Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 30
30 | Tímarit hjúkrunarfræðinga Erlendum hjúkrunarfræðingum hefur fjölgað talsvert á Íslandi undanfarin ár og því fylgja breytingar. Margbreytileg viðhorf og nýliðun í starfstéttinni bætir gæði hjúkrunar á faglegan og fjölmenningarlegan hátt. Á síðustu áratugum hafa einnig farið vaxandi fagleg og menningarleg samskipti og samvinna hjúkrunarfræðinga heimshorna á milli. Þegar ég fékk hjúkrunarleyfi árið 1994 voru 83 erlendir hjúkrunarfræðingar með hjúkrunarleyfi á Íslandi en í lok ársins 2018 var talan komin upp í 359. Samsetning þjóðarinar hefur breyst mikið á þessum árum. Þegar ég kom til landsins 1991 bjuggu hér fáir erlendir ríkisborgarar en nú erum við um það bil 42.000, eða 12,6% þjóðarinnar, sem erum af erlendum uppruna. Fjölgun og breytt samsetning þjóðarinnar kallar á breytingar á faglegri fræðslu til starfsstéttarinnar um menningarlega hjúkrun. Tortryggni við að ráða erlenda hjúkrunarfræðinga þrátt fyrir mikinn skort Ég útskrifaðist úr hjúkrun 1985 í Póllandi. Eftir útskrift vann ég í sex ár á almennri skurðdeild á sjúkrahúsi í Gdansk, auk þess að vinna sem kennari í verklagskennslu hjúkrunarnema á háskólasjúkrahúsinu þar. Ég hóf störf sem hjúkrunarfræðingur hér á landi 1994 og vann ég eingöngu með íslenskum hjúkrunarfræðingum. Nú vinn ég á Landspítala á Landakoti þar sem flestir hjúkrunarfræðingar eru af erlendum uppruna. Þetta er mikil breyting. Það var nokkuð flókið fyrir mig að fá viðurkenningu til að starfa sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi þar sem sumir stjórnendur voru tortryggnir á að ráða erlenda hjúkrunarfræðinga til starfa á þessum tíma, þrátt fyrir það að mikill skortur væri á hjúkrunarfræðingum. En þegar ég byrjaði að vinna tóku flestir starfsmenn mér vel. Hjúkrunarferill minn á Íslandi byrjaði í janúar 1994 á almennri deild sem var einnig bráðadeild á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði. Á vöktum þurfti ég að aðstoða við fæðingar og hjálpa til á öldrunardeild. Síðar varð ég deildarstjóri á öldrunardeild. Vinnan þar fannst mér mjög skemmtileg, krefjandi og fræðandi. Á þessum tíma lærði ég mikið um sögu, hefðir og venjur Íslendinga með því að spjalla við aldraða sjúklinga. Samskipti og samvinna í þessum litla hópi hjúkrunarfræðinga úti á landi byggðist á trausti og hjálpsemi. Það var gaman að sjá hvernig fagleg kunnátta, skipulag, tillitssemi og vinátta á þessari litlu einingu, sem ég var í fyrsta skipti á ævinni að vinna á, hafði mikil Hugleiðingar eftir 25 ár í starfi á Íslandi Grazyna Ugorenko hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum áhrif á starfsemi stofnunarinnar og öryggi samfélagsins í bæjarfélaginu. Þarna kynnist ég fyrst áfallahjúkrun eftir veðurhamfarir sem gengu yfir svæðið. Þetta var nýtt viðfangsefni fyrir mig. Með aðstoð frábærra samstarfsaðila með mikla reynslu á þessu sviði gekk þetta allt vel, ég gat aðstoðað marga einstaklinga sem 1925 1925 Tímarit Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna stofnað
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.