Morgunblaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 46
46 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2019  Kári Kristján Kristjánsson, línumað- ur úr ÍBV, var í gær kallaður inn í lands- liðshópinn í handknattleik fyrir vináttu- leikina við Svía sem fram fara í Svíþjóð 25. og 27. október. Hann kemur í stað- inn fyrir Arnar Frey Arnarsson, leik- mann GOG í Danmörku, sem dró sig út úr 19 manna æfingahópnum vegna meiðsla.  Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liv- erpool, var í gær útnefndur stjóri sept- embermánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool spilaði þrjá leiki í sept- embermánuði gegn Newcastle, Chelsea og Sheffield United. Liverpool vann alla þrjá leiki sína og er liðið með fullt hús stiga á toppi ensku úrvals- deildarinnar. Er þetta annar mánuður- inn í röð sem Klopp hreppir verðlaunin en hann var einnig valinn knatt- spyrnustjóri ágústmánaðar. Pierre- Emerick Aubameyang var valinn leik- maður mánaðarins en hann skoraði fimm mörk fyrir Arsenal í þremur leikj- um í septembermánuði.  Knattspyrnudeild Stjörnunnar til- kynnti í gær að miðvörðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson hefði skrifað undir nýjan samning við félagið. Brynjar var að ljúka sínu fimmta tímabili með Garðabæjarliðinu en hann lék áður með ÍBV og Víkingi í Ólafsvík.  Sigríður Lára Garð- arsdóttir, fyrirliði kvennaliðs ÍBV í knattspyrnu, hef- ur rift samningi sín- um við félagið. Krist- inn Björgúlfsson hjá Leikmannasamtökum Íslands staðfesti þetta við mbl.is í gær. Sigríður hefur leikið allan sinn feril með ÍBV nema hvað hún spilaði seinni hluta ársins með Lilleström og varð norskur meistari með liðinu. Hún spilaði alla leiki ÍBV á ný- liðnu tímabili og er næst- leikjahæst í sögu félagsins í efstu deild kvenna með 143 leiki. Þá hefur Sig- ríður spilað 18 A- landsleiki, síðast gegn Suður-Kóreu í vor. Eitt ogannað HANDKNATTLEIKUR EHF-bikar karla, seinni leikur: Hleðsluhöllin: Selfoss – Malmö ............. L18 Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: TM-höllin: Stjarnan – HK ..................... L16 Origo-höllin: Valur – Haukar ........... L20.15 Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: TM-höllin: Stjarnan – Afturelding........ L14 Ásvellir: Haukar – KA/Þór .................... L17 Kórinn: HK – ÍBV .................................. L18 Origo-höllin: Valur – Fram.................... L18 1. deild karla, Grill 66-deildin: Víkin: Víkingur – Þór Ak .................. L16.30 TM-höllin: Stjarnan U – Þróttur........... L18 Origo-höllin: Valur U – Haukar U.... S17.15 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Dalhús: Fjölnir – HK U ......................... L16 Vestmannaeyjar: ÍBV U – Fram U ...... S14 Origo-höllin: Valur U – Stjarnan U.. S19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Blue-höllin: Keflavík b – Tindastóll ...... L16 Mustad-höllin: Grindavík b – Hamar.... L17 Njarðtaksgryfjan: Njarðvík – ÍR.......... S16 KARATE Íslandsmótið í kumite fer fram í Fylkis- skemmunni í Norðlingaholti í dag kl. 10-12. Mótslok og verðlaunaafhending kl. 12.20. UM HELGINA! KEFLAVÍK Kristján Jónsson kris@mbl.is „Varla er hægt að biðja um meira,“ segir landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson um Keflavíkurliðið í upphafi Dominos-deildar karla í körfuknattleik en liðið hefur unnið tvo útisigra í fyrstu tveimur umferð- unum. Gegn Tindastóli og Grindavík sem ekki eru auðveldustu liðin heim að sækja í deildinni. „Ég lít þannig á að fyrir áramót reyni menn að slípa sig saman en safni eins mörgum stigum og hægt er. Við eigum eftir að verða betri þeg- ar á líður en við erum núna. Það hafa bæði orðið breytingar á leik- mannahópnum og margar nýjar áherslur urðu einnig eftir þjálfara- skiptin. Þetta mun því taka tíma. Við fengum auk þess bakvörð sem býr til meira en gerst hefur hjá okkur síð- ustu árin.“ Michael Craion fór frá Keflavík yf- ir til KR í sumar, reyndar í annað sinn á ferlinum. Var fúlt að sjá á eftir honum í annað íslenskt lið? Eftirsjá en ekki blóðtaka „Craion er svakalegur spilari og í háum gæðaflokki í þessari deild. En við teljum okkur vera nokkuð vel setta sjálfir með erlenda leikmenn. Þeir hafa í það minnsta komið vel út í fyrstu tveimur leikjunum og á undir- búningstímabilinu. Auðvitað er eft- irsjá að Craion en við fengum menn sem eru áþekkir honum,“ segir Hörð- ur og hann segir íslensku deildina vera mjög sterka um þessar mundir en Hörður hefur fínan samanburð enda vel sigldur leikmaður. „Hún styrkist með hverju árinu. Í fyrra fengu sum lið mjög góða evr- ópska leikmenn eftir að sá möguleiki opnaðist. Ég tel að leikmenn í Evr- ópu og umboðsmenn þeirra séu að opna augun fyrir þeim möguleika að koma hingað. Þegar þeir sjá styrk ís- lensku leikmannanna þá aukast lík- urnar. Núna sýnist mér evrópsku leikmennirnir vera betri en þeir sem voru í fyrra og þar af leiðandi styrkist deildin. Eins og ég sagði áðan þá snýst þetta um að vera rétt stilltur á réttum tíma. Enginn man eftir því í apríl eða maí hvernig liðin stóðu sig í upphafi tímabilsins. Maður lærir með reynslunni og aldrinum að fara ekki of hátt upp eða langt niður eftir því hvernig spilamennskan er í október. Á síðasta tímabili voru ÍR-ingar nán- ast strögglandi allan veturinn en svo smellur allt saman í úrslitakeppninni. Fengu svakalegan meðbyr og flutu á honum alla úrslitakeppnina.“ Bróðirinn þjálfar Hjalti Þór Vilhjálmsson, eldri bróðir Harðar, tók við Keflavíkurlið- inu í sumar. Hvernig er að spila undir stjórn bróður síns? „Það er bara mjög gott. Ég hafði spilað fyrir hann í yngri flokkum hjá Fjölni en það er allt annað dæmi. Ég held að ég hafi verið miklu erfiðari þegar ég var yngri og er vonandi orð- inn allt annar leikmaður. Við höfum fylgst að í íþróttinni frá því ég byrj- aði. Þegar ég var í atvinnumennsku kom hann út í heimsókn til allra þeirra liða sem ég spilaði með. Sá leiki og fylgdist með æfingum. Hann veit hvernig ég virka best á vellinum og því hentar þetta mér fulkomlega. Einnig eigum við skap saman og er- um því ekki að hnakkrífast. Hann segir mér bara að halda kjafti ef svo ber undir. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá hafa ekki margir gert það í gegnum tíðina og ég held að það sé bara gott fyrir mig,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson og hló. Bræðurnir eiga skap saman Morgunblaðið/Hari Keflavík Hörður Axel Vilhjálmsson telur að úrvalsdeildin sé sterkari í vetur en undanfarin ár og betri erlendir leikmenn komnir til liðanna.  