Morgunblaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2019 ✝ Hjálmar Sum-arsveinn Sig- marsson fæddist 24. apríl 1919 í Svína- vallakoti í Unadal í Skagafirði. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Norður- lands á Sauðárkróki 13. október 2019. Foreldrar hans voru Sigmar Þor- leifsson, f. 15.10. 1890, d. 27.2. 1968, og Kristjana Sigríður Guðmundsdóttir, f. 14.9. 1889, d. 10.3. 1945. Hjálmar var fjórði í röð átta bræðra. Bræður hans eru: Guð- mundur, f. 3.5. 1913, d. 13.7. 1993, Ingólfur, f. 23.7. 1914, d. 16.2. 1993, Finnbogi, f. 31.10. 1916, d. 9.8. 2004, Sigurbjörn M., f. 2.4. 1922, d. 23.4. 2015, Vil- helm, f. 5.3. 1925, Jakob, f. 25.2. 1928, d. 7.4. 1996, og Valgarð Hólm, f. 24.11. 1931, d. 7.2. 2018. Eiginkona Hjálmars var Guð- rún Hjálmarsdóttir frá Kambi í Deildardal í Skagafirði, f. 23.12. 1928, d. 8.1. 2018. Foreldrar hennar voru Hjálmar Pálsson, f. 3.3. 1904, d. 15.4. 1983, og Stein- unn Hjálmarsdóttir, f. 11.6. 1905, d. 15.7. 1942. barnabörn. 8) Guðfinna Hulda, f. 30.1. 1961, maður hennar er Steen Johansson. Hún á þrjá syni. 9) Haraldur Árni, f. 10.10. 1963, eiginkona hans er María Pétursdóttir. Þau eiga þrjár dæt- ur og tvö barnabörn. 10) Hjálmar Höskuldur, f. 20.9. 1965, kona hans er Linda Friðriksdóttir. Hann á þrjú börn og tvö barna- börn. Á æskuheimili Hjálmars var mikið sungið og spilað á harm- onikku og fleiri hljóðfæri milli sjósóknar og bústarfa. Hjálmar hneigðist snemma til búskapar. Þegar hann var 22 ára tók hann þriðjung af jörðinni Enni á Höfð- aströnd á leigu. Fjórum áður síð- ar keypti hann Hólkot og Svína- vallakot í Unadal og lagði jarðirnar saman undir Hólkot, sem varð framtíðarheimili stór- fjölskyldunnar. Vorið 1950 flutti til hans Guðrún Hjálmarsdóttir frá Kambi í Deildardal og varð hans lífsförunautur og varð þeim tíu barna auðið. Í Hólkoti bjuggu Hjálmar og Rúna frá árinu 1950 til 2015, þar til þau fluttu á Heil- brigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki, þar sem þau dvöldu síðustu æviár. Guðrún lést 8. janúar árið 2018, eftir tæplega 70 ára samveru þeirra hjóna. Útför Hjálmars fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, fyrsta vetrardag, 26. október 2019, klukkan 13. Jarðsett verður í Hofi á Höfðaströnd. Börn Hjálmars og Guðrúnar eru: 1) Steinunn, f. 29.4. 1951, eiginmaður hennar er Hafsteinn Ragnarsson. Þau eiga þrjú börn og níu barnabörn. 2) Kristjana Sigríður, f. 1.10. 1952, eig- inmaður hennar er Valdimar Birgisson. Þau eiga þrjú börn, tíu barnabörn og fjögur barna- barnabörn. 3) Guðmundur Uni Dalmann, f. 14.2. 1954, kona hans er Erla Unnur Sigurð- ardóttir. Hann á þrjú börn, tvö barnabörn og tvö barna- barnabörn. 4) Halldór Ingólfur, f. 30.1. 1955, eiginkona hans er Hulda Gísladóttir. Þau eiga fjög- ur börn og fimm barnabörn. 5) Ingibjörg Ásta, f. 10.3. 1956, eig- inmaður hennar er Sigurður Þorleifsson. Þau eiga fjögur börn og fjögur barnabörn. 6) Guðrún Hjálmdís, f. 25.1. 1958, eiginmaður hennar er Grétar Jakobsson. Þau eiga fjögur börn og sjö barnabörn. 8) Jakobína Helga, f. 20.8. 1959, eiginmaður hennar er Þórarinn Þórðarson. Þau eiga fjögur börn og átta Elsku pabbi okkar. Þegar við lokum augunum og hugsum um þig sjáum við þig standa í dyragættinni í Hólkoti glaðan og brosandi, þannig munum við minnast þín um ókomna tíð. Glaðværð þín, já- kvæðni og viðhorf til lífsins fylgdi okkur í gegnum uppvaxt- arárin og kenndi okkur að líta alltaf á björtu hliðarnar í lífinu. Ávallt varstu tilbúinn að styðja okkur og hvetja. Óendanlegt þakklæti þitt fyrir lífið og fólkið þitt lýsir þér best, stoltur af barnahópnum og afkomendum þínum sem var þitt ríkidæmi. Þú varst hæverskur og háttvís í allri framgöngu og vinamargur. Æskuheimili okkar, Hólkot og dalurinn, sem þú valdir var þín og okkar paradís þar sem við