Morgunblaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.10.2019, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2019 ✝ Kristín Krist-insdóttir fædd- ist 7. febrúar 1937 á Eyri á Arnar- stapa í Breiðuvík. Hún lést 25. sept- ember 2019 á Heil- brigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. For- eldrar hennar voru Kristinn Sigmunds- son og Karólína Kolbeinsdóttir. Systkini hennar: Erna, Ella Kolbrún, Stefán Smári (látinn 1962), Pálína, Kolbeinn, Margrét, og Lára. Hinn 31. desember 1963 gift- ist Kristín Kristófer Guðmunds- syni, f. 19. ágúst 1928 frá Litla- sambýlismaður Haris Orucevic. 2) Stefán Smári, f. 31. maí 1963, maki Hrefna Rut Kristjáns- dóttir, börn þeirra eru Steinunn og Vignir Snær. 3) Kristinn, f. 6. maí 1967, maki Auður Sigur- jónsdóttir, börn þeirra eru Sig- urjón, Kristín og Kári Steinn. Kristín ólst upp á Arnarstapa í Breiðuvík. Árið 1957 var hún við nám í Húsmæðraskólanum í Reykjavík. Kristín fluttist ásamt foreldrum sínum til Ólafsvíkur 1958. Hún starfaði í Kaupfélaginu Dagsbrún og fiskvinnslunni Bakka. Kristín var forstöðukona leikskólans í Ólafsvík í mörg ár og endaði sinn starfsferil sem stuðnings- fulltrúi í grunnskóla Snæfells- bæjar. Kristín var virk í fé- lagsstörfum eldri borgara í Ólafsvík og var gjaldkeri þeirra í mörg ár. Útför Kristínar fer fram frá Ólafsvíkurkirkju í dag, 12. október 2019, klukkan 14. Kambi í Breiðuvík, d. 23. desember 1999. Synir þeirra eru: 1) Svanur, f. 29. júlí 1961, maki Guðrún Kjart- ansdóttir, börn þeirra eru a) Krist- ófer, sambýliskona Íris Aníta Björns- dóttir, börn þeirra eru Lúkas Alex- ander, Ísabella Lára og Ólíver Emilían, b) Kristín Anna, sam- býlismaður Vidar André Iver- sen, synir þeirra eru Christian Smári og Benjamín Leander, c) Reynir Smári, sambýliskona María Lunde, d) Dýrleif Lára, Elsku tengdamóðir mín, Krist- ín Kristinsdóttir, eða Stína eins og hún var kölluð, er farin í sitt síðasta ferðalag. Stína hefur ver- ið tengdamóðir mín í 39 ár. Hún hefur kennt mér, af þolinmæði, mikið í sambandi við handavinnu. Í þeim efnum var hún snillingur. Fyrir meira en þrjátíu árum eignaðist Stína fyrsta barnabarn- ið sitt, hann Kristófer. Síðan eignaðist hún átta barnabörn og fimm langömmubörn. Tengda- foreldrar mínir stunduðu fjárbú- skap, meðfram öðrum störfum. Börnin okkar voru óþreytandi að hjálpa til í fjár- og hesthúsunum og að launum fengu þau útreiðar- túra, sem glöddu þau mikið. Í lok dags hafði Stína mín áhyggjur af því hvort það væri fjárhúsalykt af börnunum. Hún varð alltaf að þvo fötin þeirra áður en þau fóru heim. Stína heimsótti okkur Svan og börnin okkar til Noregs á hverju sumri frá því við fluttum út 1998 og var hjá okkur í fjórar til sex vikur. Mikið hefur verið brallað með Stínu á þessum árum. Við höfum ferðast saman um stóran hluta Noregs, til Danmerkur, Þýskalands, Frakklands og Spánar. Í sumar var hún hjá okk- ur í Balestrand og það var dásamlegur tími. Vegna heilsu- brests var hún óörugg að ferðast ein til okkar í sumar en þá ákvað Lára systir hennar að koma með henni. Við áttum fjórar vikur saman með börnum, barnabörn- um og langömmubörnum. Þetta voru yndislegir dagar. Stína sat úti á svölum í sólinni og prjónaði sokka á langömmubörnin og horfði á þau leika sér í sjónum. Synir hennar, Svanur, Stefán og Kristinn, buðu Stínu til Lond- on í tilefni af 80 ára afmæli henn- ar. Við áttum skemmtilega daga, sem seint munu gleymast. Við fórum í skoðunarferðir, í leikhús og út að borða. Við stelpurnar fórum á söngleik og strákarnir á fótboltaleik. Þetta var ómetanleg ferð sem mun lifa með okkur um alla framtíð. Þegar tengdafaðir minn lést árið 1999 áttum við von á því að Stína yrði