Morgunblaðið - 26.10.2019, Page 32

Morgunblaðið - 26.10.2019, Page 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2019 W W W. S I G N . I S Fornubúðir 12, 220 Hafnarfjörður │ S: 555 0800 │sign@sign.is Dreifing búsetu á stórhöfuðborg- arsvæðinu hefur auk- ið vegalengdir milli heimila og vinnu- staða. Þessi þróun og nokkurra ára stöðnun í uppbyggingu um- ferðarmannvirkja hafa svo stöðugt aukið umferðarþungann og lengt biðraðir öku- tækja um alla borg. Gegnumumferð um íbúðarhverfi eykst Við þessar aðstæður eiga óþolin- móðir ökumenn það til að flýja um- ferðarteppur á stofn- og tengibraut- um inn í þröngar götur íbúðarhverfa þar sem börn eru á ferð til og frá skólum sínum. Umferðartalning sýndi t.d. umtalsverða aukningu um- ferðar gegnum Haga- og Melahverfið í kjölfar breytinga á Hofsvallagötu. Fylgjast verður vel með þessari óheillaþróun og sporna við henni. Öryggi barna Borgaryfirvöld hafa svo bætt gráu ofan á svart með því að standa öðrum sveitarfélögum langt að baki í sam- ræmdum umferðarmerkingum í sam- ræmi við umferðarlög. Þetta á ekki síst við um merkingar gangbrauta. Þetta er forkastanlegt ábyrgðarleysi gagnvart öryggi og velferð barna. Í stað þess að huga að öryggi þeirra og gera ungum börnum auðveldara að læra á umhverfi sitt og hættur þess með einföldum, skýrum og lögbundn- um merkingum gangbrauta hafa borgaryfirvöld sofið á verðinum með margbreytilegum, óskýrum og jafn- vel ruglandi merkingum. Það er löngu tímabært að gera sér- stakt átak í skýrri, samræmdri og lögboðinni merkingu gangbrauta og gönguleiða fyrir börn í nágrenni skól- anna þeirra. Merkingarnar þurfa að vera auðskildar, greinilegar og vel sýnilegar. Fjarlægja þarf gróður og aðra fyrirstöðu sem byrgir sýn, hvort sem er fyrir börnum og vegfarendum eða ökumönnum. Bæta þarf lýsingu og lengja tíma sem kveikt er á götuljósum. Útivist, hreyfing og öryggi Það er beinlínis ábyrgðarhluti að hvetja börnin og foreldra þeirra til að ganga eða hjóla í skólann ef við gerum ekkert til að bæta öryggi í hvívetna. Allt of mörg dæmi hafa verið um óhöpp og slys á börnum á síðustu mánuðum en fram undan er nú skammdegið með myrkri og verri færð. Ef það er raunverulegur ásetn- ingur borgaryfirvalda að breyta ferðavenjum og stuðla að útivist og hreyfingu þarf jafnframt að huga að öryggi þeirra sem það gera. Stefnu- leysi í umferðarmerkingum vinnur gegn þessum ásetningi. Borgaryfir- völd hafa sýnt ótrúlegt ábyrgðarleysi í þessum efnum á meðan öll önnur sveitarfélög á landinu fara eftir lög- um og fyrirmælum varðandi gatna- framkvæmdir og umferðar- merkingar. Stór orð um miklar framkvæmdir Nú er mikið talað um að bretta upp ermar og fara í stórframkvæmdir samkvæmt samgöngusáttmála, en þar er hvergi að finna eina einustu ábendingu um að taka á þessu vanda- máli: Öryggi barna og annarra veg- farenda inni í hverfunum, á íbúðagöt- unum og við skólana. Kostnaður við þessar einföldu lag- færingar, að samræma og einfalda merkingar á gönguleiðum barna í skólahverfum, hleypur ekki á tugum milljarða. En hvað er mikilvægara en að tryggja öryggi barna í umferð- inni? Ómerkilegar merkingar Eftir Örn Þórðarson Örn Þórðarson »Fylgjast verður vel með þessari óheilla- þróun og sporna við henni. