Morgunblaðið - 26.10.2019, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2019
AVS rannsóknasjóður hefur að markmiði að styrkja verkefni, sem stuðla að auknu verðmæti
íslensks sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs og fiskeldis. Sjóðurinn
auglýsir nú eftir umsóknum í verkefni 2020 með þetta að markmiði. Skilafrestur umsókna er
til kl. 20, 2. desember 2019. Umsóknum ber að skila rafrænt á netfangið avs@byggdastofnun.
is og bréflega á póstfangið Byggðastofnun v/AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, Ártorgi 1,
550 Sauðárkrókur. Vakin er athygli á því að umsóknum þarf bæði að skila rafrænt og bréflega.
Styrkir sem sjóðurinn veitir
falla undir tvo flokka:
a. Styrkir til rannsókna- og þróunarverkefna
Styrkir til afmarkaðra rannsókna- og/eða þróunar-
verkefna, sem falla að markmiðum sjóðsins. Veittur
er styrkur til eins árs í senn og skal í umsókn gera
grein fyrir verkþáttum og fjármögnun. Hver styrkur
getur numið allt að tólf milljónum króna.
Hægt er að sækja um styrki til umfangsmeiri verk-
efna (framhaldsverkefna), sem unnin eru á lengri
tíma, eða allt að þremur árum, en sækja þarf um
styrk á hverju ári. Hafi verkefnið áður verið styrkt,
þarf að gera grein fyrir framvindu þess áður en
styrkumsókn er afgreidd.
b. Smá- eða forverkefni
Hægt er að sækja um styrki til smærri verkefna eða
til að undirbúa stærri verkefni á sviði rannsókna
og/eða þróunar. Styrkupphæð getur numið allt að
þremur milljónum króna og skal verkefnið unnið
innan tólf mánaða.
Um alla styrki gildir að framlag
sjóðsins má ekki fara fram
yfir 50% af heildarkostnaði og
sjóðurinn tekur ekki þátt í að
styrkja fjárfestingar
Nánari upplýsingar og
umsóknarblað er að finna á
heimasíðu sjóðsins www.avs.is
AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi ∙ Ártorgi 1 ∙ 550 Sauðárkrókur ∙ sími 455 5400 ∙ www.avs.is
AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi
starfar á vegum Atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytis
AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi
auglýsir eftir umsóknum
Ólga innan lögreglunnar
ar til Reykjavíkur fólst í því að inn-
leiða verklagið frá Suðurnesjum. Til
þess að geta gert það tók hún mig
með sér. Hún fékk mig lánaða til
embættisins í eitt ár. Ég starfaði
fyrst sem aðstoðarlögreglustjóri. Að
ári liðnu var lánið framlengt í ann-
arri stöðu, aðallögfræðingi embætt-
isins. Lánið rann út 1. október síð-
astliðinn og þá þurfti ég að velja
hvað ég vildi gera,“ sagði Alda
Hrönn, sem valdi að fara aftur til
lögreglunnar á Suðurnesjum.
Tilefni viðtalsins var svonefnt
LÖKE-mál, en þar var Öldu Hrönn
gefið að sök að hafa misbeitt lög-
regluvaldi. Settur héraðssaksóknari
rannsakaði aðkomu Öldu Hrannar
að máli lögreglumanns á höfuð-
borgarsvæðinu og tveggja annarra
manna meðan hún var yfirlögfræð-
ingur lögreglunnar á Suðurnesjum.
Samkvæmt heimildum blaðsins var
Sigríður Björk vel inni í málinu.
Sakaður um uppflettingu
Lögreglumanninum var gefið að
sök að hafa flett upp nöfnum 45
kvenna í málaskrárkerfi lögreglu.
Málið gegn honum og tveimur öðrum
var fellt niður. Samkvæmt heim-
ildum blaðsins hafði Alda Hrönn
fengið upplýsingar frá vinkonu sinni.
Alda Hrönn hafði svo rætt við fyrr-
verandi unnustu mannsins og svo
hafið rannsókn án þess að færa málið
til bókar samkvæmt rannsókn-
arreglum. Taldi settur héraðs-
saksóknari Öldu Hrönn hafa brotið
gegn starfsreglum en erfitt væri að
sanna hvort það mætti rekja til
ásetnings eða gáleysis.
