Morgunblaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 46
46 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2019
Kári Kristján Kristjánsson, línumað-
ur úr ÍBV, var í gær kallaður inn í lands-
liðshópinn í handknattleik fyrir vináttu-
leikina við Svía sem fram fara í Svíþjóð
25. og 27. október. Hann kemur í stað-
inn fyrir Arnar Frey Arnarsson, leik-
mann GOG í Danmörku, sem dró sig út
úr 19 manna æfingahópnum vegna
meiðsla.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liv-
erpool, var í gær útnefndur stjóri sept-
embermánaðar í ensku úrvalsdeildinni.
Liverpool spilaði þrjá leiki í sept-
embermánuði gegn Newcastle,
Chelsea og Sheffield United. Liverpool
vann alla þrjá leiki sína og er liðið með
fullt hús stiga á toppi ensku úrvals-
deildarinnar. Er þetta annar mánuður-
inn í röð sem Klopp hreppir verðlaunin
en hann var einnig valinn knatt-
spyrnustjóri ágústmánaðar. Pierre-
Emerick Aubameyang var valinn leik-
maður mánaðarins en hann skoraði
fimm mörk fyrir Arsenal í þremur leikj-
um í septembermánuði.
Knattspyrnudeild Stjörnunnar til-
kynnti í gær að miðvörðurinn Brynjar
Gauti Guðjónsson hefði skrifað undir
nýjan samning við félagið. Brynjar var
að ljúka sínu fimmta tímabili með
Garðabæjarliðinu en hann lék áður
með ÍBV og Víkingi í Ólafsvík.
Sigríður Lára Garð-
arsdóttir, fyrirliði kvennaliðs
ÍBV í knattspyrnu, hef-
ur rift samningi sín-
um við félagið. Krist-
inn Björgúlfsson hjá
Leikmannasamtökum
Íslands staðfesti
þetta við mbl.is í
gær. Sigríður hefur
leikið allan sinn feril
með ÍBV nema hvað
hún spilaði seinni
hluta ársins með
Lilleström og varð
norskur meistari með
liðinu. Hún spilaði
alla leiki ÍBV á ný-
liðnu tímabili og
er næst-
leikjahæst í sögu
félagsins í efstu
deild kvenna með
143 leiki. Þá hefur Sig-
ríður spilað 18 A-
landsleiki, síðast gegn
Suður-Kóreu í vor.
Eitt
ogannað
HANDKNATTLEIKUR
EHF-bikar karla, seinni leikur:
Hleðsluhöllin: Selfoss – Malmö ............. L18
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
TM-höllin: Stjarnan – HK ..................... L16
Origo-höllin: Valur – Haukar ........... L20.15
Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin:
TM-höllin: Stjarnan – Afturelding........ L14
Ásvellir: Haukar – KA/Þór .................... L17
Kórinn: HK – ÍBV .................................. L18
Origo-höllin: Valur – Fram.................... L18
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Víkin: Víkingur – Þór Ak .................. L16.30
TM-höllin: Stjarnan U – Þróttur........... L18
Origo-höllin: Valur U – Haukar U.... S17.15
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Dalhús: Fjölnir – HK U ......................... L16
Vestmannaeyjar: ÍBV U – Fram U ...... S14
Origo-höllin: Valur U – Stjarnan U.. S19.30
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild kvenna:
Blue-höllin: Keflavík b – Tindastóll ...... L16
Mustad-höllin: Grindavík b – Hamar.... L17
Njarðtaksgryfjan: Njarðvík – ÍR.......... S16
KARATE
Íslandsmótið í kumite fer fram í Fylkis-
skemmunni í Norðlingaholti í dag kl. 10-12.
Mótslok og verðlaunaafhending kl. 12.20.
UM HELGINA!
KEFLAVÍK
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
„Varla er hægt að biðja um meira,“
segir landsliðsmaðurinn Hörður Axel
Vilhjálmsson um Keflavíkurliðið í
upphafi Dominos-deildar karla í
körfuknattleik en liðið hefur unnið
tvo útisigra í fyrstu tveimur umferð-
unum. Gegn Tindastóli og Grindavík
sem ekki eru auðveldustu liðin heim
að sækja í deildinni.
