Morgunblaðið - 26.10.2019, Síða 50
50 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2019
AF BÓKMENNTUM
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Alls eru fjórtán bækur á áttanorrænum tungumálum til-nefndar til barna- og ung-
lingabókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs í ár, en verðlaunin verða
afhent við hátíðlega athöfn í Stokk-
hólmi þriðjudaginn 29. október í
tengslum við þing Norðurlandaráðs.
Markmið verðlaunanna er að styrkja
og efla norrænar bókmenntir fyrir
börn og unglinga ásamt því að auka
áhuga á norrænu menningarsamfél-
agi með því að vekja athygli á lista-
verkum sem skara fram úr. Sjónum
var á miðvikudag beint að framlagi
Finna, Færeyinga, Norðmanna og
Svía. Í dag er komið að framlagi
Álendinga, Grænlendinga, Dana,
Íslendinga og Sama.
Heimspekilegar spurningar
Framlag Álendinga í ár er sögu-
bókin På en trollsländas vingar eftir
Ann-Christin Waller sem Anni Wik-
berg myndskreytti og þýða mætti
sem Á vængjum drekaflugu. Bókin
samanstendur af fimm sögum systk-
ina sem eru allt frá kornabörnum til
átta ára. Þau
lenda í ýmsum
skemmtileg-
um ævintýrum
á mörkum
draums og
vöku. Áskor-
anir í draumheimum styrkja hug-
rekki barnanna og hjálpar þeim að
takast á við erfiðar heimspekilegar
spurningar eins og hvað gerist eftir
dauðann. Litadýrðin í myndskreyt-
ingunum undirstrika gleðina og von-
ina sem bregst aldrei þrátt fyrir
krefjandi aðstæður. Hér er um fal-
lega bók að ræða sem tilvalin er til
upplestrar og býður upp á heimspeki-
legar vangaveltur á forsendum yngri
lesenda.
Að endimörkum veraldar
Fyrra framlag Dana er teikni-
myndabókin Da Mumbo Jumbo blev
kæmpestor eftir Jakob Martin Strid
sem þýða mætti sem Þegar Mumbo
Jumbo varð
risastór.
Strid er
íslenskum
lesendum að
góðu kunnur,
enda höfund-
ur hinnar
geysivinsælu
bókar Ótrú-
leg saga um risastóra peru. Að þessu
sinni hafa dýrin alfarið tekið sögu-
heiminn yfir og aðeins nornin Baba
Jaga er mennsk í útliti. Dýrin búa
engu að síður yfir mannlegum eigin-
leikum og tilfinningum. Sagan fjallar
um flóðhestinn Mumbo Jumbo sem
borðar dularfullan svepp, sem líkt og
í sögunni um Lísu í Undralandi, fær
sögupersónuna til að stækka gríðar-
lega. Eftir mikla rannsóknarvinnu
kemst einn vina Mumbo Jumbo að
því að sú eina sem geti hjálpað hon-
um að verða lítill aftur sé nornin
Baba Jaga. Eini hængurinn er sá að
hún býr djúpt inni í skógum Síberíu.
Þangað heldur Mumbo Jumbo með
vini sína í fljúgandi baðkari. Nornin
tekst að hjálpa honum með aðstoð
kjarnorkuflugskeytis, en þá er vand-
inn að komast aftur heim. Frásagnar-
gleðin er við völd í bók Strid og húm-
orinn hentar lesendum á öllum aldri.
Myndirnar eru fjölskrúðugar í bæði
myndefni og litavali.
Seinna framlag Dana er skáldsag-
an Styrke. Karanagalaksen. Log I
eftir Cecilie Eken sem þýða mætti
sem Styrkur. Karanastjörnuþokan.