Við rannsóknina afhenti lögreglu-
maðurinn ýmis trúnaðargögn.
Þar mátti meðal annars finna afrit
af samskiptum lögreglumannsins við
trúnaðarvin sinn. Tilefnið var að lög-
reglumaðurinn varð fyrir árás geð-
veiks pilts en síðar á sömu vakt var
ekið á lögreglubifreið hans. Deildi
hann þessu með nánum vini sínum.
Ríkissaksóknari ákvað að halda
áfram með þann ákærulið eftir að
ákæruliður varðandi LÖKE-kerfið
var felldur niður. Hæstiréttur sneri
síðar við dómi Héraðsdóms og sak-
felldi lögreglumanninn fyrir brot á
þagnarskyldu. Var lögreglumann-
inum ekki gerð refsing.
Samkvæmt heimildum blaðsins
var kurr meðal lögreglumanna með
þessi málalok.
Bogi Nilsson, settur ríkis-
saksóknari, staðfesti ákvörðun setts
héraðssaksóknara um að fella mál
Öldu Hrannar niður. Fram kom á
mbl.is að í niðurstöðu sinni hefði
Bogi sagt að hvorki lögreglustjórinn
á Suðurnesjum né embætti ríkis-
saksóknara, sem Alda hafði leitað
samráðs við í málinu, hefðu beint
málinu í farveg til samræmis við
ákvæði lögreglulaga. „Þá er sér-
staklega tekið fram að rannsókn á
hendur Öldu hafi ekki hafist fyrr en
eftir að tvö ár voru liðin frá því að
rannsókn Öldu í málinu, sem kær-
endur telja vera refsiverða, lauk.
Samkvæmt lögum fyrnast sakir á
meintum brotum á tveimur árum og
væru þau einnig fyrnd ef háttsemi
Öldu hefði varðað við lög,“ sagði í
frétt mbl.is. Sjálf lýsti hún í Frétta-
blaðinu því umkomuleysi sem því
fylgdi að vera sakborningur í tvö ár.
Samkvæmt heimildum blaðsins
hefur dregið úr samskiptum Öldu
Hrannar og Sigríðar Bjarkar eftir
að LÖKE-málinu lauk. Mun Sigríð-
ur hafa haldið fjarlægð á málið.
Lögreglumenn fá bætur
Í október 2018 dæmdi Hæstirétt-
ur að ríkinu bæri að greiða tveimur
lögreglumönnum bætur vegna
breytinga á störfum þeirra. Báðir
störfuðu á höfuðborgarsvæðinu
undir stjórn Sigríðar Bjarkar.
Annar þeirra var áðurnefnd Aldís
Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlög-
regluþjónn, sem starfaði áður hjá
fíkniefnadeild lögreglunnar.
Í dómsorði Hæstaréttar var
fjallað um þá ákvörðun Sigríðar
Bjarkar að gera breytingu á störfum
Aldísar:
„Sönnunarbyrði um að gætt hafi
verið málefnalegra sjónarmiða við
töku ákvörðunar þeirrar, sem málið
snýst um, hvílir á stefnda. Engin
skjalleg samtímagögn, svo sem
fundargerðir eða minnisblöð, liggja
fyrir í málinu um gang mála við
vinnu áðurnefnds innleiðingarhóps
[vegna skipulagsbreytinga]. Hefur
stefndi ekki sýnt fram á að áfrýjandi
[Aldís], sem átti sæti í hópnum fyrir
hönd þeirrar deildar er hún gegndi
yfirmannsstöðu í, hafi ekki sinnt
vinnu sinni þar sem skyldi … Við
töku framangreindrar ákvörðunar
mátti lögreglustjóranum á
höfuðborgarsvæðinu vera ljóst að
hún var til þess fallin að vera meið-
andi fyrir áfrýjanda, sem í áranna
rás hafði unnið sig til metorða innan
lögreglunnar, eins og lýst er að
framan, og verið falin aukin ábyrgð
fáeinum mánuðum áður en ákvörð-
unin var tekin. Vó ákvörðunin því að
æru áfrýjanda og persónu,“ sagði í
dómsorðum.
