Morgunblaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 50
50 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2019
Yuval Noah Harari (43 ára) er ísra-elskur sagnfræðingur, heimspek-ingur og metsöluhöfundur þriggjabóka: Sapiens, mannkynssaga í
stuttu máli; Homo Deus: framtíðarsaga í stuttu
máli og 21 lærdómur fyrir 21. öldina. Hann
kennir við sagnfræðideild Hebreska háskólans
í Jerúsalem. Bækur hans hafa selst í meira en
20 milljón eintökum um heim allan.
Eftir að hafa upphaflega helgað sig verald-
arsögunni almennt, miðaldasögu og hernað-
arsögu hóf Harari rannsóknir á þrengri sagn-
fræðilegum sviðum.
Hann segist nú leita
svara við spurningum
eins og þessum: Hver
eru tengsl sagnfræði
og líffræði? Hver er
grundvallarmunurinn á
Homo sapiens og öðr-
um dýrum? Setur rétt-
læti svip á söguna?
Stefnir sagan í ákveðna
átt? Hefur framvinda
sögunnar gert fólk
hamingjusamara?
Hvaða siðfræðilegu spurningar vakna vegna
vísinda og tækni á 21. öldinni?
Fyrsta bók Hararis, Sapiens, kom út 2014 en
hér á landi 2019 í þýðingu Magneu Matthías-
dóttur. Bókinni hefur verið vel tekið um heim
allan. Á vefsíðu höfundarins segir að á fjórum
árum fram til 2018 hafi selst 12 milljón eintök
af bókinni á 50 tungumálum.
Bókin Sapiens er 472 bls. að lengd með heim-
ilda- og nafnaskrám. Það krefst víðtækrar
þekkingar að íslenska bókina vegna þess hve
hún nær yfir stórt og fjölbreytt svið. Þýðing
Magneu er lipur, textinn skýr og tær, þótt
stundum sé fjallað um torskilið efni. Óvenju-
legt er að sjá orðið „menningu“ notað í fleirtölu
eins og Magnea gerir. Þá er Peugeot-
fyrirtækinu lýst sem „sameiginlegum heila-
spuna okkar“ sem lögfræðingar kalli „laga-
tilbúning“ (bls. 41). Orðið „lagatilbúningur“ er
klunnalegt og vafalaust unnt að finna þjálla
orð.
Um franska bílafyrirtækið Peugeot er fjallað
á bls. 44 og þar um kring í kafla sem heitir
Skilningstréð í fyrsta hluta bókarinnar sem ber
heitið Vitsmunabyltingin. Í þessum bókarhluta
er leitast við að skýra hvernig Homo sapiens
greindist frá öðrum skepnum í árdaga sög-
unnar. Að Peugeot komi þar við sögu gefur til
kynna hvernig Harari tengir saman gamalt og
nýtt. Minnir nútímamannninn stöðugt á rætur
sínar og þróun forferða sinna.
Bókin skiptist í fjóra hluta: Vitsmunabylt-
ingin, Landbúnaðarbyltingin, Sameining
mannkyns, Vísindabyltingin. Kaflar bókar-
innar eru alls 20. Í henni eru myndir og kort.
Allur frágangur er góður, þó blasti við meinleg
villa, skammstöfunin f.kr., þegar sagt er frá því
að Konstantínus keisari skírðist til kristinnar
trúar það er á fjórðu öld e.kr.
Margar leiðir er unnt að fara til að segja
mannkynssöguna. Í Menntaskólanum í
Reykjavík var heillandi að hafa Ólaf Hansson
sem sögukennara. Hann stóð við kennarapúltið
og miðlaði af ótæmandi fróðleiksbrunni sínum
á þann veg að kveikti áhuga á að leita sér frek-
ari fróðleiks. Hann skýrði einnig orð og hugtök,
nefndi karla og konur til sögunnar. Lagði nem-
endum til lykil sem opnaði margar fróðleiks-
hirslur.
Harari tengir með stórri sveiflu: „Í dag
búum við kannski í háhýsum með troðfullum ís-
skápum en erfðaefnið heldur ennþá að við
séum á gresjunni. Þess vegna skófla sum okkar
í sig heilum dalli af ís þegar við rekumst á hann
í frystinum og skolum honum niður með
tveggja lítra kók.“ (Bls. 53.)
Þegar Harari ræðir um hjónaband vísinda
og heimsveldis segir hann á einum stað:
„Vísindabyltingin og heimsvaldastefna nú-
tímans voru óaðskiljanleg. Fólk eins og skip-
stjórinn James Cook og grasafræðingurinn Jo-
seph Banks gátu varla greint vísindi frá
heimsveldi.“
Þarna vísar hann til þess að Cook fór að ráð-
um breska læknisins James Linds og hlóð skip
sitt af súrkáli og skipaði hásetum sínum að
borða mikið magn af ferskum ávöxtum og
grænmeti hvenær sem þeir kæmu að landi. Co-
ok missti engan mann úr skyrbjúgi, vágesti sæ-
farenda á 18. öld landkönnunar og landvinn-
inga, og varð þannig fyrirmynd annarra.
„Uppgötvunin á árangursríkri lækningu á
skyrbjúgi lagði sitt af mörkum til breskra yf-
irráða á heimshöfunum og gerði Bretum fært
að senda hersveitir yfir þveran hnöttinn.“ (Bls.
