Morgunblaðið - 26.10.2019, Side 20

Morgunblaðið - 26.10.2019, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2019 HRAFNHILDUR INGA SIGURÐARDÓTTIR Sýning í Gallerí Fold 26. október – 9. nóvember 987,9 hektóPasköl Rau›arárstígur 12–14, sími 551 0400 · www.gallerifold.is SÝNINGIN OPNAR KL. 14 LAUGARDAGINN 26. OKTÓBER Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Skógarhögg er vandasamt og því var kærkomið að fá fróðleik og leið- sögn frá manni sem gjörþekkir bæði vinnubrögð og nýtingu viðar,“ segir Sævar Hreiðarsson, skógarvörður í Heiðmörk. Á dögunum komu 15 skógarhöggsmenn af öllu landinu saman í Heiðmörk þar sem danski skógfræðingurinn Espen Kirk Jen- sen, sem starfar hjá Óslóarborg, leiðbeindi Íslendingunum um bestu vinnubrögðin við trjáfellingar og fleiri sem þeim fylgir. Norska sendiráðið á Íslandi kost- aði heimsókn Jensen og sömuleiðis lagði Skógræktarfélag Reykjavíkur verkefninu lið með ýmsu móti. Velja réttu trén Hvernig á að fella tré? Að mörgu er að hyggja, svo sem með tilliti til öryggis þegar trjábolur er sagaður niðri við jörð. Gæta þarf þess að tréð falli í rétta átt og komi mjúklega nið- ur svo greinar laskist ekki. Þá skipt- ir líka miklu við grisjun skógarlunda að velja réttu trén, svo þau sem áfram standa hafi sem best svigrúm til áframhaldandi vaxtar. Einnig að samfella sé í gróðrinum, svo áfram haldist skjól fyrir veðri og vindum. Fór Espen Kirk Jensen líka mjög ítarlega í þetta atriði á námskeiðinu, en vettvangur þess var í norska lundinum, sem er nyrst og austast í Heiðmerkurskógum. Í hann var plantað fyrir um hálfri öld; þar eru nú stór og stæðileg grenitré og var tímabært að fella nokkur þeirra. „Þetta gekk allt eins og í sögu, enda höfðum við góðan leiðbeinanda,“ segir Sævar. „Hingað til hafa ís- lenskir skógarhöggsmenn í raun lært vinnubrögð við grisjun hver af öðrum. Því var mjög gott núna að fá leiðbeiningar úr nýrri átt. Þetta var mjög áhugavert námskeið.“ Stofna félag Hundruð íslenskra bænda stunda nú skipulagt skógræktarstarf. Víða eru þessir skógar, til dæmis á Aust- ur- og Suðurlandi, nú orðnir 20-30 ára og víða kominn tími á fyrstu grisjun. Gildir þá að vanda til verka, enda er viðurinn sem til fellur dýr- mæt auðlind. „Við sjáum fram á að víðfeðm skógarlönd verði grisjuð á næstu löndum og þá er mikilvægt að byggja á þekkingu. Þá erum við skógarhöggsmenn einnig með í skoðun að stofna félag, því mönnum í faginu fjölgar, segir Sævar. Straurar og borðviður Víða eru orðnar miklar nytjar af grisjunarvið sem fellur til í skógum landsins. Talsvert er um að tré séu kurluð niður og þau nýtt sem eldi- viður. Þá nýtast mjóar spírur ágæt- lega sem girðingarstaurar. Úr stórum og breiðum borðum fæst síð- an ágætur bolviður; birki, lerki, sitkagreni og stafafura. Hafa jafnvel heilu húsin verið byggð úr íslenskum við – ytra byrði jafnt sem innviðir. Reynslan af því er góð. Ljósmynd/Aðsend Sagað Skógræktarmenn af öllu landinu sóttu námskeiðið en norska sendiráðið á Íslandi stóð straum af því. Grisja skóginn af þekkingu Skógarvörður Gott að fá leiðbeiningar, segir Sævar Hreiðarsson, skógar- vörður í Heiðmörk. Nú eru liðin 70 ár síðan ræktunarstarf þar hófst.  