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Fjármálaráðherra hefur lagt fram frum- varp í annað sinn um að stofna þurfi þjóð- arsjóð til þess að vera einskonar áfallavörn fyrir þjóðarbúið ef á þurfi að halda í fram- tíðinni. Nota á arð úr fyrirtækjum lands- manna á næstu árum til að leggja í sjóðinn. Ætlunin er að þegar mest og best verði þá standi sjóðurinn í 3-400 milljörðum króna. Er skynsemi fólgin í því að stofna þjóðarsjóð þegar þjóðin skuldar fleiri hundruð milljarða? Vegakerfið komið að þolmörkum Á sama tíma berast af því fréttir að þeir fjármunir sem lagðir voru til á núverandi fjárhagsári hafi ekki dugað LHS og því þurfi að skera niður. Heil- brigðiskerfið er fjár- svelt og hefur verið um alltof langt skeið. Það vantar ekki bara inn- spýtingu í mannvirki, tæki og tól heldur þarf einnig að endurskoða kjarasamninga við heilbrigðisstéttina. Læknar, hjúkrunar- fræðingar og sjúkralið- ar eru að niðurlotum komnir og geta ekki lengur staðið vaktina undir öllu því álagi sem starfinu fylgir. Vegakerfið er löngu komið að þolmörkum hins skynsamlega nið- urskurðar og orðið hættulegt á stórum köflum. Svo ég tali nú ekki um kjör eldri borgara og öryrkja sem þarf að stórbæta. Húsið lekur og gluggarnir ónýtir Hverjum dettur í hug að spara peninga ef vera kynni að einhvern- tímann í framtíðinni gæti eitthvað hræðilegt gerst en á meðan á söfn- uninni stendur lekur húsið því þakið og gluggarnir eru ónýtir? Ætlum við að leggja til hliðar fjármuni á meðan við stóraukum skattheimtu heimilanna með ým- iskonar gjöldum og sköttum svo sem vegtollum? Ætlum við að liggja með 3-400 milljarða inn á banka- reikning á meðan fólkið okkar týnir lífi vegna fjársveltis í geðheilbrigð- ismálum? Forgangsröðum betur Við þurfum að forgangsraða bet- ur en raun ber vitni um, það getur ekki orðið forgangsatriði að leggja fjármuni til hliðar þegar við skerum niður hjá sjúkum og veikum. Við þurfum oftar að setjast niður og hugsa hvað myndi góður, skyn- samur og grandvar maður (bonus pater familias) gera. Þjóðarsjóður í skugga skattheimtu Eftir Hallfríði Hólmgrímsdóttur Hallfríður Hólmgrímsdóttir »Ætlum við að leggja til hliðar fjármuni á meðan við stóraukum skattheimtu heimilanna með ýmiskonar gjöldum og sköttum svo sem veg- tollum? Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Grindavík. Ert þú einstak- lingur sem langar til að láta gott af sér leiða en á erfitt með að gera það einn? Þá er Kiw- anishreyfingin rétti staðurinn fyrir þig. Kiwanis er hreyfing sjálfboðaliða sem vinn- ur að góðum málefnum í þágu barna, en þetta geta margir gert sam- an á öflugan hátt. Kiwanishreyfingin var stofnuð í Detroit í Bandaríkj- unum 21. janúar 1915. Fyrst var hreyfingin starfandi í Bandaríkj- unum og Kanada og óx hratt en átta árum eftir stofnun var heitinu breytt í „Kiwanis International“. Hreyf- ingin starfaði samt í Bandaríkjunum og Kanada í hálfa öld áður en ákveð- ið var að breiða hana út til annarra heimsálfa og þjóða eða árið 1961. Hreyfingin kom til Norðurlanda 10. janúar 1964 þegar fyrsti klúbburinn var stofnaður í Osló í Noregi. Aðeins fjórum dögum síðar var fyrsti klúbb- urinn stofnaður á Íslandi en það var Kiwanisklúbburinn Hekla í Reykja- vík og var hann níundi klúbburinn sem stofnaður var í Evrópu. Hvað er Kiwanis? Kiwanis er al- þjóðleg þjónustuhreyfing manna og kvenna sem hafa það að markmiði að taka þátt í að bæta