Morgunblaðið - 26.10.2019, Síða 47

Morgunblaðið - 26.10.2019, Síða 47
ÍÞRÓTTIR 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2019 Ljósmynd/@handbollslandslaget Ég var ánægður með við- brögð hjá Ólafi Helga Kristjáns- syni þjálfara knattspyrnuliðs FH á miðvikudagskvöldið þegar hann var í hlutverki sérfræð- ings í þætti Stöðvar 2 Sport um Meistaradeild Evrópu sem þá var í gangi. Mark var skorað í einum leikjanna og þáttastjórnandinn spurði Ólaf strax hvernig hefði staðið á því að heimaliðið í umræddum leik fékk þetta mark á sig. Hvar voru mistökin gerð? Ólafur kvaðst geta svarað spurningunni á tvo vegu og hann vildi nú frekar horfa á þetta á þann veg að þarna hefði verið um fallegt og vel gert mark að ræða og fór í framhaldi af því yfir aðdrag- anda þess út frá sóknarleik liðsins sem skoraði. Fyrir kurt- eisissakir benti hann síðan á einhverja mögulega yfirsjón í varnarleik heimamanna. Er þetta ekki málið? Það virðist vera lenska þegar sér- fræðingar eru fengnir til að „kryfja“ leiki, sérstaklega í fót- boltanum, að það er endalaust verið að velta sér upp úr mis- tökum. Hvers vegna í ósköpunum fengu þeir/þær á sig þetta mark? Jújú, auðvitað gera ein- hverjir mistök en án þeirra yrði sennilega mest lítið um mörk í þessari íþrótt! Fótbolti er fyrst og fremst skemmtun, þótt sumir telji hann vera dauðans alvöru, og það er skemmtanagildið sem á að vera í fyrirrúmi. Líka í „krufningum“ sérfræðinganna í sjónvarpinu, enda ólíkt skemmtilegra að heyra og sjá þá útskýra fallegar sóknar- fléttur en hversu faglega lið og leikmenn fara að því að koma í veg fyrir að mörk séu skoruð. Án þess að lítið sé gert úr þeim þætti leiksins. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Átök Sveinn Jóhannsson tekur Fredric Pettersson föstum tökum í Kristianstad í gær. stórmóti og hann var ekki valinn í landsliðshópinn fyrir leikina tvo við Svía, en þegar Arnar Freyr Arnars- son dró sig út úr hópnum var kallað í Eyjamanninn sem virðist staðráðinn í að fara með íslenska hópnum til Malmö í janúar. Þessir menn og fleiri hljóta að valda Guðmundi hausverk þegar forföllin verða minni fyrir EM. Viggó flottur í fyrsta landsleik Viggó Kristjánsson er annar mað- ur sem kom inn í hópinn á lokametr- unum, eftir að Arnór Þór Gunn- arsson dró sig út, og þessi örvhenta skytta sem nú er farin að pluma sig í efstu deild Þýskalands komst mjög vel frá sínu í gær. Viggó fékk að spila síðasta korterið í þessum fyrsta landsleik sínum og á þeim tíma tókst Íslandi að snúa leiknum sér í vil, en hann átti stóran þátt í þremur síð- ustu mörkum Íslands. Aron Pálm- arsson skoraði síðasta mark Íslands, sem reyndist sigurmark eftir að Viktor Gísli Hallgrímsson varði í tví- gang vel en hann átti fínan leik fyrir aftan frábæra vörn. Sigvaldi Guðjónsson var marka- hæstur Íslendinga með fimm mörk en honum óx ásmegin í leiknum eftir að hafa farið illa með góð færi í byrj- un leiks, þegar Íslandi tókst ekki að skora á fyrstu tíu mínútunum. Stað- an var 13:11 fyrir Svía í hálfleik. Haukur átti frábæra innkomu í sókn Íslands í seinni hálfleik og Ólafur Guðmundsson kom einnig sterkur inn þá á sínum heimavelli, en fleiri mætti nefna og heilt yfir var leikur Íslands afar góður í vörn og sókn. Dominos-deild karla Grindavík – Njarðvík ........................... 78:66 Þór Ak. – ÍR .......................................... 