Dagbók I. Hér er um að ræða fyrsta
hlutann í þríleik um Karanastjörnu-
þokuna, sem rýni langar að lesa í
heild sinni, enda lofar fyrsta bókin af-
ar góðu. Bókin samanstendur af 27
frásögnum þar sem Saga Sølvis-
datter segir frá
svikum sem fram-
in hafa verið gegn
heimaplánetu
hennar, Hvidøy,
þegar ráðist var á
hana af Almaz
fursta, leiðtoga
herskárrar ná-
grannaplánetu.
Vitnisburðinn
skráir Saga um borð í flóttageimskip-
inu sínu Brimnir sem orðið hefur fyr-
ir árás og farið af réttri braut.
Höfundur teflir á skemmtilegan hátt
saman framtíðarfantasíu og norræn-
um sagnaarfi, þaðan sem hún sækir
til dæmis allar jafngiftir. Textinn
rennur lipurlega og dregnar eru upp
fínar myndir af átökum þar sem lykil-
spurningar á borð við hvernig skapa
megi manneskjulegan og marg-
breytilegan heim fá mikið vægi. Sag-
an er þrælspennandi og myndi vafa-
lítið falla íslenskum lesendum í geð.
Unnið úr sorginni
Framlag Grænlendinga er mynda-
bókin Tuttuarannguaq eftir Camillu
Sommer sem Pernille Kreutzmann
myndskreytti. Rýnir las hana í
danskri þýðingu Juaaka Lyberth
undir titlinum Den søde rensdyrunge
sem þýða mætti sem Ljúfi hrein-
dýrakálfurinn.
Líkt og titillinn gefur til kynna
fjallar bókin um hreindýrakálf.
Snemma bókar missir hann móður
sína þegar hún er felld af veiðimönn-
um, en hún
hafði áður
varað af-
kvæmi sitt
við þessum
hættulegu
tvífættu
furðuverum.
Sorgarferli
kálfsins er vel lýst, en hann missir
bæði lífsgleðina og matarlystina.
Bókin lýsir kynnum kálfsins af litlum
fiski, en þrátt fyrir ólíkt gervi tekst
með þeim góð vinátta. Það er virðing-
arvert að fjalla í barnabók um það
hvernig vinna má úr sorg, mikilvægi
þess að sýna gagnkvæma virðingu og
gildi þess að hafa úthald í erfiðum
aðstæðum. Því miður kemst textinn
samt ekki á almennilegt flug, en erfitt
er að meta hvort það skýrist að hluta
til af þýðingunni. Myndefnið er frem-
ur einhæft, en nýtur sín best þegar
tekst að sýna lesandanum hvað kálf-
urinn er lítill í samspili við náttúruna.
Barátta upp á líf og dauða
Fyrra framlag Íslands er skáld-
sagan Rotturnar eftir Ragnheiði Eyj-
ólfsdóttur. Hér er á ferðinni æsi-
spennandi vísindaskáldsaga þar sem
metnaðarfullt vísindafólk á sviði líf-
tækni er tilbúið að fórna öllu siðferði
og virðingu fyrir manneskjunni fyrir
háleit markmið sín. Þrátt fyrir að vís-
indin séu í forgrunni tekst höfundi að
skapa heildstætt og áhugavert per-
sónugallerí þar sem unglingsástir
með öllum sínum efasemdum, ótta,
spennu og viðkvæmni fá gott pláss.
Lesendur eiga auðvelt með að setja
sig í spor Hildisifjar og félaga henn-
ar, sem þurfa að berjast fyrir lífi sínu.
Augljóst er að höfundur hefur kynnt
sér vel smitsjúkdóma, stökkbreyt-
ingar á svartadauða og tölvuöryggis-
mál sem skilar sér í trúverðugri og
góðri fléttu. Höfundur fær einnig sér-
stakt hrós fyrir úrvinnsluna á því
kynbundna ofbeldi sem í bókinni birt-
ist og vonandi vekur lesendur til um-
hugsunar.
Þó að Rott-
urnar eigi að ger-
ast í samtímanum
hefur bókin yfir
sér ótvíræðan
framtíðarblæ.
