Morgunblaðið - 12.10.2019, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2019
Geir Ágústsson skrifar á blog-.is: „Á meðan íslenskir
stjórnmálamenn lofa tugmillj-
örðum í
uppbygg-
ingu á
nýrri teg-
und stræt-
isvagna
(nema að-
eins stærri
en þeir í
dag og fá að auki sínar eigin ak-
reinar) sýna stóru bílaframleið-
endurnir væntanlegum kaup-
endum framtíðina.
Í Amsterdam er ákaft unnið aðþví að búa göturnar undir
sjálfkeyrandi bíla.
Í Kaupmannahöfn hafa sjálf-
akandi örlestir keyrt í næstum því
20 ár.
Það er ekki víst að sjálfakandibílar leysi þann hefðbundna
af hólmi en margir mundu eflaust
vilja leggja bílnum á leið til og frá
vinnu og lesa dagblaðið í staðinn
eða sitja við tölvuna. Þeir sem
þurfa tvo bíla í dag gætu fækkað
niður í einn bíl. Þeir sem þurfa
bara bíl stöku sinnum gætu notað
deilibíla sem kæmu heim að dyr-
um og yrði svo keyrt með hefð-
bundnum hætti eftir það.
En hver veit!
Eitt er víst að enn eitt strætó-kerfið er ekki framtíðin,
heldur fortíðin.“
Fortíðarþráin er ef til villstundum notaleg tilfinning.
Margir eru heillaðir af flestu sem
heitir retró – og þá ekki bara út-
varpsstöðinni góðu.
En er eitthvað heillandi við of-vaxna strætisvagna sem
leggja undir sig heilar akreinar
sem enginn annar má nota?
Fortíðarþrá
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Landsréttur staðfesti í dag dóm
Héraðsdóms Reykjavíkur í máli
Menningarseturs múslima á Íslandi
gegn Stofnun múslima á Íslandi, en
deilur félaganna tveggja hafa staðið
yfir árum saman og snúast um leigu-
rétt þess fyrrnefnda að Ýmishúsinu
við Skógarhlíð 20 í Reykjavík.
Landsréttur staðfesti dóm hér-
aðsdóms að öllu leyti og því er nið-
urstaða málsins sú að Menningar-
setrið skuli greiða Stofnun múslima
8,6 milljónir í vangoldna leigu og
málskostnað, auk dráttarvaxta og
600.000 króna málskostnaðar fyrir
Landsrétti.
Stofnun múslima er eigandi Ýmis-
hússins, en það var keypt árið 2010.
Stofnunin fullyrti árið 2016 að hún
hefði gert afnotasamning við Menn-
ingarsetrið og að staðið hefði til að
gerður yrði húsaleigusamningur.
Drög að þeim samningi hefðu verið
gerð og dagsett 20. desember 2012
og átt að gilda til 31. desember 2023.
Næsta dag hefði hins vegar verið
ákveðið að breyta fyrirkomulaginu
og gefa Menningarmiðstöðinni af-
notarétt af hluta hússins án endur-
gjalds. Þetta hefði verið staðfest
með samningi sem er dagsettur 21.
desember 2012, en að fyrri samning-
urinn hefði með þessu verið felldur
niður. Í júní 2016 lét Stofnun músl-
ima á Íslandi svo bera Menningar-
setrið út. Landsréttur segir um
þetta atriði að á meðal skjala málsins
sé skjal sem dagsett er 21. desember
2012 og beri yfirskriftina „Notkun á
húsnæði og krafa um starfsemi“, en
undir skjalið rita þeir Hussein Alda-
oudi og Karim Askari, sömu menn
og undirrituðu húsaleigusamninginn
degi fyrr.
„Með skjalinu frá 21. verður að
líta svo á að aðilar hafi sammælst um
að fella úr gildi húsaleigusamning-
inn,“ segir í niðurstöðu Landsréttar.
Greiði Stofnun múslima 8,6 milljónir
Menningarsetur múslima tapaði máli gegn Stofnun múslima í Landsrétti
Tvær farþegaþotur Icelandair héldu
af landi brott í gær og var stefnan
tekin á Lleida á Spáni. Er um að
ræða vélarnar Mývatn og Búlands-
tind, en þær eru af gerðinni Boeing
737 Max. Vélar af þessari tegund
hafa sl. mánuði verið kyrrsettar um
heim allan eftir tvö mannskæð flug-
slys. Slysin má rekja til alvarlegrar
bilunar í tæknibúnaði Max-vélanna.
Mývatn tók á loft frá Keflavíkur-
flugvelli um klukkan níu í gærmorg-
un. Upphaflega var gert ráð fyrir að
Búlandstindur tæki á loft um stund-
arfjórðungi seinna, en óvænt bilun í
vélinni seinkaði flugtaki um tæpar
þrjár klukkustundir. Upplýsinga-
fulltrúi Icelandair sagði í viðtali við
mbl.is að um væri að ræða „eðlilegt
tæknivandamál“ og vísaði þar til
þess að flugvélin hefði staðið svo
gott sem hreyfingarlaus í um 7 mán-
uði vegna kyrrsetningar.
Evrópska flugöryggisstofnunin,
EASA, setti ítarleg skilyrði sem Ice-
landair þarf að uppfylla fyrir flug
Max-vélanna, m.a. varðandi flug-
hæð, flughraða og þjálfunarkröfur
og reynslu viðkomandi flugstjóra.
Áður stóð til að vélarnar færu til
Frakklands í vetrargeymslu en ekki
fékkst leyfi til þess frá Frökkum.
Max-vélar fluttar
í vetrargeymslu
Nú verið kyrrsettar í um sjö mánuði
Morgunblaðið/Hari
Kyrrsett Max-vélarnar hafa orðið fyrir miklum álitshnekki eftir tvö slys.
Smáralind
LAUGAVEGUR 26
verslunin.karakter
ÝJAR AUS VÖRUR FRÁ