„Ég lít þannig á að fyrir áramót
reyni menn að slípa sig saman en
safni eins mörgum stigum og hægt
er. Við eigum eftir að verða betri þeg-
ar á líður en við erum núna. Það hafa
bæði orðið breytingar á leik-
mannahópnum og margar nýjar
áherslur urðu einnig eftir þjálfara-
skiptin. Þetta mun því taka tíma. Við
fengum auk þess bakvörð sem býr til
meira en gerst hefur hjá okkur síð-
ustu árin.“
Michael Craion fór frá Keflavík yf-
ir til KR í sumar, reyndar í annað
sinn á ferlinum. Var fúlt að sjá á eftir
honum í annað íslenskt lið?
Eftirsjá en ekki blóðtaka
„Craion er svakalegur spilari og í
háum gæðaflokki í þessari deild. En
við teljum okkur vera nokkuð vel
setta sjálfir með erlenda leikmenn.
Þeir hafa í það minnsta komið vel út í
fyrstu tveimur leikjunum og á undir-
búningstímabilinu. Auðvitað er eft-
irsjá að Craion en við fengum menn
sem eru áþekkir honum,“ segir Hörð-
ur og hann segir íslensku deildina
vera mjög sterka um þessar mundir
en Hörður hefur fínan samanburð
enda vel sigldur leikmaður.
„Hún styrkist með hverju árinu. Í
fyrra fengu sum lið mjög góða evr-
ópska leikmenn eftir að sá möguleiki
opnaðist. Ég tel að leikmenn í Evr-
ópu og umboðsmenn þeirra séu að
opna augun fyrir þeim möguleika að
koma hingað. Þegar þeir sjá styrk ís-
lensku leikmannanna þá aukast lík-
urnar. Núna sýnist mér evrópsku
leikmennirnir vera betri en þeir sem
voru í fyrra og þar af leiðandi styrkist
deildin. Eins og ég sagði áðan þá
snýst þetta um að vera rétt stilltur á
réttum tíma. Enginn man eftir því í
apríl eða maí hvernig liðin stóðu sig í
upphafi tímabilsins. Maður lærir með
reynslunni og aldrinum að fara ekki
of hátt upp eða langt niður eftir því
hvernig spilamennskan er í október.
Á síðasta tímabili voru ÍR-ingar nán-
ast strögglandi allan veturinn en svo
smellur allt saman í úrslitakeppninni.
Fengu svakalegan meðbyr og flutu á
honum alla úrslitakeppnina.“
Bróðirinn þjálfar
Hjalti Þór Vilhjálmsson, eldri
bróðir Harðar, tók við Keflavíkurlið-
inu í sumar. Hvernig er að spila undir
stjórn bróður síns?
„Það er bara mjög gott. Ég hafði
spilað fyrir hann í yngri flokkum hjá
Fjölni en það er allt annað dæmi. Ég
held að ég hafi verið miklu erfiðari
þegar ég var yngri og er vonandi orð-
inn allt annar leikmaður. Við höfum
fylgst að í íþróttinni frá því ég byrj-
aði. Þegar ég var í atvinnumennsku
kom hann út í heimsókn til allra
þeirra liða sem ég spilaði með. Sá
leiki og fylgdist með æfingum. Hann
veit hvernig ég virka best á vellinum
og því hentar þetta mér fulkomlega.
Einnig eigum við skap saman og er-
um því ekki að hnakkrífast. Hann
segir mér bara að halda kjafti ef svo
ber undir. Ef ég á að vera alveg
hreinskilinn þá hafa ekki margir gert
það í gegnum tíðina og ég held að það
sé bara gott fyrir mig,“ sagði Hörður
Axel Vilhjálmsson og hló.
Bræðurnir
eiga skap
saman
Morgunblaðið/Hari
Keflavík Hörður Axel Vilhjálmsson telur að úrvalsdeildin sé sterkari í vetur
en undanfarin ár og betri erlendir leikmenn komnir til liðanna.