Seinna framlag
Íslands, skáldsaga
Silfurlykillinn eft-
ir Sigrúnu Eld-
járn, er alveg
hreinræktuð framtíðarsýn eða dy-
stópía sem gerist eftir hrun siðmenn-
ingar. Manneskjurnar berjast við að
lifa af í heimi þar sem matur og vatn
er af skornum skammti. Persónur
rekast reglulega á efnislegar en
óvirkar leifar gamallar velmegunar
og öll tækniþekking er horfin. Les-
endur fá að fylgjast með lífsbaráttu
systkinanna Sumarliða og Sóldísar
sem búa með föður sínum eftir að
móðir þeirra hvarf. Samtímis er
kynnt til sögunnar stúlkan Karítas,
sem á ekkert nema gamlan silfurlykil
og það ráð að treysta engum fyrr en
víst sé að það sé góð manneskja.
Flæði bókarinnar er gott og líflegar
myndir í bland við litabreyttan texta
hjálpar les-
endum að átta
sig á framvind-
unni. Boðskap-
urinn um mik-
ilvægi þess að
bera virðingu
fyrir náttúrunni
og tapa sér ekki í
græðgi á einkar
vel við nú á tím-
um – sem og áminningin um mik-
ilvægi bóka og lesturs.
Óttinn við að tapa tungumálinu
Máttur orðanna er einnig lykil-
þema í ljóðabókinni Šiellaspeajal eftir
Karen Anne Buljo sem er framlag
Sama þetta árið. Buljo yrkir á norð-
ursamísku, en rýnir las norska útgáfu
bókarinnar sem skáldið endurorti
sjálf undir titlinum Amulettspeilet
sem þýða mætti sem Verndargripa-
spegilinn. Bókinni er ætlað að vera
vegvísir handa ungu fólki um hinn
auðuga táknheim samískrar sagna-
hefðar sem
gengið hefur í
arf milli kyn-
slóða. Í ljóðum
sínum yrkir
Buljo um tilfinn-
ingar á borð við
ást, söknuð og
sorg. Hún beinir
sjónum sínum
líka að óttanum
við að tapa tungumáli sínu og til-
verurétti í framtíðinni.
Íslenskar þýðingar – já takk!
Rétt er að geta þess hér í lok seinni
greinarinnar um tilnefndu bækur
ársins að þær eru allar, ásamt öllum
vinningsbókunum frá upphafi, að-
gengilegar almenningi á frummál-
unum á bókasafninu í Norræna hús-
inu. Vonandi mun einhver hluti
þeirra rata til lesenda hérlendis í ís-
lenskri þýðingu, en frá því að barna-
og unglingabókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs voru fyrst veitt
2013 hafa aðeins þrjár þeirra tæplega
áttatíu bóka sem tilnefndar hafa ver-
ið á öðrum tungumálum en íslensku
komið út í íslenskri þýðingu, þar af
tvær verðlaunabækur. Það er sorg-
lega lágt hlutfall sem samræmist
varla því markmiði verðlaunanna að
vekja athygli á því sem vel er gert í
bókmenntum á hinum löndunum á
Norðurlöndum. Spyrja má sig hvort
Norðurlandaráð þyrfti ekki að setja
aukið fé í þýðingarstyrki til þess að
bækurnar rötuðu í reynd út fyrir
málsvæði sitt og til sem flestra les-
enda á Norðurlöndunum.
Seinni umfjöllun Morgunblaðsins um verkin sem tilnefnd eru til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019
Draumar og framtíðarsýnir
Stór Mumbo Jumbo, með vini sína í baðkari, leitar hjálpar hjá norninni Böbu Jögu í bók Jakobs Martins Strid.
Öryggi Branda og Karítas sofa á grein á mynd Sigrúnar Eldjárn.
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
40 ár
á Íslandi
Snjóblásarar í
öllum stærðum
og gerðum
Hágæða snjóblásarar frá
Stiga
ST5266 PB