Morgunblaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 37
Tannlæknastofa í Reykjavík óskar eftir tanntækni eða aðstoðarmanni Æskilegt er að umsækjandi hafi frumkvæði, tölvukunnáttu, geti starfað sjálfstætt og geti hafið störf um áramót eða fyrr. Um er að ræða 100% starf. Umsóknir sendist á box@mbl.is merktar: ,,K - 26561’’ eigi síðar en 19. okt. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir laust embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Leitað er eftir leiðtoga með kraft og metnað til að vinna að markmiðum stofnunarinnar og veita framúrskarandi þjónustu í þágu náttúru, almennings og atvinnulífs. Embættið felur í sér tækifæri til að vinna að framtíðar- stefnumótun á sviði umhverfismála. Umhverfis- og auðlindaráðherra skipar forstjóra Umhverfisstofnunar til fimm ára. Hann stýrir stofnuninni, mótar stefnu í störfum hennar og ber ábyrgð á fjárhagslegum rekstri hennar. Hjá stofnuninni starfa um 120 starfsmenn. Hlutverk Umhverfisstofnunar er lögum samkvæmt að stuðla að velferð almennings með því að beita sér fyrir heilnæmu umhverfi, öruggum neysluvörum, náttúruvernd og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Helstu verkefni stofnunarinnar eru: • Loftslagsmál og loftgæði. • Verndun hafs og vatns. • Málefni hringrásarhagkerfisins. • Náttúruvernd og umsjón og rekstur friðlýstra svæða. • Verndun og stjórnun veiða á villtum fuglum og dýrum. • Eftirlit og leyfisveitingar, m.a. vegna mengandi starfsemi. • Söfnun og miðlun upplýsinga um umhverfismál. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun á meistarastigi sem nýtist í starfi. • Víðtæk stjórnunarreynsla og reynsla af vinnu við stefnumótun og áætlanagerð. • Leiðtogahæfileikar. • Hæfni til að leiða fólk til samvinnu og árangurs. • Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur. • Gott vald á íslensku og góð kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli. Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og stutt kynningarbréf um ástæðu umsóknar auk upplýsinga um árangur sem viðkomandi hefur náð í starfi og telur að nýtist í embættið. Þriggja manna valnefnd skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra metur hæfni og hæfi umsækjenda og skilar greinargerð til ráðherra. Umsóknarfrestur er til og með 28. október nk. Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið uar@uar.is. Nánari upplýsingar um starfið eru á Starfatorgi – starfatorg.is. Upplýsingar um embættið veitir Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu (sigridur.arnardottir@uar.is). Forstjóri Umhverfisstofnunar Starf safnstjóra Listasafns Einars Jónssonar Mennta- og menningarmálaráðuneytið Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf safnstjóra Listasafns Einars Jónssonar. Um er að ræða fullt starf. Leitað er að háskólamenntuðum einstaklingi með reynslu af stjórnun og rekstri og staðgóða þekkingu og reynslu á sviði menningar og lista. Nánari upplýsingar er að finna á vef ráðuneytisins, menntamalaraduneyti.is Umsóknarfrestur er til og með 1. nóvember 2019 Stjórnarráð Íslands Mennta- og menningarmála- ráðuneyti        atvinna@mbl.is • Sölufulltrúi • Richard Richardsson, richard@mbl.is, 569 1391
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.