Morgunblaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 51
MENNING 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2019
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Það er tímabært að vekja athygli
á Jóhönnu Kristínu og verkum
hennar, því nú eru kynslóðir að
vaxa úr grasi í íslensku samfélagi
sem þekkja ekki þá fjölbreytni og
þann kraft sem einkenndi þann
stóra hóp listamanna sem kom
fram og starfaði á níunda ára-
tugnum. Við látum ekki okkar eftir
liggja að sýna
þessi misserin
hvað við Íslend-
ingar eigum
marga góða
kvenlistamenn,
höfum nýlokið
yfirlitssýningu á
Huldu Hákon
sem er af sömu
kynslóð og Jó-
hanna,“ segir
Harpa Þórs-
dóttir, safnstjóri Listasafns Ís-
lands, en í dag, laugardag, verður
yfirlitssýning á málverkum Jó-
hönnu Kristínar Yngvadóttur, sem
lést árið 1991, opnuð í safninu.
„Ferill Jóhönnu Kristínar er ein-
stakur í íslenskri samtímalista-
sögu. Hann spannaði einungis tæp-
an áratug en hún hafði mikil áhrif
og vann fjölda verka. Þegar hún
steig fram með verk sín, ung kona
nýkomin úr námi árið 1983, þá
kom hún á óvart. Því þó að nýja
málverkið hafi komið fram á þess-
um áratug sprettur hún úr öðrum
ranni. Hún sprettur fram nánast
fullskapaður listamaður og svo má
kannski segja að hún hafi róað
margan manninn af eldri kyn-
slóðum um að málverkið héldi velli,
innan um þær tilraunir sem áttu
sér stað hjá öðrum málurum af
þessari kynslóð.
Unga myndlistarkynslóðin á
þessum tíma vakti athygli almenn-
ings, Jóhanna Kristín tók þátt í
samsýningunni Gullströndin and-
ar, sem var mjög merkileg sýning í
listasögu okkar, margir listamenn
komu fram í fyrsta skipti með verk
á þeirri sýningu.
Jóhanna Kristín hélt svo einka-
sýningu í Nýlistasafninu sama ár
og vöktu verk hennar mikla hrifn-
ingu samferðamanna. Gagnrýn-
endur kepptust við að lofa hana,
þeim bar öllum saman um gæði
verka hennar og vinnu. Hún skar
sig strax úr.“
Lífsdansinn, gleðin og sorgin
Harpa segir að Jóhanna Kristín
sé expressjónisti, fulltrúi hins
fígúratífa expressjónisma í mál-
verkum sínum og meðal annars
megi sjá tengingar við verk
Edvards Munch, myndmál hans og
stílbrögð en mörg önnur verk hins
vegar tengd expressjónismanum
frá meginlandi Evrópu þar sem
kraftmiklar pensilstrokur á stórum
fleti túlka djúpstæðan tilfinninga-
heim.
,,Það er engin feilnóta í nálgun
hennar, hún er samkvæm sjálfri
sér, heil og óskipt. Myndefnið er
mjög einlægt, hún málar fólk, oft-
ast konur. Myndirnar hennar eru
um lífsdansinn, gleðina og sorgina
og allt litrófið þar á milli. Myndir
hennar eru ákaflega sterkar og
sitja í manni. Þetta er sá tákn-
heimur sem Jóhanna Kristín vinn-
ur með og hún málaði mjög oft
sjálfa sig, en líka fólkið sitt. Haft
er eftir henni að hún fjalli í list
sinni um samskipti sín við fólk, því
fólk sé það sem hafi mest áhrif á
okkur, það valdi gleði og sorg.
Hún notar mikið dökka liti og
mörg verka hennar eru drungaleg,
sem við tengjum ósjálfrátt við ör-
lög hennar, en hún átti við veikindi
að stríða sem drógu hana til dauða
þegar hún var aðeins 37 ára. En
þessi drungi litarins er þó í and-
stæðu við það að hún málaði í gleði
og útskýrði það oft í viðtölum. Það
er mikilvægur lykill að verkum
hennar. Hún var glaðlynd mann-
eskja, dramatísk og var umkringd
fólki. Þessir dökku dimmu litir í
verkunum hennar geta virkað yfir-
þyrmandi því verkin eru mörg
hver ofsakennd og tjáningarrík, en
það er gríðarlegur agi í þeim.
Þessi verk fanga mann.“
Hæfileikaríkur teiknari
Mörg verka Jóhönnu Kristínar
sýna sveigðar og teygðar mann-
verur sem halda sumar um höfuð
sitt og minna óneitanlega á Ópið,
hið fræga verk Edvards Munch.
