Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 30
30 | Tímarit hjúkrunarfræðinga
Erlendum hjúkrunarfræðingum hefur
fjölgað talsvert á Íslandi undanfarin ár
og því fylgja breytingar. Margbreytileg
viðhorf og nýliðun í starfstéttinni
bætir gæði hjúkrunar á faglegan og
fjölmenningarlegan hátt. Á síðustu
áratugum hafa einnig farið vaxandi
fagleg og menningarleg samskipti
og samvinna hjúkrunarfræðinga
heimshorna á milli.
Þegar ég fékk hjúkrunarleyfi árið 1994
voru 83 erlendir hjúkrunarfræðingar með
hjúkrunarleyfi á Íslandi en í lok ársins 2018
var talan komin upp í 359. Samsetning
þjóðarinar hefur breyst mikið á þessum árum.
Þegar ég kom til landsins 1991 bjuggu hér
fáir erlendir ríkisborgarar en nú erum við um
það bil 42.000, eða 12,6% þjóðarinnar, sem
erum af erlendum uppruna. Fjölgun og breytt
samsetning þjóðarinnar kallar á breytingar
á faglegri fræðslu til starfsstéttarinnar um
menningarlega hjúkrun.
Tortryggni við að ráða erlenda
hjúkrunarfræðinga þrátt fyrir mikinn
skort
Ég útskrifaðist úr hjúkrun 1985 í Póllandi.
Eftir útskrift vann ég í sex ár á almennri
skurðdeild á sjúkrahúsi í Gdansk, auk þess
að vinna sem kennari í verklagskennslu
hjúkrunarnema á háskólasjúkrahúsinu þar.
Ég hóf störf sem hjúkrunarfræðingur hér
á landi 1994 og vann ég eingöngu með
íslenskum hjúkrunarfræðingum. Nú vinn
ég á Landspítala á Landakoti þar sem flestir
hjúkrunarfræðingar eru af erlendum uppruna.
Þetta er mikil breyting.
Það var nokkuð flókið fyrir mig að
fá viðurkenningu til að starfa sem
hjúkrunarfræðingur á Íslandi þar sem sumir
stjórnendur voru tortryggnir á að ráða
erlenda hjúkrunarfræðinga til starfa á þessum
tíma, þrátt fyrir það að mikill skortur væri á
hjúkrunarfræðingum. En þegar ég byrjaði að
vinna tóku flestir starfsmenn mér vel.
Hjúkrunarferill minn á Íslandi byrjaði í
janúar 1994 á almennri deild sem var einnig
bráðadeild á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði.
Á vöktum þurfti ég að aðstoða við fæðingar
og hjálpa til á öldrunardeild. Síðar varð ég
deildarstjóri á öldrunardeild. Vinnan þar
fannst mér mjög skemmtileg, krefjandi og
fræðandi. Á þessum tíma lærði ég mikið um
sögu, hefðir og venjur Íslendinga með því að
spjalla við aldraða sjúklinga.
Samskipti og samvinna í þessum litla hópi
hjúkrunarfræðinga úti á landi byggðist á
trausti og hjálpsemi. Það var gaman að sjá
hvernig fagleg kunnátta, skipulag, tillitssemi
og vinátta á þessari litlu einingu, sem ég var í
fyrsta skipti á ævinni að vinna á, hafði mikil
Hugleiðingar eftir
25 ár í starfi á Íslandi
Grazyna Ugorenko
hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum
áhrif á starfsemi stofnunarinnar og öryggi
samfélagsins í bæjarfélaginu. Þarna kynnist ég
fyrst áfallahjúkrun eftir veðurhamfarir sem
gengu yfir svæðið. Þetta var nýtt viðfangsefni
fyrir mig. Með aðstoð frábærra samstarfsaðila
með mikla reynslu á þessu sviði gekk þetta allt
vel, ég gat aðstoðað marga einstaklinga sem
1925 1925
Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna stofnað