bara innivið og léti sér leiðast. Nei, það gerði hún ekki. Stína fór á fullt í starf eldriborg- ara í Ólafsvík og sinnti þar trún- aðarstörfum, sem gjaldkeri til margra ára. Hún var snillingur í handavinnu og bjó til marga fal- lega hluti, sem voru seldir á bös- urum hjá eldri borgurum í Ólafs- vík, til fjáröflunar. Hún elskaði að dansa línudans bæði hér á landi og erlendis. Stína fór með eldri borgurum til Kanaríeyja á hverju hausti í mörg ár. Einnig fór hún með þeim á Hótel Örk í Hvera- gerði á hverjum vetri. Þetta elsk- aði hin félagslynda tengdamóðir mín. Systkinahópur Stínu var stór, sex systur og tveir bræður, frá Eyri á Arnarstapa. Eyrarrósirn- ar voru mjög samrýndar alla tíð. Rósirnar skemmtu sér mikið saman, hlátur og línudans var þeirra einkenni. Það var oft ekki svefnfriður á Ennisbrautinni þegar þær voru saman. Þær pössuðu hver upp á aðra eins og best sýndi sig þessar vikur sem tengdamóðir mín hefur verið veik. Allar ætluðu þær að vera saman á Tenerife í október, en þegar heilsu Stínu fór að hraka hættu þær systur við þá ferð. Ég vil þakka yndislegu tengdamóður minni dásamlega samfylgd. Blessuð sé minning góðrar konu. Guðrún Kjartansdóttir. Elsku amma Stína. Bestu minningar mínar með þér eru í fjárhúsunum og úti í berjamó. Þú varst góð amma. Oft þegar mamma og pabbi fóru til útlanda gisti ég hjá þér og ég mátti alltaf ráða hvað var í matinn. Við spil- uðum ólsen-ólsen og þú kenndir mér að leggja kapal. Ég mun sakna þín amma. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Ég kveð þig nú, elsku amma mín. Takk fyrir allt og allar góðu stundinar sem við áttum saman. Þinn Kári Steinn. Elsku amma. Nú hefur þú kvatt okkur eftir stutt en erfið veikindi. Það er sár tilfinning sem fylgir þeirri tilhugsun að ég muni aldrei sjá þig aftur. Ég vissi að þér mundi ekki batna en ég hélt alltaf í vonina um að þú yrðir lengur hjá okkur, að ég fengi meiri tíma með þér. Ég er þakk- lát fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að kveðja þig, þótt tilfinn- ingin sé sár og söknuðurinn mik- ill. Þær minningar sem ég á um þig eru mér afar kærar og mun ég ávallt halda upp á þær. Dyrn- ar þínar stóðu alltaf opnar fyrir okkur barnabörnin og var alltaf gott að koma heim til ömmu Stínu að fá gott að borða eftir skóla og spila. Þú varst alltaf lífs- glöð og hress, ég man ekki eftir að hafa séð þig í vondu skapi. Ég man þegar ég var fimm ára og þú varst að kenna mér að lesa. Þú varst ávallt áhugasöm um námið mitt og vildir að mér vegnaði vel í námi. Nú þögn er yfir þinni önd og þrotinn lífsins kraftur í samvistum á sæluströnd við sjáumst bráðum aftur. (Ingvar N. Pálsson) Ég er og verð þér ævinlega þakklát fyrir allar minningarnar og allt sem þú hefur kennt mér. Hvíldu vel elsku amma, við sjáumst seinna. Þín Kristín Kristinsdóttir. Þegar við systkinin sitjum hérna í eldhúsinu á Ennisbraut- inni og skrifum þessar línur er erfitt að átta sig á því að hún amma sé farin. Margar skemmti- legar minningar eigum við frá Ólafsvíkinni. Þar var alltaf nóg að gera og okkur leiddist aldrei. Kristófer var náttúrulega stór- bóndi sem átti allan búskapinn með ömmu og afa. Það var alltaf gaman að fara í fjárhúsin og að Sveinsstöðum að heyja en amma var ekkert rosalega glöð þegar afi leyfði okkur að sitja ofan á heyvagninum. Sennilega er það eina skiptið sem við munum eftir ömmu reiðri. Jú, hún skammaði okkur líka ef hrífan var lögð vit- laust niður því þá gat komið rign- ing. Ömmu var ekkert vel við að Kristín Anna væri að vesenast í hestunum, en það var í lagi að vesenast í rollunum. Reynir Smári fékk að fara um allt í hús- unum og gera það sem hann vildi. Dýrleif Lára sat oftast á heyrúllu og