75:85 Stjarnan – Keflavík ............................ 91:103 Staðan: KR 4 4 0 368:316 8 Keflavík 4 4 0 374:341 8 Haukar 4 3 1 385:354 6 Valur 4 3 1 366:351 6 Stjarnan 4 2 2 367:350 4 Tindastóll 4 2 2 345:337 4 ÍR 4 2 2 330:353 4 Grindavik 4 1 3 337:349 2 Fjölnir 4 1 3 336:361 2 Þór Þ. 4 1 3 313:338 2 Njarðvík 4 1 3 310:321 2 Þór Ak. 4 0 4 309:369 0 1. deild karla Hamar – Snæfell............................... 103:100 Staðan: Hamar 4 4 0 402:334 8 Vestri 3 3 0 311:218 6 Breiðablik 4 3 1 377:324 6 Höttur 3 2 1 263:258 4 Álftanes 4 2 2 326:336 4 Selfoss 3 1 2 209:244 2 Snæfell 4 1 3 296:361 2 Sindri 3 0 3 246:276 0 Skallagrímur 4 0 4 291:370 0 Svíþjóð Borås – Norrköping ............................ 82:76  Elvar Már Friðriksson skoraði 12 stig fyrir Borås og átti 3 stoðsendingar.  Staðan: Borås 10, Luleå 10, Wetter- bygden Stars 10, Köping Stars 8, Söder- tälje 6, Jämtland 4, Djurgården 4, Norr- köping 4, Umeå 4, Nässjö 2. NBA-deildin Detroit – Atlanta .............................. 100:117 Houston – Milwaukee ...................... 111:117 Golden State – LA Clippers ............ 122:141  og það er í raun svipað og Barcelona og Real Madrid. Tvö lið til viðbótar voru með aðeins minna og svo er ekki langt í næstu þrjú lið. Í sumar náðu rússnesku liðin í marga frábæra leik- menn, bæði úr NBA og frá sterkum liðum í Euroleague. Ég held að Rúss- arnir viti líka að þeir þurfi að borga meira til að fá leikmenn til sín heldur en til dæmis spænsk eða frönsk lið. Ekki að það sé neitt slæmt að búa hérna. Það hefur komið mér skemmtilega á óvart hversu vel ég kann við mig í Kazan.“ Mikil íþróttaborg Í Kazan og á því svæði búa um 1,2 milljónir manna. „Konunni minni líð- ur einnig mjög vel hérna og þetta hefur verið mjög þægilegt, en fólki þótti undarlegt að við værum að flytja til Rússlands. Kazan er flott borg og hér er mikið úrval af veit- ingastöðum og kaffihúsum sem mér líkar vel. Í borginni er margt í boði sem hentar ágætlega fyrir erlendu leikmennina og fjölskyldur þeirra. Hér eru til dæmis alþjóðlegir skólar sem kenna á ensku ef þeir eru með börn á skólaaldri. Hér mun hins veg- ar verða kalt og mikill snjór. Sá árs- tími er ekki byrjaður en mér skilst að hér verði snjór og myrkur. Kazan er mikil íþróttaborg. Íshokkíliðið er mjög gott og blakliðið er eitt það besta í Evrópu að mér skilst. Viðar Örn (Kjartansson) spil- ar með fótboltaliðinu hérna. Hjá okk- ur er ekki pakkað af fólki á leikj- unum enn sem komið er, því miður. En fólk fylgist vel með flestum íþróttagreinunum. Við höfum ekki byrjað vel og það hefur áhrif. Fólk mætir á stóru leikina og aðsóknin mun aukast þegar líður á tímabilið,“ sagði Haukur, en höllin þar sem liðið leikur heimaleiki sína tekur um 7.500 manns. Fer rólega af stað Haukur segist hafa farið rólega af stað í leikjum UNICS og á eftir að finna fjölina. „Ég spila mest þrist hérna og leysi stöku sinnum af sem fjarki í örfáar mínútur. Ég er ennþá að finna mig á vellinum og átta mig á hlutverki mínu í liðinu. Þegar ég kom út var ég frá æfingum vegna ökkla- meiðsla. Þetta byrjaði því hægt og um daginn fékk ég fingur í augað og himnan skrámaðist. Þá missti ég viku úr og ég er því ekki búinn að finna taktinn almennilega. Ég var fenginn til liðsins sem skotmaður og góður varnarmaður. Ég fæ því að spila minn leik hjá liðinu en þarf bara að koma mér í stand