Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 68

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 68
68 | Tímarit hjúkrunarfræðinga Rannsóknir um valdeflingu hjúkrunarfræðinga hafa einkum snúist um trú hjúkrunarfræðinga á eigin getu og tengsl valdeflingar við samskipti, stjórnun, forystu og aðstæður á vinnustað. Kanadíski hjúkrunarfræðingurinn Heather Spence Laschinger (1945–2016) var frumkvöðull á sviði rannsókna á ýmsum hliðum valdeflingar í starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og fjölmargir hafa fylgt í fótspor hennar. Eftirfarandi er innblásið af ýmsum rannsóknum Laschinger og rannsóknum höfundar. Valdefling í starfi, námi og þjálfun Valdefling er samofin mörgum þáttum í starfi, námi og þjálfun hjúkrunarfræðinga. Þrautseigja, vellíðan, lífsgæði og góð heilsa eru hugtök sem tengjast valdeflingu. Rannsóknir hafa sýnt að tilfinning fyrir því að hafa rödd við krefjandi aðstæður tengist vellíðan og góðri heilsu. Valdefling hvers og eins felst í trú á eigin getu, færni í lausnaleit, þjálfun í að nota eigin rödd og færni til að nýta tækifæri til að læra og vaxa. Mikilvægasta aðferðin til valdeflingar er stuðningur, uppbyggileg samskipti og viðurkenning á frelsi og hæfileikum viðkomandi. Valdefling hjúkrunarfræðinema getur skapað sterkan og dýrmætan grunn fyrir valdeflingu seinni á starfsferlinum. Þrjár víddir valdeflingar Valdefling hjúkrunarfræðings í starfi birtist með því að viðkomandi finnst að á hann sé hlustað og að hann hafi áhrif á eigin aðstæður. Valdeflingin verður til við fléttu þátta sem snúa að persónulegri reynslu, þroska og viðhorfum sem og atriðum í aðstæðum viðkomandi. Líta má á þrjár víddir valdeflingar í þessu sambandi, valdeflingu sem tengist 1) persónulegum þáttum, 2) skipulagi og umhverfi og 3) aðstæðum í samfélaginu (sjá rnao.is). Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að með aukinni valdeflingu á vinnustað fylgir betri líðan hjúkrunarfræðinga, minni einkenni um kulnun, meiri starfsánægja og aukin starfsgeta. Valdefling verður til við skipulag, samskipti, stjórnun og forystu þegar þessir þættir vinnunnar fela í sér sjálfræði, áhrif á eigin verkefni, þátttöku í ákvörðunum og stuðning í starfi. Valdefling í samfélaginu getur líka verið mikilvæg og snertir ytri aðstæður, t.d. stefnu stjórnvalda, efnahagsmál, stjórnmál og menningu. Sagan hér á landi hefur kennt okkur að þátttaka hjúkrunarfræðinga í opinberri umræðu og á vettvangi stjórnsýslunnar hefur haft áhrif á þróun heilbrigðis- og menntamála til hagsbóta fyrir sjúklinga og hjúkrunarfræðinga sem faghóp. Valdefling er smitandi Í daglegum störfum hjúkrunarfræðings skapast tilfinning fyrir valdi og áhrifum á aðstæður með samspili valdeflandi þátta í víddunum þremur sem nefndar voru að ofan. Tækifæri til að hafa áhrif felur í sér frelsi og frelsi fylgir ábyrgð. Ábyrgð hvers og eins hjúkrunarfræðings felst meðal annars í því að nýta eigið frelsi og tækifærin sem því fylgir til að hafa áhrif. Það er líka á ábyrgð hvers og eins að vera öðrum til stuðnings, lyfta öðrum og hjálpa öðrum að hafa áhrif. Einstaklingur sem hefur trú á eigin getu er líklegri til að nýta tækifæri til áhrifa og líklegri til að gefa öðrum tækifæri til áhrifa. Valdefling er nefnilega smitandi. Með samstöðu og gagnkvæmri valdeflingu hafa orðið mestar framfarir innan hjúkrunar. Með því að veita öðrum athygli og stuðning verða til nýjar hugmyndir og nýjar lausnir fyrir sjálf okkur og aðra. Þannig skapast valdefling einstaklinga og hópa. Þjónandi forysta snýst um valdeflingu Þjónandi forysta snýst um valdeflingu og birtist í því að við höfum 1) einlægan áhuga á öðrum 2) leggjum okkur fram við að læra og efla sjálfsþekkingu og sjálfsöryggi 3) við höfum skýra sýn á tilgang og stefnuna fram undan Árangurinn er metinn í ljósi þess hversu vel tekst að styðja aðra til að blómstra, verða sjálfstæðir, frjálsir og að ná árangri í því sem að er stefnt. Lykilhugtakið er vöxtur sem verður til í samspili þjónustu og forystu. Ein mikilvægasta aðferð þjónandi forystu Valdefling hjúkrunarfræðinga og þjónandi forysta Dr. Sigrún Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur og dósent við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.