301.) Þeir lögðu undir sig Ástralíu, Tasmaníu
og Nýja-Sjáland.
Grasafræðingurinn Joseph Banks sem Har-
ari nefnir oftar en einu sinni til sögunnar í bók
sinni er enginn annar en Sir Jósef Banks sem
hingað kom í leiðangur og reyndist Íslending-
um vel í Napóleons-stríðunum eins og Anna
Agnarsdóttir prófessor hefur rannsakað og
lýst.
Harari hefur ekki frekar en aðrir svör við öll-
um spurningum sem vakna þegar rýnt er í sög-
una. Hann skýrir þó hvers vegna fólkinu sem á
ísköldum útnára Evrasíu tókst „að brjótast út
úr sínu afskekkta heimshorni og sigra allan
heiminn“. Frá 1850 hafi „evrópsk yfirráð
byggst í miklum mæli á samsteypu hervalds,
iðnaðar og vísinda og tæknilegri snilld“. (Bls.
304.). Kínverja og Persa „skorti gildin, goð-
sagnirnar, réttarkerfið og samfélagspólitíska
innviði sem hafði tekið margar aldir að móta og
þroska á Vesturlöndum og var ekki hægt að
herma eftir og tileinka sér í flýti“. (Bls. 307.)
Og síðan: „Þegar gullnáma tækninnar laukst
upp voru Evrópumenn mun betur í stakk búnir
en aðrir að nýta sér hana. Það er því varla til-
viljun að vísindi og kapítalismi eru mikilvæg-
asta arfleifðin sem evrópsk heimsvaldastefna
hefur fært síð-evrópskum heimi tuttugustu og
fyrstu aldar.“ (Bls. 307.)
Stórum spurningum verður aldrei svarað
eins og hvers vegna Konstantínus Rómarkeis-
ari snerist til kristinnar trúar á fjórðu öld:
„Fékk hann trúarlega opinberun eða bentu ein-
hverjir ráðgjafar hans á að kristnum mönnum
fjölgaði hratt og það væri kannski best að slást
í lið með þeim? Sagnfræðingar geta velt þessu
fyrir sér en þeir finna engin afgerandi svör.“
(Bls. 259.)
Lægju svörin fyrir í öllum tilvikum og hug-
myndaflugið fengi ekki að njóta sín væri mann-
kynssagan ekki eins forvitnileg og höfðaði ekki
til eins margra og birtist í sölu bóka Hararis.
Það er fengur að því að Sapiens skuli koma út á
góðri íslensku.
Mannkynssaga í stórri sveiflu
Höfundurinn Sapiens, fyrsta bók Yuval Noah Harari, kom út 2014 en hér á landi fyrr á þessu ári.
Sagnfræði
Sapiens – mannkynssaga í stuttu máli
bbbbn
Eftir Yuval Noah Harari.
Þýðandi Magnea Matthíasdóttir,
JPV útgáfa, 2019. 472 bls.
BJÖRN
BJARNASON
BÆKUR
Tilkynnt hefur verið um fyrstu
hljómsveitirnar sem fram munu
koma á tónlistarhátíðinni Eistna-
flugi árið 2020 en það eru Rock
Paper Sisters, Zhrine og Týr.
Eistnaflug færir nú út kvíarnar
og mun standa að viðburðum árið
um kring. Það kynnir nú til sög-
unnar tónleikaröðina Back to the
Metal Roots í samstarfi við Tuborg
og verða tónleikar hennar þrennir
á Dillon, 1. nóvember, 11. janúar og
22. febrúar. Á þeim fyrstu kemur
Misþyrming fram ásamt upphit-
unarhljómsveit.
Tríó Færeyingarnir í hljómsveitinni Tý.
Týr á Eistnaflugi
næsta sumar
Ranglega var sagt í blaðinu í gær að tónleikar söngkon-
unnar Andreu Gylfadóttur og bandaríska saxófónleikarans
Phillip Doyle ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands færu
fram í Hofi í kvöld. Hið rétta er að þeir verða laugardaginn
19. október kl. 20. Beðist er velvirðingar á þessu. Tónleik-
arnir eru framhald af bíóbandsþema Andreu til margra ára
og vinsælum tónleikum hennar með Doyle í Hofi.
LEIÐRÉTT
Tónleikarnir verða 19. október
Andrea
Gylfadóttir
Sigrún Eldjárn, myndlistarmaður
og rithöfundur, verður með upp-
lestur á risloftinu í Hannesarholti á
morgun kl. 14. Í haust koma út tvær
bækur eftir Sigrúnu, annars vegar
Sigurfljóð íænum hvelli! sem er
þriðja bókin um Sigurfljóð og hins
vegar Kopareggið sem er framhald
af Silfurlyklinum sem kom út í
fyrra og hlaut Íslensku bókmennta-
verðlaunin. Bókin Sifurlykillinn er
auk þess tilnefnd til Bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs. Eng-
inn aðgangseyrir er að upplestr-
inum.
Sigrún les upp í
Hannesarholti
Upplestur Sigrún les upp á morgun.
Verslun Snorrabraut 56, 105 Reykjavík | Sími 588 0488 | feldur.is
Velkomin
í hlýjuna