og finna minn sess í liðinu. Ökklinn truflar mig lítið en ég mun þurfa að fara aftur í myndatöku síðar,“ sagði Haukur Helgi í samtali við Morgunblaðið í gær. Stysta ferðalagið er 850 km  Haukur Helgi á ferð og flugi með UNICS Kazan  Kann vel við sig í borginni  Á eftir að finna taktinn með liðinu  Mikið fjármagn hjá rússnesku liðunum Morgunblaðið/Hari Sjóaður Haukur Helgi hefur búið í Bandaríkjunum, á Spáni, í Svíþjóð, Frakklandi og nú í Rússlandi. KÖRFUBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Haukur Helgi Pálsson, landsliðs- maður í körfuknattleik, er á ferð og flugi þessa dagana með liði sínu UN- ICS frá Kazan í Rússlandi, ýmist í deildakeppninni í ríkjum gömlu Sov- étríkjanna eða í Evrópubikarnum. „Fjarlægðirnar hérna eru fárán- legar. Stysta vegalengdin fyrir okkur til að fara í útileik er í Moskvu og þangað eru samt 850 kílómetrar. Við fljúgum því í alla leiki,“ sagði Haukur, sem á væntanlega eftir að hala inn vildarpunktana í vetur hjá flugfélögunum. Hann segir engan lúxus fylgja flugferðunum hjá liðinu. „Nei, nei. Þetta er bara áætlunarflug og maður er heppinn ef maður fær sæti við neyðarútgang,“ sagði Hauk- ur, en hér má skjóta því inn í fyrir lesendur sem ekki þekkja til að körfuboltamenn í þessum gæðaflokki eru margir hverjir meira en tveir metrar á hæð. Haukur er sem dæmi staddur í Minsk í Hvíta-Rússlandi og mun spila þar í dag en í deildinni eru einn- ig lið frá Kasakstan, Eistlandi, og Póllandi fyrir utan þau rússnesku. „Ekki er heldur alltaf beint flug í boði og þetta er strembið. Við erum búnir að vera meira eða minna á ferðinni en ofan á þetta bætist að við vorum bæði í Tyrklandi og Grikk- landi á undirbúningstímabilinu. Þetta tekur á líkamann. En nú tök- um við þrjá leiki á útivelli í röð og því mun koma tími þegar fleiri heima- leikir eru á dagskrá.“ CSKA Moskva er stórveldi Í deildinni eru þrettán lið og hún er mjög sterk. Samkvæmt nýlegri styrkleikaröðun á deildunum er ein- ungis spænska deildin metin sterkari af landskeppnunum í Evrópu. Rúss- ar setja miklar fjárhæðir í félagsliðin í íshokkí og einnig í knattspyrnunni síðustu árin. Eru miklir peningar í körfuboltanum í Rússlandi? „Já, mér sýnist það. Um daginn var birtur listi varðandi fjármagnið sem félögin hafa úr að spila. Á heild- ina litið eru líklega meiri peningar í Rússlandi en í öðrum deildum í Evr- ópu. CSKA Moskva getur eytt 32 milljónum evra samkvæmt listanum Leicester hefur byrjað leiktíðina í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta af- ar vel en liðið fór gjörsamlega á kostum í gærkvöld þegar 10. um- ferð hófst, með því að vinna South- ampton á útivelli 9:0. Hér er ekki um innsláttarvillu að ræða heldur jafnaði Leicester metið yfir stærsta sigurinn frá stofnun úrvalsdeild- arinnar árið 1992. Metið var áður alfarið í eigu Man- chester United sem vann Ipswich 9:0 árið 1995, en það var á heima- velli United. Í 131 árs sögu efstu deildar Englands hefur ekki unnist stærri útisigur en í gær. Ben Chilwell kom Leicester yfir á 10. mínútu og um leið fékk Ryan Bertrand rautt spjald. Í kjölfarið opnuðust flóðgáttir og skoruðu Ja- mie Vardy og Ayoze Pérez til að mynda þrennu hvor. sindris@mbl.is AFP Magnaðir Jamie Vardy og Ayoze Pérez skoruðu þrennu hvor í gærkvöld. Leicester vann stærsta útisigur í 131 árs sögu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.