Hörður Axel segir að lið Keflavíkur verði enn betra þegar á líður BAKVERÐIR: Ágúst Orrason Andri Þór Tryggvason Davíð Alexander Hvanndal Guðmundur Jónsson Hörður Axel Vilhjálmsson Khalil-Ullah Ahmad Mantas Mockecicius Reggie Dupree Sigurður Hólm Brynjarsson Veigar Áki Hlynsson MIÐHERJAR: Dominykas Milka Guðbrandur Helgi Jónsson FRAMHERJAR: Andrés Ísak Hlynsson Bergur Daði Ágústsson Deane Alexander Williams Elvar Snær Guðjónsson Magnús Már Trauastason Nói Sigurðarson Þjálfari: Hjalti Þór Vilhjálmsson. Aðstoðarþjálfari: Finnur Jóns- son. Árangur 2018-19: 4. sæti og átta liða úrslit. Íslandsmeistari: 1989, 1992, 1993, 1997, 1999, 2003, 2004, 2005, 2008. Bikarmeistari: 1993, 1994, 1997, 2003, 2004, 2012.  Keflavík vann Tindastól á úti- velli, 86:77, í 1. umferð og Grinda- vík á útivelli, 97:89, í 2. umferð. Fyrsti heimaleikur er gegn Njarðvík í 3. umferð föstudaginn 18. október. Lið Keflavíkur 2019-20 KOMNIR: Andrés Ísak Hlynsson frá KR Davíð Alexander Hvanndal Magnússon frá Fjölni Deane Alexander Williams frá Augustana (Bandaríkjunum) Dominykas Milka frá La Charité (Frakklandi) Khalil-Ullah Ahmad frá Full- erton (Bandaríkjunum) Veigar Áki Hlynsson frá KR FARNIR: Davíð Páll Hermannsson í Grindavík Gunnar Ólafsson í Oviedo (Spáni) Michael Craion í KR Mindaugas Kacinas í Palencia (Spáni) Breytingar á liði Keflavíkur  Keflavík er með mjög áhugavert lið sem er virki- lega hættulegt að mínu mati.  Erlendu leikmennirnir þrír eru góðir og þá sér- staklega Evrópumennirnir tveir sem eru frá Litháen og Englandi.  Það eru hellingsgæði í liðinu en svo á eftir að reyna á breiddina þegar líður á tímabilið.  Ég treysti mér til að gefa loforð um það að Kefla- vík endar ofar en liðinu hefur verið spáð fyrir tímabilið. Benedikt Guðmundsson um Keflvíkinga Haraldur Franklín Magnús hafnaði í 4.-6. sæti á lokamóti Nordic- mótaraðarinnar í golfi sem lauk í Pärnu í Eistlandi í gær. Hann lék lokahringinn á 69 höggum, þremur undir pari, og var samtals á 13 höggum undir pari. Haraldur hafði fyrir lokamótið tryggt sér keppn- isrétt á Áskorendamótaröðinni fyr- ir næsta tímabil með því að vera í einu af fimm efstu sætunum sam- anlagt á Nordic. Axel Bóasson lék líka vel í Pärnu og hafnaði í 10.-11. sæti á 11 höggum undir pari eftir að hafa spilað á 66 höggum í gær. Haraldur var fjórði í Eistlandi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ofarlega Haraldur Franklín Magn- ús náði góðum áfanga á tímabilinu. Íslandsmeistarinn, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, er í fínum mál- um eftir tvo hringi af fjórum á Stone Irish Challenge á Áskor- endamótaröð Evrópu í golfi. Guð- mundur fór örugglega í gegnum niðurskurðinn og er á samtals á sjö höggum undir pari í þriðja til fimmta sæti. Spánverjinn Emilio Cuartero Blanco er efstur á samtals níu undir pari og Oscar Lengden frá Svíþjóð er á átta undir pari. Guðmundur lék fyrsta hringinn á 70 höggum og annan hringinn í gær á 67 höggum. Guðmundur í hópi þeirra efstu Morgunblaði/Arnþór Birkisson Á Írlandi Guðmundur Ágúst Kristjánsson komst áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.