Morgunblaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2019 ÚR BÆJARLÍFINU Óli Már Aronsson Hellu Bæjarhellan er nafn á skemmti- legum og fræðandi viðburði sem stendur yfir eina viku í senn, á hverju ári í Grunnskólanum á Hellu. Þetta er nokkurs konar þemavika sem allir nemendur skólans taka þátt í og er farið í allskonar verkefni sem ekki teljast endilega hefðbundin skólaverkefni. Valið er í bæjarráð og kosinn bæjarstjóri. Þá er stofnað til margskonar starfsemi, m.a. kvik- myndagerðar, fréttastofu, bakarí sett á laggirnar og margt fleira gert eins og í venjulegum bæjarfélögum. Notaður er sérstakur gjaldmiðill sem nefnist ekki króna, heldur hella. Á lokadegi Bæjarhellunnar er haldinn markaðsdagur þar sem af- rakstur vikunnar er markaðssettur og hellur notaðar til að kaupa ýmsan varning og til að greiða fyrir þátt- töku í ýmsum keppnum og þrautum. Verkefnið hófst fyrir 7 árum og er meðal annars ætlað að efla samstarf foreldra og barna í skólanum.    Það er óhætt að segja að Harpa Rún Kristjánsdóttir hafi slegið í gegn með sinni fyrstu ljóða- bók, Eddu, sem kom út í vikunni. Hún hlaut bókmenntaverðlaun Tóm- asar Guðmundssonar árið 2019 sem eru veitt einu sinni á ári fyrir hand- rit að óútgefinni ljóðabók og eru verðlaunin þetta árið 800 þúsund kr. Harpa hefur áður sent frá sér tvær bækur í samstarfi við ljósmyndara, On the road in Iceland árið 2016 og In and out of sight at Þingvellir – í og úr sjónmáli 2018. Auk þess hafa textar hennar og smásögur birst í blöðum, tímaritum og safnritum. Harpa Rún er fædd og upp alin á Hólum í Rangárþingi ytra og býr þar, við Heklurætur. Henni eru færðar hamingjuóskir með verð- launin.    Framkvæmdir standa nú yfir við viðbyggingu við Íþróttahúsið á Hellu. Grunnflötur stækkunarinnar er 260 fm á tveimur hæðum, 520 fm alls. Neðri hæðin verður nýtt sem áhaldageymsla fyrir húsið og verður tekin í notkun um næstu áramót. Efri hæðin verður fyrir líkamsrækt- arsal og jógaaðstöðu og að hluta til fyrir fundaraðstöðu, en hún verður tilbúin næsta vor. Íþróttahúsið hefur verið í mjög góðri nýtingu frá því það var byggt fyrir 20 árum og mun þessi stækkun auðvelda og auka alla starfsemi þar. Kostnaðaráætlun er upp á 150 milljónir króna, en þess má geta til gamans að kostnaðurinn við byggingu hússins fyrir 20 árum var um 120 milljónir á verðlagi þess tíma.    Oddabrú er vinnuheiti á brú sem verið er að byggja yfir Þverá rétt neðan við Odda á Rangár- völlum. Vinnan hefur gengið hægt en stöðugt og nú er verið að undir- búa flutning á stálbitum brúarinnar á brúarstæðið. Allri stálsmíði er lok- ið og sér fyrir endann á zinkhúðun, álhúðun og málun. Stálbitarnir sem bera munu hina 92 m löngu brú uppi eru fullunnir hjá Vélsmiðjunni Stál- stjörnum á Seyðisfirði og fluttir það- an landleiðina á brúarstæðið við Þverá. Annað efni til brúarsmíð- innar er komið á brúarstæðið og verktakinn og byggingarfélagið Mikael ehf. á Höfn í Hornafirði er í startholunum að klára verkið. Það styttist því verulega í að þessi lang- þráða samgöngubót og öryggisleið opnist fyrir almenna umferð.    Sameiningarmál sveitarfélaga eru að komast í brennidepil rétt einu sinni og að oddviti Mýrdalshrepps hefði sent sveitarstjórnum Vestur- Skaftafellssýslu og Rangárvalla- sýslu tilmæli um að skoða samein- ingarmál yfir allt svæðið. Þegar sveitarstjórinn í Rangárþingi ytra var spurður um málið kvað hann þessa umræðu hafa komið upp með- al sveitarstjórnarfólks hér um slóðir nokkrum sinnum á síðustu árum en það hefur engin formleg afstaða ver- ið tekin í okkar sveitarstjórn. „Ég reikna með því að þetta verði rætt á næsta sveitarstjórnarfundi nú í nóv- ember og fyrirfram myndi ég telja það líklegt að fólk teldi áhugavert að láta kanna þennan möguleika og skoða hvaða tækifæri gætu þarna legið fyrir okkar sveitarfélag.“ Ljóst er að mjög skiptar skoðanir eru um sameiningar eins og hefur verið gegnum árin.    Brunavarnir Rangárvallasýslu hafa keypt fjögur bil í iðnaðarhús- næði sem nú er að rísa við Dynskála 49 á Hellu. Um er að ræða óinn- réttað stálgrindarhús sem klætt er með samlokueiningum. Samtals eru bilin 319 fm með 111 fm millilofti. Reiknað er með að húsið verði tilbú- ið til innréttingar fyrir áramót og verið er að undirbúa útboð á þeim verklið en reiknað er með að taka húsnæðið í notkun á næsta ári. Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Markaðsdagur Bæjarhellan nefnist þemavika Grunnskólans á Hellu og lokadagur hennar nefnist markaðsdagur. Oddabrú yfir Þverá í burðarliðnum SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.