undum okkur vel. Allt þitt líf snerist um stóra heimilið og bú- skapinn. Velferð heimilisins og dýr- anna þinna var þér ætíð mik- ilvæg og þú sást til þess allt blómstraði sem best. Óhætt er að fullyrða að heim- ili þitt og mömmu hafi verið kærleiksríkt og faðmur ykkar alltaf opinn okkur og öllu fólk- inu ykkar. Sérstaklega sýnduð þið þakk- lætið og faðm ykkar yfir því að fylgja okkur svona lengi og er- um við ykkur einnig þakklát fyrir þá fylgd og faðm. Elsku pabbi okkar, nú ertu kominn til mömmu og nú eruð þið sameinuð á ný. Með hjart- ans þökk, og minningarnar munu hlýja okkur um ókomna tíð. Við kveðjum þig með ljóði Erlu Jónsdóttur frá Kambi: Á hólnum stendur heiðursvörð, horfir yfir sína jörð. Þekkir bæði móa og börð, mýrardrög og fjallaskörð. Hér býr dalahöfðinginn, heiðursmaður gestrisinn. Drottinn blessi daginn þinn, dyggðum prýddur Hjálmar minn. Hvíldu í friði, elsku pabbi okkar. Þín börn Steinunn, Kristjana, Guð- mundur, Halldór, Ingi- björg, Guðrún Hjálmdís, Helga, Hulda, Haraldur og Hjálmar Höskuldur. Hjálmar Sigmarsson ✝ Þuríður El-ínborg Haralds- dóttir fæddist á Gufuskálum á utan- verðu Snæfellsnesi 25. mars 1945. Hún andaðist á gjör- gæsludeild Land- spítalans við Hring- braut 22. september 2019 eftir stutt veik- indi. Blóðforeldrar hennar voru Ingólfur Janus Ís- ólfsson, verslunarmaður í Reykjavík, f. 3. mars 1906 á Stokkseyri, d. 2. nóvember 1969, og Margrét Lydía Þórðardóttir Theil, f. 15. janúar 1919 á Gufu- skálum, Snæfellsnesi, d. 8. sept- ember 1946. Systkin sammæðra: Lárus Ágústsson, f. 5. nóvember 1943. Kjörforeldrar hennar voru þau Haraldur Briem Ólafsson bankafulltrúi í Búnaðarbanka Ís- lands, Reykjavík, f. 12. júlí 1909 á Fáskrúðsfirði, d. 17. júlí 1989, og Viktoría Margrét Ísólfsdóttir, bankastarfsmaður í Seðlabanka Íslands, f. 11. apríl 1902 á Stokks- eyri, d. 4. september 1998. Við eins og hálfs árs aldur lést móðir Þuríðar og flutti hún í kjöl- farið með móðurömmu sinni til uðina þar sem hún var þunguð af frumburði sínum. Þuríður hélt heimili ásamt Snorra eiginmanni sínum fyrst við Miklubraut, síðan í kjall- araíbúð í húsi foreldra sinna og að lokum við Kleppsveg þar sem fjölskyldan bjó er Ingólfur, seinna barn Þuríðar, fæddist. Árið 1974 fluttist fjölskyldan austur á Selfoss þar sem Þuríður og Snorri byggðu hús er þau bjuggu í fram til ársins 2004 en innan þess tíma er bygging húss- ins tók skaut Ólafur Tryggvi Ólafsson, garðyrkjubóndi að Stuðlum Ölfussi og bróðir Snorra og eiginkona hans, Svanhildur, yfir fjölskylduna skjólshúsi í lít- illi íbúð tengdri pökkunar- aðstöðu gróðurhúsanna. Þuríður sinnti ýmsum störfum á Selfossi, starfaði t.d. á skrif- stofu Mjólkurbús Flóamanna, hjá Pósti og síma og við aðhlynningu á Ljósheimum. Þó svo að hús- mæðrastarfið hafi skipað stærst- an sess í lífi hennar sinnti hún einnig ýmsum félagsmálum, t.d. innan myndlistarfélags Árnes- sýslu og Sjálfstæðiskvennafélags Árnessýslu, þar sem hún var for- maður þess félags um skeið. Árið 2004 fluttu Þuríður og Snorri í nýtt hús, að Fosstúni 6, Selfossi, þar sem þau bjuggu saman uns Snorri lést, en Þur- íður dvaldist á Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði síðasta ár ævi sinnar. Útför Þuríðar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hennar. Reykjavíkur. Ári síðar var hún ætt- leidd af kjörfor- eldrum sínum, þ.e. föðursystur sinni, Margréti, og eigin- manni hennar, Har- aldi, er gengu henni í móður- og föð- urstað innan heim- ilis þeirra að Nökkvavogi 62 í Reykjavík. Innan heimilisins bjó einnig ung frænka hennar, Þuríður Ís- ólfsdóttir, sem hún leit ávallt á sem systur sína. Árið 1967 giftist Þuríður Snorra Jens Ólafssyni rafvirkja- meistara, f. 1944, d. 2015. Synir þeirra eru: Haraldur Tryggvi Snorrason, f. 1969, börn hans eru Þuríður Eygló, f. 2002, Snorri