Dani frá Noregi leiðbeindi Íslendingum um nytjar af skóginum  Felldu tré í norska lundinum í Heiðmörk  Víða þarf að grisja í bændaskógum um landið Morgunblaðið/Sigurður Bogi „Við munum ekki flýta okkur í sam- einingarmálum,“ segir Árni Eiríks- son, oddviti Flóahrepps. Sveitarfélag- ið nær yfir lágsveitir Árnessýslu; það er sveitirnar fyrir austan Selfoss og Stokkeyri að Þjórsá, milli strandar og Hvítár. Sveitarfélagið varð til við sameiningu Hraungerðis-, Villinga- holts- og Gaulverjabæjarhrepps árið 2006 og voru íbúar þá 551 talsins. Á þeim þrettán árum sem síðan eru lið- in hefur íbúum fjölgað um 17% og eru þeir nú 684. „Eins og sakir standa sjáum við enga knýjandi þörf á sameiningu við önnur sveitarfélög,“ segir Árni. Sem kunnugt hefur sveitarstjórn- arráðherra boðað átak í sameiningu sveitarfélaga. Lagt er til að lág- marksíbúafjöldi verði 250 frá sveit- arstjórnarkosningum árið 2022 en 1.000 eftir kosningarnar árið 2026. „Stjórnvöld hafa áður boðað átak í sameiningarmálum, átaksverkefni sem svo hafa runnið út í sandinn. Eigi að síður virðist okkur sem nú sé meiri þungi í málinu og því eru valkostir í sameiningarmálum hér skoðaðir,“ segir Árni. „Sameining Flóahrepps og annarra sveitarfélaga er algerlega opin bók og eðli máls samkvæmt mik- ilvægt að flýta sér hægt og vinna mál- in með íbúum. Þessi máli voru tals- vert skoðuð og rædd í Árnessýslu á síðasta kjör- tímabili en sú vinna leiddi ekki til stórra hluta. Athugun þá hafi hins vegar leitt í ljós að til dæmis sameining Ár- borgar og Flóa- hrepps þýddi mun minni framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en nú fást. Í dag velti Flóahreppur um 800 milljónum króna á ári og af því séu framlög úr jöfnunarsjóðnum um það bil þriðjungur. „Niðurstaða sameiningaviðræðna undanfarin ár var sú að sameining borgaði sig ekki. Núna hefur ráðherra hins vegar boðað að skyldugri sam- einingu fylgi aukin framlög frá ríkinu og verði raunin sú erum við með allt önnur spil á hendi,“ segir Árni. Í Flóaskóla eru í dag rúmlega1 00 nemendur í 1.-10. bekk og í leikskól- anum um 50 nemendur. Í skoðun er, að sögn oddvitans, að bæta íþrótta- aðstöðu við skólana og eins byggja íbúðarhúsnæði, en talsverð eftirspurn sé eftir slíku nú jafnhliða fjölgun íbúa. Sveitarsjóður hafi líka svigrúm í slík verkefni. sbs@mbl.is Þörf á sameiningu er ekki knýjandi  Fara sér hægt í Flóa  684 íbúar Árni Eiríksson Villa í korti um útfar- ir á landsbyggðinni Hér að ofan birtist rétt kort um fjölda útfara á landsbyggðinni á föstudögum og laugardögum, sem sagt var frá í blaðinu í gær. Línurnar voru ekki rétt merktar og er beðist velvirðingar á mistökunum. Miðstöð tilbúin 2022 Ranglega var sagt í fyrirsögn á bls. 6 í blaðinu í gær að íþróttamiðstöð Fram yrði tilbúin 2020. Líkt og kom fram í fréttinni sjálfri verður hún tilbúin árið 2022. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Útfarir á lands- byggðinni 2012-2019 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 ’19 400 350 300 250 200 Föstudagar Laugardagar Ríkisstjórn Ís- lands, Háskóli Ís- lands og Stofnun Vigdísar Finn- bogadóttur í er- lendum tungu- málum hyggjast koma á fót al- þjóðlegum verð- launum í tilefni þess að hinn 15. apríl á næsta ári verður Vigís Finnbogadóttir 90 ára og 29. júní sama ár verða 40 ár liðin frá sögulegu forsetakjöri hennar. Verða þau veitt í fyrsta sinn á af- mælisdegi Vigdísar á næsta ári. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að veita fimm milljónir kr. til verðlaunanna auk fimm millj- óna til afmælishátíðar til heiðurs Vigdísi. Verðlaunin verða veitt þeim sem skarað hefur fram úr með störfum sínum í þágu menningar og þá einkum tungumála að því er fram kemur í fréttatilkynningu for- sætisráðuneytisins. Ný verðlaun kennd við Vigdísi forseta Vigdís Finnbogadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.