Morgunblaðið - 26.10.2019, Síða 48
48 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2019
bæði í menntaskóla og háskóla í
Bandaríkjunum. Þar af leiðandi er
gott að vera innan um fólk sem
maður þekkir í Haukum og spila
með uppeldisfélaginu. Sérstaklega í
Ólafssal, en með tilkomu hans hefur
orðið heljarinnar breyting á aðstöð-
unni hjá okkur. Ekki það að hinn
salurinn á Ásvöllum hafi verið
slæmur. Hann var alltaf frábær. En
að vera í Ólafssal er önnur tilfinn-
ing. Mér finnst það vera besti
körfuboltavöllur landsins því þar er
mjög gott að spila,“ sagði Lovísa,
sem þróaði leik sinn í Bandaríkj-
unum og segir að mestu viðbrigðin
hafi verið að mæta líkamlega sterk-
um leikmönnum.
„Þar sem ég var úti í fimm ár
væri skrítið ef maður hefði ekki tek-
ið einhverjum framförum. En mér
fannst ég taka fullt af skrefum fram
á við, bæði hvað varðar sálræna
þáttinn og líkamlega þáttinn. Hér
heima hef ég alltaf verið í hávaxnari
kantinum en á körfuboltavelli í
Bandaríkjunum var ég bara nokk-
urn veginn í meðalhæð. Ég þurfti að
styrkja mig helling til að eiga mögu-
leika í þessar stelpur því þær voru
líkamlega sterkari en ég. Við spil-
uðum á móti risastórum liðum eins
og Duke sem dæmi. Liðum þar sem
bestu bandarísku leikmennirnir í
þessum aldursflokki eru.“
Hin bandaríska Seairra Barrett
er einng að koma beint úr há-
skólaboltanum og er rétt að hefja
feril sinn í Evrópu. Lovísa telur að
hún muni sækja í sig veðrið. „Hún
er örugglega snöggasti leikmaður
sem ég hef séð og er rosaleg
íþróttakona. Kannski var erfitt fyrir
hana að finna sig í Evrópu til að
byrja með,“ sagði Lovísa enn frem-
ur.
Hafa spilað
lengi saman
í Haukum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vörn Lovísa lokar á Salbjörgu Rögnu Sævarsdóttur í leik gegn Keflavík.
Lovísa góð viðbót hjá Haukum
Þurfti að styrkja sig í NCAA
HAUKAR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Lovísa Björt Henningsdóttir leikur
nú með Haukum á ný í Dominos-
deildinni í körfuknattleik. Þótt
Haukar hafi unnið þrjá af fyrstu
fjórum leikjunum er Lovísa þeirrar
skoðunar að liðið geti leikið betur
en það hefur gert hingað til.
„Þessi byrjun er nokkuð góð en
við höfðum samt sem áður vonast
eftir sigri í þessum fyrstu fjórum
leikjum. Við unnum heldur ekki
leikina eins örugglega og við
vildum. Að sumu leyti er þetta því
frekar hæg byrjun myndi ég segja,
miðað við það sem býr í liðinu,“
sagði Lovísa þegar Morgunblaðið
tók hana tali í gær. Hún segir að
þótt breytingar hafi orðið á leik-
mannahópnum hjálpi mjög til að
langflestar séu aldar upp í Haukum.
„Mér finnst ganga vel að hrista
hópinn saman. Eins og fram hefur
komið erum við flestallar uppaldar
Haukastelpur. Við erum með tvo út-
lendinga og tvær sem eru utan af
landi en annars höfum við flestar
æft saman síðan í minnibolta. Við
þekkjumst innan sem utan vallar.
Þar af leiðandi tók ekki langan tíma
að hrista hópinn saman en það hef-
ur tekið lengri tíma að ná því besta
fram inni á vellinum.“
Lovísa dvaldi í mörg ár í Banda-
ríkjunum og hafa körfuboltaunn-
endur hér heima lítið séð til hennar
frá því hún var á menntaskólaaldri.
Lovísa er 24 ára og er orðin mjög
öflug undir körfunni enda 185 cm á
hæð. „Ég dýrka að vera komin
heim. Ég hef ekki spilað hérna
heima í fimm ár eftir að hafa verið
MIÐHERJI:
Lovísa Henningsdóttir
Þjálfari: Ólöf Helga Pálsdóttir.
