjandi. Ekki kemur fram hvort þetta nær til Vatnsmýrarvegar 10 (Umferðar- miðstöðin), en Reykjavíkurborg festi kaup á húsinu 2012. „Það er algert forgangsatriði að reisa nýja flugstöð á Reykjavíkur- flugvelli. Aðstaðan í núverandi flug- stöð er algerlega óboðleg, bæði fyrir flugfarþega og starfsfólk,“ sagði Jón Gunnarsson, þáverandi samgöngu- ráðherra, í viðtali við Morgunblaðið 14. janúar 2017. Flugstöð ekki nefnd á nafn Jón setti á fót verkefnahóp um nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli. Hún skilaði skýrslu vorið 2018. „Fjallað verður um þrjá möguleika á staðsetningu nýrrar flugstöðvar við Reykjavíkurflugvöll og lagt til að ríkið eigi samstarf við Reykjavík- urborg um hugmyndasamkeppni um fýsilegasta kostinn sem væri við Umferðarmiðstöðina,“ segir í upp- hafi skýrslunnar. Tengingin yrði að vera með göngum undir Hringbraut- ina „eða yfirbyggðum rana og götu að flughlaði,“ eins og það er orðað. Skemmst er frá því að segja að ekki er minnst einu orði á flugstöð innan- landsflugs í tillögu borgarstjóra. Alþjóðleg samkeppni um samgöngumiðstöð Morgunblaðið/Árni Sæberg Skipulagsreitur Á Umferðarmiðstöðvarreit hyggst borgin skipuleggja sam- göngumiðstöð sem verði fyrir allt landið. Þá verði þjónusta þar og íbúðir. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins bókuðu m.a. að óvíst væri að nokkur þörf væri fyrir samgöngumiðstöð af þessari stærðargráðu og kostnaður gæti orðið gríðarlegur fyrir skattgreiðendur. Þeir ítrekuðu tillögu sína um uppbyggingu hagkvæms húsnæðis á reitnum. Borgarfulltrúi Miðflokksins bókaði m.a. að samgöngu- miðstöð í Vatnsmýrinni hefði verið á dagskránni um langa hríð en engin uppbygging hefði átt sér stað enn. Árið 2005 hefði verið gefin út viðamikil skýrsla um miðstöð á þessum stað og skyldi stöðin þjóna bæði flugi og almennings- samgöngum. „Ekkert hefur gerst á þessum tíma og spilar þar inn í þráhyggja meirihlutans um að koma flugvellinum burtu úr Vatnsmýrinni. Það er sláandi að horfa upp á hvað verið er að þrengja að flugvellinum á alla kanta hans.“ Kostnaður gríðarlegur BÓKUN Í BORGARRÁÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.