Vegið að starfsheiðri og æru
Um mál hins lögreglumannsins
sagði orðrétt í dómi Hæstaréttar:
„Stefndi hefur starfað sem lög-
reglumaður frá árinu 2000 og má
ráða af gögnum málsins að hann hafi
verið metnaðarfullur og farsæll í
störfum sínum. Með ákvörðun lög-
reglustjóra var vegið mjög að starfs-
heiðri hans og æru.“
Umræddum lögreglumanni var
veitt lausn um stundarsakir í janúar
2016 vegna ætlaðra brota í starfi.
Maðurinn kærði ákvörðun lögreglu-
stjórans til innanríkisráðuneytisins,
sem felldi ákvörðunina úr gildi með
úrskurði í júlí sama ár. Sagði þar að
„ekki hafi verið gætt meðalhófs við
töku ákvörðunarinnar og brotið hafi
verið gegn rannsóknarreglu 10. gr.
stjórnsýslulaga við meðferð máls-
ins“. Áður hafði rannsókn héraðs-
saksóknara lokið með því að málið
var látið niður falla. Ekkert hefði
komið í ljós sem benti til að maður-
inn hefði gerst brotlegur í starfi.
Í niðurstöðu héraðssaksóknara
var vikið að því að svo virtist sem
samskiptaörðugleikar væru innan
fíkniefnadeildar.
Bar við minnisleysi
Í dómsorðum var líka fjallað um
málsmeðferð Sigríðar Bjarkar.
„Ákvörðun um lausn frá embætti
um stundarsakir er íþyngjandi
ákvörðun og bar lögreglustjóra í því
ljósi að rannsaka til hlítar og af hlut-
lægni þær ávirðingar sem bornar
höfðu verið á stefnda. Slík rannsókn
fór ekki fram … Hún kvaðst heldur
ekki muna niðurstöður innanhúss-
athugunar [sem] send var ríkis-
saksóknara og mun meðal annars
hafa orðið grundvöllur þess að ríkis-
saksóknari ákvað að hlutast til um
að rannsókn færi fram á ætluðum
brotum stefnda. Hún kvaðst þó hafa
,,flett“ skýrslunni, en aldrei verið
„inni í neinu af þessu“,“ sagði meðal
annars í dómsorðum.
Naut trausts ráðherrans
Eftir að dómarnir féllu í október í
fyrra kvaðst Sigríður Andersen, þá
dómsmálaráðherra, bera fullt traust
til lögreglustjórans. Dómarnir væru
„brýning um að menn þurfa að gæta
meðalhófs. Þannig að þessir dómar
hafa ekki áhrif á hennar stöðu,“
sagði ráðherrann.
Það gerðist svo í fyrravor að Sig-
ríður Björk sendi samstarfsmönnum
sínum bréf þar sem hún boðaði
breytingar á stöðum yfirmanna hjá
embættinu. Hún kvaðst ekki skynja
óróleika vegna þessa.
Í júní síðastliðnum svaraði þáver-
andi dómsmálaráðherra, Þórdís Kol-
brún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrir-
spurn frá Söru Elísu Þórðardóttur,
Pírötum, um greiðslur lögreglu-
stjórans á höfuðborgarsvæðinu til
sérfræðinga. M.a. var spurt um
greiðslur vegna ætlaðra eineltis-
mála. „Sérfræðikostnaður vegna
ætlaðra eineltismála liggur ekki
fyrir þar sem ekki er hægt að greina
heildarkostnað ætlaðra eineltis-
mála,“ sagði í svarinu. Að sama
skapi væri „ógerlegt“ að svara í
stuttu máli fyrirspurn um kostnað
við tilfærslur á starfsmönnum hjá
lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á
embættistíma Sigríðar Bjarkar. Á
þeim tíma hafa sex ráðherrar farið
með dómsmál.
Að minnsta kosti þrír dómar féllu
gegn ríkinu í tíð Sigríðar Bjarkar
sem lögreglustjóri á Suðurnesjum.