Aðstoðarþjálfari: Bjarni Magn-
ússon.
Árangur 2018-19: 6. sæti.
Íslandsmeistarar: 2006, 2007,
2009, 2018.
Bikarmeistarar: 1984, 1992, 2005,
2007, 2010, 2014.
Haukar hafa unnið Skallagrím,
Grindavík og Breiðablik en tapað
fyrir Keflavík í fjórum fyrstu um-
ferðunum. Næsti leikur er gegn
Snæfelli á útivelli á miðvikudag.
BAKVERÐIR:
Anna Lóa Óskarsdóttir
Auður Íris Ólafsdóttir
Bríet Lilja Sigurðardóttir
Dýrfinna Arnardóttir
Janine Gujit
Kolbrún Eir Þorláksdóttir
Magdalena Gísladóttir
Sigrún Björg Ólafsdóttir
FRAMHERJAR:
Eva Margrét Kristjánsdóttir
Jenný Geirdal Kjartansdóttir
Karen Lilja Owolabi
Rósa Björk Pétursdóttir
Seairra Barrett
Stefanía Ósk Ólafsdóttir
Lið Hauka 2019-20
KOMNAR:
Auður Íris Ólafsdóttir frá Stjörn-
unni
Dýrfinna Arnardóttir, úr fríi
Jenný Geirdal Kjartansdóttir frá
Grindavík
Lovísa Henningsdóttir frá Marist-
háskóla (Bandaríkjunum)
Seairra Barrett frá Pennsylvania-
háskóla (Bandaríkjunum)
FARNAR:
Hrefna Ottósdóttir í Tindastól
Lele Hardy, óvíst
Breytingar á liði Hauka
Haukakonur hafa þétt raðirnar og eru líklegar í
úrslitakeppni ef útlendingalottóið gengur upp.
Lovísa Hennings er komin heim frá Bandaríkj-
unum og færir liðinu þroska og reynslu með Auði
Írisi en síðan blómstra þessar ungu eins og Þóra
Kristín, Eva Margrét, Rósa, Anna Lóa og Sigrún
Björg. Það má alveg leiða að því líkum að ef Dýr-
finna bætist við þá komist þær jafnvel enn hærra.
Þær þurfa að sýna þolinmæði og yfirvegun í bæði sókn og vörn og
halda einbeitningu enda ungar enn þó að þær hafi reynslu. Ólöf Helga
hefur gott lag á þeim og stýrir liðinu vel.
Þær munu eiga í erfiðleikum með stöðugleika eins og önnur ung lið
og ætti það að vera eitt af markmiðum þeirra að ná honum.
Margrét Sturlaugsdóttir
um Hauka
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin:
KA-heimilið: KA/Þór – ÍBV................... L16
TM-höllin: Stjarnan – Valur .................. L16
Ásvellir: Haukar – Afturelding ............. L16
Kórinn: HK – Fram................................ L16
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Dalhús: Fjölnir – FH.............................. L18
Vestmannaeyjar: ÍBV U – Valur U....... S14
Kórinn: HK U – Selfoss.......................... S16
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild kvenna:
Blue-höllin: Keflavík b – Njarðvík ........ L16
Sauðárkrókur: Tindastóll – Hamar ...... L16
Dalhús: Fjölnir – Grindavík b ............... L16
Sauðárkrókur: Tindastóll – Hamar....... S13
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót karla, Hertz-deildin:
Laugardalur: SR – SA....................... L17.45
Íslandsmót kvenna, Hertz-deildin:
Egilshöll: Reykjavík – SA...................... L19
Egilshöll: Reykjavík – SA ................... S9.30
Enski boltinn á Síminn Sport
Manchester City – Aston Villa ......... L11.30
Burnley – Chelsea ............................. L16.30
Newcastle – Wolves ................................ S14
Liverpool – Tottenham...................... S16.30
Norwich – Manchester United ......... S16.30
UM HELGINA!