Þór, f. 2008, og Jóhannes Þór, f. 2011. Ingólfur Snorrason, f. 1974, en börn hans eru Viktoría, f. 2005, og Ísabella María, f. 2007. Áður hafði Snorri eignast dótturina Margréti Urði og son- inn Ottó Val Winther. Þuríður starfaði í Landsbank- anum Laugavegi 77 frá 1961- 1966, vann sem flugfreyja hjá Loftleiðum 1966-1969 en vann á skrifstofunni síðustu sex mán- Margar góðar minningar koma upp í hugann nú þegar Lilla frænka mín og uppeldissystir kveður. Föðursystir okkar, Mar- grét Ísólfsdóttur, og Haraldur Ólafsson maður hennar tóku Lillu í fóstur og kom hún inn á heimili þeirra í Nökkvavog 62. Þar bjuggum við einnig, móðir mín Alie Rita, föðuramma okkar Þuríður Bjarnadóttir og föður- bróðir, Eyjólfur Guðni. Mikið var ég glöð að fá þessa litlu frænku mína inn á heimilið, hún var á þriðja ári, falleg með ljósa lokka. Við urðum strax miklir mátar. Lilla eignaðist fljótt margar góðar vinkonur þar sem mörg börn bjuggu í götunni. Við undum okkur vel við leiki og ferðir í nágrenninu og þar voru enn bændur og búskapur, hestar, kýr og kindur í nágrenninu, og ófáar ferðir sem við fórum niður að Elliðaám, þar sem við gleymd- um okkur í leikjum. Þegar við vorum um tvítugt fórum við saman til London og vorum þar um tíma, vildum hressa upp á enskukunnáttu okk- ar, það var mjög skemmtilegur tími, hittumst við í fríum okkar og gerðum margt skemmtilegt í stórborginni. Einnig vorum við flugfreyjur hjá Loftleiðum nokkur ár. Lilla giftist Snorra Ólafssyni sumarið 1967, þau eignuðust tvo syni, Harald og Ingólf. Þau bjuggu í Reykjavík um tíma en fluttu á Selfoss þegar synirnir voru ungir og voru þar alla tíð. Lilla var glaðlynd, skemmtileg og mjög viðræðugóð, hafði áhuga á mörgu, t.d. málaði hún mikið á tímabili fallegar olíumyndir, átti brennsluofn og bjó til marga fal- lega hluti úr leir. Nú að leiðarlokum vil ég þakka henni allar góðar stundir sem við áttum saman, sendum sonum hennar og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Þuríður Ísólfsdóttir og fjölskylda. Þuríður Haraldsdóttir Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Sigrún Óskarsdóttir, guðfræðingur Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Sálm. 9.11 biblian.is Þeir sem þekkja nafn þitt treysta þér því að þú, Drottinn, bregst ekki þeim sem til þín leita. Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SONJU ÁSBJÖRNSDÓTTUR Gunnlaugsgötu 18, Borgarnesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Brákarhlíðar fyrir góða umönnun og hlýju. Örn R. Símonarson Unnur Hafdís Arnardóttir Bjarni Knútsson Ragnheiður Harpa Arnard. Guðjón Kristjánsson Jónína Erna Arnardóttir Vífill Karlsson barnabörn og barnabarnabörn. Sendum innilegar þakkir öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu INGIBJARGAR STEFANÍU EIÐSDÓTTUR, Þorsteinsgötu 17, Borgarnesi. Guðmundur Ingimundarson Margrét Guðmundsdóttir Jóhannes Ellertsson Pálmi Guðmundsson Elín Magnúsdóttir ömmubörn og langömmubörn Innilegar þakkir fyrir veitta samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar elskulega eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GARÐARS SIGURÐSSONAR vélvirkjameistara. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landspítalans, heimahlynningar og líknardeildar LSH fyrir alúðlegt viðmót. Erla Elísabet Jónatansdóttir Jónatan, Jenný, Erla Björg, Hrafnhildur Kristín og Drífa Garðarsbörn tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Við sendum innilegar þakkir öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar elskulegu HALLDÓRU KRISTÍNAR MAGNÚSDÓTTUR skólastjóra. Unnar Þór Böðvarsson Berglind Hákonardóttir Einar Viðar Viðarsson Kristrún Hákonardóttir Jökull Másson Böðvar Þór Unnarsson Guðrún Unnarsdóttir Jónas Unnarsson Sólveig Jónsdóttir og barnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.