fylgdist með. Það var ekkert verra að koma á Ennisbrautina í kaffið eftir að hafa verið í hús- unum. Amma bakaði bestu pönnu- kökur og tertur í heimi. Við mun- um líka hversu auðvelt var að biðja ömmu að kenna okkur línu- dans og spilamennsku. Amma Stína var alltaf fljót að svara fyrir sig, hún var fyndin og kom með skemmtilegar athuga- semdir. Hún var ekkert að fara í kringum hlutina, hún sagði það bara eins og það var. Við erum búin að hlæja mikið saman. Það var alltaf stutt í prakkaraskapinn og hún var alltaf til í sprell. Fyrir 21 ári fluttum við til Noregs. Amma kom í heimsókn á hverju sumri. Hún er búin að keyra um landið í marga tíma til að hitta barna- og langömmu- börnin sín. Við hittumst líka oft í hyttunni og nutum þess að vera saman, spjalla og spila kana á kvöldin. Við erum líka búin að ferðast með ömmu til útlanda. Ekki var erfitt að biðja hana að koma með í skemmtigarða, og þá stóð hún ekki og horfði á okkur. Hún skellti sér með í alla rússí- bana og skemmtilegast þótti henni að fara í vatnsrennibrautir. Amma var líka alltaf til í að sulla í sjónum og var oftast fyrst út í. Við munum vel eftir henni fljót- andi á stórum kút úti í sjó, bæði á Spáni og í Danmörku. Amma hafði alltaf áhyggjur af því hvort okkur væri kalt. Þegar leið að hausti og við spjölluðum við ömmu í símanum þurftum við ekki að nefna það nema einu sinni að það vantaði sokka og vettlinga og þá var kominn póstur. Hún er búin að reyna að kenna okkur stelpunum að prjóna, hekla og Bucillast oft. Núna loksins erum við orðnar nógu fullorðnar til að kunna það. Ef við systurnar verð- um bara næstum því jafn góðar og amma verðum við mjög sáttar. Tíminn sem við og langömmu- börnin fengu með ömmu í sumar er ógleymanlegur. Langömmu- börnin hafa talað mikið um hvað það var skemmtilegur tími. Fyrir þau var alltaf spennandi að opna afmælis- og jólapakka frá ömmu. Þau voru svo stolt að sýna það sem amma Stína hafði gert handa þeim. Langömmubörnin elskuðu að tala og leika við ömmu Stínu á „facetime“ og það voru ekki fáar stundir. Hvíl í friði elsku amma, minn- ingin um þig mun lifa í hjörtum okkar. Kristófer, Kristín Anna, Reynir Smári og Dýrleif Lára Svansbörn. Stína, okkar elskulega systir, hefur nú kvatt þennan heim og flutt til sumarlandsins. Við erum allar fæddar og upp- aldar á Eyri á Arnarstapa, stað sem er okkur öllum mjög kær. Þar undum við okkur við leik og störf, eignuðumst fjölda vina. Sú vinátta varir enn. Eftir að Stína stofnaði heimili með Fera sínum var það heimili öllum opið. Þangað gátu við farið með alla fjölskylduna. Þar fund- um við fyrir mikilli gestrisni, ómældri ást, umhyggju og kær- leika. Sameiginlegt áhugamál þeirra hjóna voru kindur og þótti okkur gaman að koma vestur og taka þátt í heyskap og sauðburði. Stína var vakin og sofin yfir vel- ferð ánna sinna og tók á móti hverju lambi meðal annars í vor. Stína var mjög virk í starfi Fé- lags eldriborgara Snæfellsbæjar, sat í stjórn þess til margra ára og eignaðist fjölda vina. Með þeim fór hún margar ferðir innanlands sem utan og voru Kanaríeyjar í miklu uppáhaldi. Við systur vorum mjög miklar vinkonur og höfum í gegnum árin gert margt skemmtilegt saman. T.d. voru kaffihúsaferðir sjálf- sagðar í hvert sinn sem hún kom í bæinn. Stína var dugleg við að draga okkur með sér á alls konar uppákomur og lét sig aldrei vanta ef eitthvað var að gerast hjá fjöl- skyldunni. Stína kenndi okkur línudans og vorum við orðar svo leiknar í þeirri list að sjálfsagt þótti að við systur sýndum línudans við alla viðburði innan fjölskyldunnar. Á hverju sumri nutum við þess að dvelja saman eina viku á æskuheimili okkar Eyri, nú síð- ast í ágúst, og okkur grunaði ekki hvaða vágestur var á leiðinni. Nú er minningin ein eftir um yndislega systur og skemmtileg- ar samverustundir. Hver mun leiða næsta línu- dans? Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti (Ragnhildur Ófeigsdóttir) Hvíldu í friði elsku systir. Eyrarrósir, Erna, Ella, Pálína, Margrét og Lára Kristinsdætur. Eftir þetta dásamlega sumar og sól dregur ský fyrir sól við að frétta af andláti Kristínar Krist- insdóttur eftir stutta en erfiða veikindabaráttu. Elsku Stína, nú skilur leiðir um stund. Okkar kynni byrjuðu snemma á lífsleiðinni, við Koggi vorum nýbyrjuð að búa í stóru húsi, þá kom Kristófer móður- bróðir minn í herbergi hjá okkur. Fljótlega fór að koma með hon- um í heimsókn ung og falleg stúlka sem vann í kaupfélaginu Dagsbrún, þetta var Stína og átt- um við margar gleðistundir sam- an og mynduðust strax sterk og góð vinabönd sem hafa enst alla tíð síðan. Stína var róleg og yfirveguð í öllu fasi en var föst fyrir. Hún hafði skemmtilegann húmor og mjög gott minni sem kom sér oft vel. Starfsvettvangur hennar var um árabil hjá bæjarfélaginu sem forstöðukona leikskólans og stuðningsfulltrúi hjá Grunnskóla Snæfellsbæjar. Í Félagi eldri borgara í Snæfellsbæ voru henni falin ýmis störf og hefur hún ver- ið kjörin í tvígang gjaldkeri fé- lagsins. Skjótt skipast veður í lofti og urðum við báðar ekkjur með 8 mánaða millibili. Þá fórum við að fara saman á mannamót. Þegar Félag eldri borgara fór að fara til Kanarí vorum við allt- af herbergisfélagar. Í okkar herbergi var oft fjör og sagðar sögur og margt gamalt rifjað upp, minni Stínu klikkaði ekki. Þess vegna er ég miklu ríkari af fallegum minningum og góðri vináttu. Ég votta Svani, Stefáni, Kristni og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Guðrún Tryggvadóttir. Kristín Kristinsdóttir Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, VIÐARS GARÐARSSONAR, Skíðaþjónustunni á Akureyri. Sonja Garðarsson Jón Garðar Viðarsson Viðar Freyr Viðarsson Jaruek Intharat Signe Viðarsdóttir Heiðar Ingi Ágústsson Bryndís Viðarsdóttir Aðalsteinn Helgason Margrét Sonja Viðarsdóttir Árni Kristinn Skaftason afa- og langafabörn Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra föður, tengdaföður og afa, TRAUSTA PÁLSSONAR frá Laufskálum, Hásæti 11a, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahjúkrunar og sjúkradeildar Sjúkrahússins á Sauðárkróki. Linda Traustadóttir Hjalti Vésteinsson Edda Traustadóttir Björn Jóhann Björnsson Páll Rúnar Traustason Aron Trausti, Tinna Birna, Erna og Atli Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, RUTAR SIGURGRÍMSDÓTTUR, Akurhólum 6, Selfossi. Sérstakar þakkir til Sigurðar Böðvarssonar krabbameinslæknis og starfsfólks lyflækningadeildar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands fyrir kærleiksríka umönnun. Guðrún I. Kristmannsdóttir Seppo Salkoharju Sigurgeir Kristmannsson Guðný Traustadóttir Hulda Lára Kristmannsdóttir Daði Auðunsson og barnabörn Innilegar þakkir fyrir veitta samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsmanna Hrafnistu í Hafnarfirði á deild 3B á fyrir góða umönnun og hlýju. Sigurður Valur Ásbjarnarson Hulda Stefánsdóttir Guðm. Ásbjörn Ásbjörnsson Svanhildur Benediktsdóttir Páll Hannesson Guðrún Guðmundsdóttir barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa og langafa HALLGRÍMS HELGASONAR frá Þorbrandsstöðum. Innilegar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Sundabúð Vopnafirði. Snorri Hallgrímsson Svanhildur Hlöðversdóttir Baldur Hallgrímsson Katla Rán Svavarsdóttir Jakob Helgi Hallgrímsson Halla Ormarsdóttir Jakobína Úlfsdóttir afa- og langafabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.