Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 98

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 98
98 | Tímarit hjúkrunarfræðinga Strax eftir að ég útskrifaðist frá námbraut í hjúkrunarfræði árið 1979 var ég beðin um að koma í stjórn Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga og árið eftir var ég orðin formaður. Ástæðan fyrir því var fyrst og fremst sú að þáverandi formaður, Jóhanna Bernharðsdóttir, var á leið til Bandaríkjanna í meistaranám. Reynslulítil og blaut bak við bæði eyrun sagði ég já þegar ég var beðin um að taka við. Á þessum tíma var félagið ungt, hafði verið stofnað árið 1978 og félagsmenn fáir. Aðalbaráttumál félagsins voru kjaramál, allur krafturinn fór í þau. Þetta voru oft erfiðir tímar. Á þessum árum þurftu háskólamenntaðir hjúkrunarfræðingar að sanna sig í starfi. Tortryggni gætti í garð þeirra frá mörgum hjúkrunarfræðingum sem útskrifaðir voru frá Hjúkrunarskóla Íslands og þurftu þeir háskólamenntuðu því oft að sýna fram á tilverurétt sinn sem háskólamenntaðir hjúkrunarfræðingar. Ein helsta gagnrýni á námið var að við hefðum ekki fengið nægilega mikla verklega kennslu. Þótt margt hafi áunnist er líklega enn nokkuð í land Það sem einkenndi fyrst og fremst tíðarandann á þessum árum var kvennabaráttan – baráttan fyrir jafnrétti og jafnari launakjörum kynjanna. Baráttan fékk svo byr undir báða vængi þegar Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti Íslands fyrst kvenna árið 1980. Kjarabarátta félagsins var í takt við tíðarandann. Krafa okkar var byggð á þeirri jafnréttiskröfu að fá laun til samræmis við aðra hópa sem lokið höfðu fjögurra ára háskólanámi. Sú krafa hlaut ekki hljómgrunn hjá samningamönnum ríkisins. Við sáum það síðar að eina leiðin til að breyta laununum var að allir hjúkrunarfræðingar væru í sama félagi. Á meðan svo var ekki var eilífur samanburður milli félaganna og viðkvæðið hjá samninganefnd ríkisins var það, að ekki væri hægt að hækka laun háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga því þá kæmu allir aðrir hjúkrunarfræðingar á eftir með sínar launakröfur. Þar sem þeir væru svo margir væri ekki hægt að hækka launin. Það var ekki mikill skilningur á mikilvægi starfs og menntunar hjúkrunarfræðinga meðal samningamanna á þessum árum. Samvinna milli Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga og Hjúkrunarfélags Íslands í menntunarmálum var til staðar frá upphafi þrátt fyrir að hjúkrunarfræðingar væru ekki í sama stéttarfélagi. Á þeim árum sem liðin eru frá því að ég var formaður hefur mikið vatn runnið til sjávar. Hjúkrunarfræðimenntun er í góðum farvegi og geta hjúkrunarfræðingar verið stoltir af námi sínu. Í dag er boðið upp á BS-, meistara- og doktorsnám bæði í Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri. En hefur orðið breyting á launamálum? Eru hjúkrunarfræðingar komnir á þann stað að fá sömu laun og aðrar háskólamenntaðar stéttir með jafnlangt nám að baki? Þótt margt hafi áunnist er líklega enn nokkuð í land. Brottfall hjúkrunarfræðinga af vinnumarkaði er áhyggjuefni Á síðustu árum hefur mikið verið rætt og ritað um skort á hjúkrunarfræðingum til starfa. Það skýrist jú fyrst og fremst af brottfalli fjölmennrar kynslóðar hjúkrunarfræðinga af vinnumarkaðinum, meiri þörf fyrir hjúkrunarfræðinga og að sá fjöldi hjúkrunarfræðinga sem útskrifast ár hvert heldur vart í við þann fjölda sem hefur töku á lífeyri. Við þetta bætist að ákveðið hlutfall af ungum hjúkrunarfræðingum hættir í hjúkrun skömmu eftir útskrift. Rannsóknir sýna að hjúkrunarfræðingar eru undir miklu vinnuálagi. Starfið er krefjandi bæði andlega og líkamlega. Margir þeirra finna fyrir streitu í starfi og jafnvel kulnun, einkum þeir sem yngri eru, og það hefur áhrif á ákvörðun þeirra að vinna við hjúkrun í framtíðinni. Það leiðir hugann að vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga og hvernig búið er að ungum hjúkrunarfræðingum þegar þeir stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaðinum eftir útskrift. Það þarf að hlúa vel að þeim, þekkja þarfir þeirra og reyna að koma til móts við þær til þess að stuðla að festu þeirra í starfi. En það má ekki heldur gleyma þeim sem eldri eru, þeim sem staðið hafa vaktina í áratugi og borið hitann og þungann af hjúkrunarþjónustunni. Þeir finna líka mikið fyrir álagi og streitu. Heilbrigðisþjónustan í dag þarf á hjúkrunarfræðingum að halda meira en nokkru sinni fyrr, sama á hvaða aldri þeir eru. Til þess að halda þeim í starfi þarf að skapa vinnuumhverfi sem gerir þeim kleift að sinna skjólstæðingum sínum hvar sem þeir birtast þeim, af umhyggju, öryggi og ekki hvað síst af faglegri færni. Formaður í jafnréttisbaráttu FRÁ FYRRVERANDI FORMANNI Birna G. Flygenring formaður Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga 1980-1982 2010 Fimm formenn á góðri stundi, f.v. Jóhanna Bernharðsdóttir, Birna Flygenring, Sigríður Halldórsdóttir, Magnús Ólafsson og Laura Sch. Thorsteinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.