samfélagið og láta gott af sér leiða undir kjörorð- inu: „Hjálpum börnum heimsins“. Í nútímasamfélagi er nóg af verk- efnum til að takast á við í þágu barna og má þar t.d. nefnda fíkniefnavanda og umhverfismál sem virðast liggja á okkar unga fólki sem hefur áhyggjur af framtíðinni. Þar getum við komið að og tekið til hendinni með aðstoð landsmanna og ekki síður þín kæri lesandi. Gakktu til liðs við okkur! Til að skilgreina Kiwanis í stuttu máli þá er þetta þjónustuhreyfing en ekki afþreyingarfélag og eignast fé- lagar vini í góðu starfi hreyfingar- innar. Kiwanis starfar fyrir opnum tjöldum enda er hér ekki um leyni- legan félagsskap að ræða, en við vilj- um einmitt vekja athygli á starfinu til þess að afla okkur stuðnings í þjónustustarfi okkar. Kiwanishreyf- ingin leggur áherslu á manngildi og eflingu félagskenndar meðal félag- anna. Hver kiwanis- klúbbur reynir að þjóna sem best því samfélagi þar sem hann starfar. Í Kiwanis eru kvenna-, karla- og blandaðir klúbbar og er hreyf- ingin ávallt tilbúin að aðstoða við stofnum nýrra klúbba og taka við nýjum félögum. Það þarf aðeins að senda póst á kiwanis@kiw- anis.is. Það verkefni Kiw- anishreyfingarinnar sem þekktast er í samfélaginu er K-lykillinn sem seldur er undir nafni landssöfnunar- innar „Gleymum ekki geðsjúkum“ en með þessu átaki hefur hreyfingin styrkt geðverndarmál fyrir á fjórða hundrað milljóna og vakið athygli á þessum sjúkdómi sem hefur verið mikið feimnismál þó svo að hann komi nánast við hverja einustu fjöl- skyldu í landinu. Kiwanis var að styrkja BUGL og PIETA-samtökin með samtals 20 milljónum núna í september sem kom úr síðustu söfn- un á K-lyklinum. Hjálmaverkefnið þekkja allir landsmenn, en markmið verkefn- isins er að stuðla að öryggi barna í umferðinni með því að gefa öllum fyrstubekkingum grunnskóla reið- hjólahjálma. Þetta var gert að lands- verkefni 2003 og hefur aðalstyrkt- araðili verkefnisins um árabil verið Eimskip. Á heimsvísu hefur hreyfingin unn- ið þrekvirki í mörgum málefnum eins og að útrýma joðskorti í heim- inum, en þetta verkefni var í sam- starfi við UNICEF. Hreyfingin hef- ur einnig unnið að stífkrampa- verkefni MNT (Maternal/Neonatal Tetanus) með UNICEF en það snýst um að lækna fæðingar- stífkrampa til bjargar mæðrum og ófæddum börnum þeirra í 39 lönd- um. Í dag eru 13 lönd ennþá að berj- ast við stífkrampa en í 26 löndum hefur tekist að eyða honum. Á landsvísu viljum við bæta við fleiri verkefnum í þágu barna og til að efla starf okkar og gera hreyf- inguna öflugri. Í þágu samfélagsins þurfum við á þér að halda og til að fá nánari upplýsingar um þessa öflugu hreyfingu sem Kiwanis er má fá nán- ari upplýsingar á www.kiwanis.is og einnig ef þið þekkið kiwanisfólk þá hafið endilega samband og fáið að mæta á fund ykkur til gamans og kynningar á Kiwanis. Einnig vil ég þakka fyrir hönd hreyfingarinnar allan þann stuðning við safnanir og starf okkar sem landsmenn hafa veitt okkur í gegn- um tíðina. „Gakktu til liðs við okk- ur.“ Tómas Sveinsson » Á landsvísu viljum við bæta við fleiri verkefnum í þágu barna og til að efla starf okkar og gera hreyfinguna öfl- ugri. Höfundur er umdæmisstjóri Kiwanis- umdæmisins Ísland-Færeyjar. Eftir Tómas Sveinsson Gakktu til liðs við okkur! Bílar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.