Morgunblaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2019 Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00 Hugsaðu vel um húðina þína – alltaf Bjóðum fjölbreytt úrval húðvara, jafnt fyrir andlitið, hendurnar, fæturna og kroppinn allan. Fylgdu okkur á facebook Skipholti 29b • S. 551 4422 Fyrir íslenska veðráttu Traust í 80 ár Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn S. 414 7000 · Glæsibær / Vesturhús, 2. hæð · 104 Reykjavík · www.augljos.is Það gleður okkur að tilkynna að Elva Dögg Jóhannesdóttir augnlæknir hefur hafið störf á augnlæknastofunni Augljósi Tímapantanir í síma 414 7000 Elva Dögg Jóhannesdóttir Augnlæknir Tilkynning Skákdeild Ungmennafélagsins Fjölnis í Grafarvogi undir forystu Helga Árnasonar, formanns deild- arinnar, er nú að hefja átak í Graf- arvogshverfi og á Stórhöfðasvæð- inu við að skákvæða fyrirtæki og stofnanir þar um slóðir. Í boði er taflsett ásamt stafrænni skák- klukku af bestu gerð á móti stuðn- ingi við starf deildarinnar. Átakið hófst formlega nú í vikunni í útibúi Íslandsbanka við Höfðabakka þar sem Brynjólfur Gíslason aðstoðar- útibússtjóri fékk afhent taflsett til vinnustaðarins. Á móti kemur stuðningur frá bankanum til barna- og unglingastarfs sem byggist á reglulegum æfingum og skákmót- um heima og heiman. „Ekki er langt síðan taflborð voru til staðar á nánast öllum vinnustöðum og starfsmönnum gafst tækifæri á að brjóta upp hversdaginn og efla starfsandann með því að tefla í matar- og kaffi- tímum. Tímarnir hafa breyst, tafl- borðin horfið fyrir tölvunum og snjalltækjunum. Eftir stendur samt að flestir Íslendingar kunna ýmis- legt fyrir sér í skáklistinni og þörf- in á að þjálfa og efla hugann aldrei meiri,“ segir Helgi sem lengi var skólastjóri í Rimaskóla í Grafar- vogi. Skákdeild Fjölnis var stofnuð ár- ið 2004 að frumkvæði þeirra Helga Árnasonar skólastjóra og Hrafns Jökulssonar, forseta Hróksins. Var þetta gert í samstarfi við Guðlaug Þór Þórðarson, nú utanríkis- ráðherra, sem á þeim tíma var for- maður Fjölnis. Skákdeildinni hefur vaxið fiskur um hrygg ár frá því sem var fyrir ári og er nú eitt af öfl- ugustu skákfélögum landsins; þá ekki síst barna- og unglingastarfið, enda hefur hróður þess borist víða. sbs@mbl.is Tafl og klukka með þökk fyrir stuðninginn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stuðningur Helgi Árnason, til vinstri, afhendir Brynjólfi Gíslasyni í Íslandsbanka við Höfðabakka skáksettið góða.  Skákvæða fyrirtæki og stofnanir í Grafarvogi og á Stórhöfðasvæðinu Sala á jólabjór og öðrum jólavörum hefst fimmtudaginn 14. nóvember í Vínbúðunum. Alls verða 78 tegundir jólabjórs á boðstólum í ár og hafa þær aldrei verið fleiri. Í fyrra voru um sextíu tegundir jólabjórs til sölu. Fjölgunin er því umtalsverð sem er áhugavert í ljósi þess að sala dróst saman í fyrra. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, að- stoðarforstjóri ÁTVR, segir í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins að ekki sé endalaust pláss í Vínbúð- unum til að taka á móti jólabjór. „En dreifingin er að sjálfsögðu mismun- andi. Við reynum eins og mögulegt er að koma á móts við þá sem hafa áhuga á að bjóða jólabjór til sölu í Vínbúðinni. Hefðbundin dreifing miðast við 60 tegundir en það sem er umfram þann fjölda verður til sölu í Skútuvogi. Þannig að allar tegund- irnar verða fáanlegar þar, þ.e. Vín- búðinni Skútuvogi.“ Meðal forvitnilegra nafna á jóla- bjór í ár eru Djús Kristur, Bjúgna- krækir, Áramótakorkur, Hóhóhólí- sjitt og Jólaálfur. hdm@mbl.is 78 tegundir af jólabjór í ár Morgunblaðið/Eggert Jólabjór Sala hefst um miðjan nóv- ember í Vínbúðum um allt land.  Úrvalið aldrei verið meira  Sala hefst 14. nóvember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.