Tveir lögreglumenn á Suður-
nesjum unnu mál gegn ríkinu sem
þeir höfðuðu vegna framgöngu Sig-
ríðar Bjarkar sem lögreglustjóra.
Annað málið tengdist því sjónar-
miði Sigríðar Bjarkar að starfs-
lokasamningur, sem forveri hennar
í embætti lögreglustjóra á Suður-
nesjum gerði, væri ógildur. Hæsti-
réttur staðfesti greiðsluskyldu
embættisins. Lögreglumaðurinn
hafði glímt við erfiðan sjúkdóm.
Var veitt lausn úr embætti
Hitt málið varðaði þá ákvörðun
lögreglunnar á Suðurnesjum að
leysa lögreglumann frá störfum
sem glímdi við heilsubrest.
Var uppsögnin dæmd ólögmæt
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Þá varðar eitt málið m.a. máls-
meðferð. Í nóvember 2015 felldi
Hæstiréttur dóm í fjársvikamáli
sem varðaði þroskaskertan mann.
Fundið var að rannsókn lögregl-
unnar á Suðurnesjum, sem Sigríður
Björk stýrði þá. Tvö og hálft ár
hefðu liðið frá því að rannsókn lauk
þar til ákæra var gefin út og tæp
sex ár frá kæru. Taldi Hæstiréttur
að sá „fáheyrði dráttur á rannsókn
málsins og saksókn [væri] vítaverð-
ur“ og í „hróplegu ósamræmi“ við
stjórnarskrána og mannréttinda-
sáttmála Evrópu.
„Þegar gætt er að þeim óhæfi-
lega drætti sem orðið hafði á með-
ferð málsins hjá lögreglustjóranum
á Suðurnesjum, áður en ákæran var
gefin út, var enn brýnni ástæða en
ella til að meðferð þess drægist
ekki frekar en þörf krafði. Til-
greindur dráttur á málsmeðferð-
inni fyrir Hæstarétti er því jafn-
framt ámælisverður.
Af þessum sökum verður ekki hjá
því komist að skilorðsbinda að fullu
refsingu ákærða á þann veg sem í
dómsorði greinir,“ sagði í dóms-
orðum. Síðar átti Hæstiréttur eftir
að finna að málsmeðferð í embætt-
istíð Sigríðar Bjarkar á höfuðborg-
arsvæðinu.
Hæstiréttur átelur vinnubrögðin
Óhóflegur dráttur í fjársvikamáli Lögreglan á Suðurnesjum tapaði málum
Morgunblaðið/Þórður
Hæstiréttur Málsmeðferð Sigríðar Bjarkar kom til kasta dómsins.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lög-
reglustjóri á höfuðborgarsvæðinu,
segir embættið hafa náð miklum
árangri við að vinna á málafjölda.
„Við erum með ágætis mála-
stöðu. Málum hefur fjölgað mikið.
Fleiri mál koma inn en áður, en á
móti hafa afköst aukist verulega.
Það höfðu mörg mál safnast upp á
ákærusviði en við fórum í að laga
það. Þetta voru aðallega um-
ferðarmál. Við tókum þau út fyrir
sviga og fórum í sérmeðferð á
þeim. Þannig að við erum komin á
mjög fínan stað á ákærusviðinu og
hefur framleiðnin aukist úr 600
málum í 900 mál á mánuði. Sama
gildir í almennu deildinni,“ segir
Sigríður Björk um árangurinn.
Hún segir aðspurð starfsandann
góðan hjá lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu. „Starfsandinn
hefur aldrei verið betri. Við höfum
aldrei skorað betur í könnunum og
stjórnun var í fjórum af fimm
bestu svörunum okkar í stofnun
ársins. Það er hins vegar gríðarleg
óánægja með laun og það er mjög
mikið álag. Við erum því að gera
Gallup-könnun til að mæla álagið.
Við erum að gera þriðju jafnréttis-
könnunina til að meta hvernig báð-
um kynjum líður. Konum hefur
fjölgað mikið hjá okkur. Við þurf-
um að gæta þess að þetta sé
vinnustaður sem hentar öllum.“
Starfsandinn hefur aldrei
verið betri hjá lögreglunni
LÖGREGLUSTJÓRI BENDIR Á ÁRANGUR