Mikael Anderson, leikmaður U21 árs
landsliðs Íslands í fótbolta, skoraði í
öðrum leiknum í röð fyrir topplið
dönsku úrvalsdeildarinnar Midtjylland í
gær. Liðið hafði þá betur gegn Esbjerg
á útivelli, 2:1. Mikael kom inn á á 61.
mínútu í stöðunni 1:0-fyrir Esbjerg og
skoraði sex mínútum síðar. Alexander
Scholz, fyrrverandi leikmaður Stjörn-
unnar, skoraði sigurmarkið. Midtjylland
er með 35 stig í toppsætinu, sjö stigum
meira en FC Kaupmannahöfn sem á
leik til góða.
Ein reyndasta knattspyrnukona
landsins, Dóra María Lárusdóttir, hef-
ur gert nýjan samning við Íslands-
meistara Vals. Dóra er leikjahæsta
Valskona á Íslandsmótinu frá upphafi
og á að baki 267 leiki í efstu deild. Auk
þess hefur hún leikið 114 A-landsleiki.
Dóra kom við sögu í öllum leikjum Vals
á nýafstöðnu Íslandsmóti og var í liði
ársins hjá Morgunblaðinu.
Víkingar í Reykjavík tilkynntu í gær
að fjórir leikmenn hefðu skrifað undir
framlengingu á samningum sínum við
knattspyrnudeild félagsins í vikunni, til
næstu tveggja ára. Það eru Davíð Örn
Atlason, Dofri Snorrason, Erlingur
Agnarsson og Nikolaj Hansen en þeir
hafa allir spilað með liðinu undanfarin
ár. Dofri lengst, eða frá 2013.
Knattspyrnudeild Fram hefur samið
við framherjann Alexander Má Þor-
láksson til næstu tveggja ára. Þessi 24
ára leikmaður skoraði 28 mörk í 21 leik
fyrir KF í 3. deild í sumar.
Þrír Íslendingar verða á meðal kepp-
enda á heimsmeistaramóti fatlaðra í
frjálsíþróttum sem fer
fram í Dubai 7.-15. nóv-
ember. Bergrún Ósk
Aðalsteinsdóttir úr
ÍR, sem er heims-
meistari ung-
menna í lang-
stökki, keppir í
langstökki, 100
metra og 200 metra
hlaupi, Stefanía
Daney Guðmunds-
dóttir, KFA/EIK, keppir
í langstökki og 400 m
hlaupi og Hulda Sigur-
jónsdóttir úr Ármanni
keppir í kúluvarpi.
Eitt
ogannað
Knattspyrnumaðurinn Árni Vil-
hjálmsson er á leiðinni í efstu deild
Úkraínu á nýjan leik, en hann yfir-
gaf pólska félagið Termalica Nie-
ciecza á dögunum.
Árni stóð sig vel hjá Chornomo-
rets Odesa í Úkraínu fyrr á árinu,
að láni frá pólska félaginu, og skor-
aði sjö mörk í tólf leikjum.
„Ég er að tala við lið í Úkraínu
núna sem ég mun að öllum lík-
indum skrifa undir hjá. Ég flýg út í
næstu viku og fer í læknisskoðun,“
sagði Árni við Fótbolta.net í gær en
gat ekki gefið upp nafn félagsins.
Árni Vilhjálms
aftur til Úkraínu
Ljósmynd/chernomorets.odessa.ua
Kunnugur staðháttum Árni
Vilhjálmsson þekkir til í Úkraínu.
Knattspyrnulið Fylkis hefur fengið
góðan liðsstyrk ungra leikmanna.
Eva Rut Ásþórsdóttir úr Aftureld-
ingu og tvíburarnir úr Keflavík, Ír-
is Una og Katla María Þórðar-
dætur, hafa samið við félagið en
allar þrjár eru þær í U19-landsliði
Íslands. Katla hefur leikið 33 leiki
með yngri landsliðum Íslands, Íris
22 og Eva 18, en allar eru fæddar
árið 2001.
Fylkir fékk einnig til sín Tinnu
Harðardóttur sem er fædd árið
2003 og uppalin í Breiðabliki. Hún á
að baki 9 leiki fyrir yngri landslið.
Fylkir fær öflugar
landsliðsstelpur
Ljósmynd/Fylkir
Reynslumikil Katla María hefur
leikið 77 leiki í meistaraflokki.