Hörður Axel segir að lið Keflavíkur
verði enn betra þegar á líður
BAKVERÐIR:
Ágúst Orrason
Andri Þór Tryggvason
Davíð Alexander Hvanndal
Guðmundur Jónsson
Hörður Axel Vilhjálmsson
Khalil-Ullah Ahmad
Mantas Mockecicius
Reggie Dupree
Sigurður Hólm Brynjarsson
Veigar Áki Hlynsson
MIÐHERJAR:
Dominykas Milka
Guðbrandur Helgi Jónsson
FRAMHERJAR:
Andrés Ísak Hlynsson
Bergur Daði Ágústsson
Deane Alexander Williams
Elvar Snær Guðjónsson
Magnús Már Trauastason
Nói Sigurðarson
Þjálfari: Hjalti Þór Vilhjálmsson.
Aðstoðarþjálfari: Finnur Jóns-
son.
Árangur 2018-19: 4. sæti og átta
liða úrslit.
Íslandsmeistari: 1989, 1992, 1993,
1997, 1999, 2003, 2004, 2005, 2008.
Bikarmeistari: 1993, 1994, 1997,
2003, 2004, 2012.
Keflavík vann Tindastól á úti-
velli, 86:77, í 1. umferð og Grinda-
vík á útivelli, 97:89, í 2. umferð.
Fyrsti heimaleikur er gegn
Njarðvík í 3. umferð föstudaginn
18. október.
Lið Keflavíkur 2019-20
KOMNIR:
Andrés Ísak Hlynsson frá KR
Davíð Alexander Hvanndal
Magnússon frá Fjölni
Deane Alexander Williams frá
Augustana (Bandaríkjunum)
Dominykas Milka frá La Charité
(Frakklandi)
Khalil-Ullah Ahmad frá Full-
erton (Bandaríkjunum)
Veigar Áki Hlynsson frá KR
FARNIR:
Davíð Páll Hermannsson í
Grindavík
Gunnar Ólafsson í Oviedo (Spáni)
Michael Craion í KR
Mindaugas Kacinas í
Palencia (Spáni)
Breytingar á liði Keflavíkur
Keflavík er með mjög áhugavert lið sem er virki-
lega hættulegt að mínu mati.
Erlendu leikmennirnir þrír eru góðir og þá sér-
staklega Evrópumennirnir tveir sem eru frá
Litháen og Englandi.
Það eru hellingsgæði í liðinu en svo á eftir að
reyna á breiddina þegar líður á tímabilið.
Ég treysti mér til að gefa loforð um það að Kefla-
vík endar ofar en liðinu hefur verið spáð fyrir
tímabilið.
Benedikt Guðmundsson
um Keflvíkinga
Haraldur Franklín Magnús hafnaði
í 4.-6. sæti á lokamóti Nordic-
mótaraðarinnar í golfi sem lauk í
Pärnu í Eistlandi í gær. Hann lék
lokahringinn á 69 höggum, þremur
undir pari, og var samtals á 13
höggum undir pari. Haraldur hafði
fyrir lokamótið tryggt sér keppn-
isrétt á Áskorendamótaröðinni fyr-
ir næsta tímabil með því að vera í
einu af fimm efstu sætunum sam-
anlagt á Nordic. Axel Bóasson lék
líka vel í Pärnu og hafnaði í 10.-11.
sæti á 11 höggum undir pari eftir
að hafa spilað á 66 höggum í gær.
Haraldur var
fjórði í Eistlandi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ofarlega Haraldur Franklín Magn-
ús náði góðum áfanga á tímabilinu.
Íslandsmeistarinn, Guðmundur
Ágúst Kristjánsson, er í fínum mál-
um eftir tvo hringi af fjórum á
Stone Irish Challenge á Áskor-
endamótaröð Evrópu í golfi. Guð-
mundur fór örugglega í gegnum
niðurskurðinn og er á samtals á sjö
höggum undir pari í þriðja til
fimmta sæti.
Spánverjinn Emilio Cuartero
Blanco er efstur á samtals níu undir
pari og Oscar Lengden frá Svíþjóð
er á átta undir pari. Guðmundur
lék fyrsta hringinn á 70 höggum og
annan hringinn í gær á 67 höggum.
Guðmundur í
hópi þeirra efstu
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Á Írlandi Guðmundur Ágúst
Kristjánsson komst áfram.