„Á vissan hátt er myndmál
hennar mjög klassískt og lista-
sagan nálæg. Fjöldi verka sem hún
málaði af ballerínum og notaði
Björgu dóttur sína sem fyrirmynd
eða vinkonur hennar skírskotar
óneitanlega til ballerína Edgars
Degas. Það er heillandi hvernig
hún gerir þó allt með sínum sér-
staka hætti og myndir hennar frá
Grænlandi eru einstaklega
skemmtileg myndheild, ólík stíl-
brögð í þessum verkum sem við
sýnum á sýningunni og varpa ljósi
á þá miklu hæfileika sem hún hafði
sem teiknari og málari. Hún er
einstæð í íslenskri listasögu fyrir
þá expressjónísku túlkun sem var
henni töm. Þó að hún hafi átti
stuttan feril, í tæpan áratug, er
mikil þróun í verkum hennar,“ seg-
ir Harpa og bætir við að samhliða
sýningunni komi út vegleg bók um
Jóhönnu Kristínu eftir Ásdísi
Ólafsdóttur listfræðing sem bóka-
útgáfan Dimma gefur út.
„Við fengum líka leyfi til að sýna
heimildarmynd á sýningunni sem
frænka hennar Guðrún Atladóttir
gerði fyrir nokkrum árum. Þetta
er eins konar minningarsaga, þar
sem nánustu vinir hennar og ætt-
ingjar segja frá listamanninum,
ásamt því að Jóhönnu Kristínu
bregður fyrir í stuttum kvik-
myndabrotum sem til eru af
henni.“
Harpa tekur fram að auk hennar
hafi þær Dagný Heiðdal og Júlía
Marinósdóttir valið verkin á sýn-
inguna og séð um undirbúning.
Yfirlitssýningin á verkum Jó-
hönnu Kristínar verður opnuð í
dag, laugardag 12. október, kl. 15 í
Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi 7
í Reykjavík.
Gagnrýnendur kepptust við að lofa hana
Hún kom á óvart með ofsakennd og tjáningarrík málverk sín Stuttur ferill en áhrifaríkur
Yfirlitssýning á verkum Jóhönnu Kristínar Yngvadóttur opnuð í dag í Listasafni Íslands
Ljósmynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Listakona Jóhanna Kristín á vinnustofu sinni 1987, í baksýn sést m.a. í verkin Á ögurstund og Sumar á Grænlandi.
Harpa
Þórsdóttir
Bókin Korngult hár, gráaugu er undurfögur enhrollvekjandi mósaík-mynd sem verður að lok-
um heildstæð í huga lesandans.
Mósaíkbrotin eru fregnir af voveif-
legu andláti, minningar úr æsku
og ungdómi og bréf Gunnars Kam-
pen til ýmissa
aðila. Korngult
hár, grá augu
gefur lesand-
anum lausan
taum til að áætla
og geta í eyð-
urnar en stýrir
honum samtímis
inn á hála braut,
þá braut sem
felur í sér sam-
kennd með hinum unga Gunnari
Kampen.
Hvers vegna er sú braut hál?
Vegna þess að bókin fjallar um
veruleika íslenskra nasista á sjötta
áratugnum, einna helst veruleika
Gunnars sjálfs. Hinn ungi nasisti
er ekki málaður upp sem illmenni
heldur þvert á móti sem hug-
sjónamaður þrátt fyrir að hug-
sjónir hans séu litnar hornauga og
jafnvel taldar siðlausar bæði í nú-
tímanum og á sjötta áratugnum.
Samkennd lesandans með
Gunnari verður eflaust til vegna
þess að höfundur kynnir lesand-
anum allrækilega aðalpersónuna
og hvernig og hvers vegna nas-
ískar hugmyndir hans verða til. Í
gegnum bréf Gunnars fær lesand-
inn tækifæri til að kynnast ýmsum
hliðum hans og það gerir Gunnar
mannlegan – mannlegan nasista.
Við sýnum öll á okkur ólíkar
hliðar eftir því hvern við eigum í
samskiptum við og þessar ólíku
hliðar Gunnars birtast skýrt í
bréfum hans til móður sinnar, rit-
stjóra, annarra nasista og fleira
fólks sem honum er mikilvægt.
Gunnar er samtímis ljúfur elsk-
andi sonur og Hitlersdýrkandi.
Það sem vekur einna helst hroll
við lestur bókarinnar er tímasetn-
ing útgáfunnar. Öfgafull hægriöfl
hafa verið að ryðja sér til rúms í
samtímanum og þar er Ísland
engin undantekning.
Nýnasistasamtökin Norðurvígi
hafa undanfarið dreift áróðri sín-
um vítt og breitt um höfuð-
borgarsvæðið og auðvelt er að
tengja sumar skoðanir sem settar
eru fram í athugasemdakerfum
fréttasíðna við nasisma. Með hlið-
sjón af nútímanum er auðvelt að
hugsa sér að hérlendis hafi fundist
nasistar á sjötta áratugnum, svo
skömmu eftir hina hræðilegu
seinni heimsstyrjöld.
Elskandi sonur og Hitlersdýrkandi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hugsjónamaður Hinn ungi nasisti er ekki málaður upp sem illmenni heldur hugsjónamaður í bók Sjóns.
Skáldsaga
Korngult hár, grá augu
bbbbn
Eftir Sjón.
JPV 2019. Innbundin, 117 bls.
RAGNHILDUR
ÞRASTARDÓTTIR
BÆKUR