Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 88

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 88
88 | Tímarit hjúkrunarfræðinga Vigdís Magnúsdóttir var farsæll leiðtogi innan heilbrigðisþjónust- unnar. Á þeim árum sem hún var hjúkrunarforstjóri og síðan forstjóri Landspítala öðlaðist hún sérstaka virðingu starfsfólksins og fjöldi hjúkrunarfræðinga lítur á hana sem fyrirmynd sína í hjúkrun. Vigdís var þekkt fyrir einstaka leiðtoga- og stjórnunarhæfileika sem einkenndust af stefnufestu og um leið hógværð. Eftir því var tekið hvernig henni tókst á sinn sérstaka hátt að beina athyglinni að hagsmunum sjúklinga og starfsfólks. Þegar rætt var um breytingar og uppstokkun á þjónustu var viðbúið að Vigdís staldraði við og spyrði á sinn hógværa og kurteisa hátt: ,,Og hvernig kemur þetta svo út fyrir sjúklinginn?“ Eftir það beindist umræðan að kjarna málsins sem var oftast velferð sjúklingsins. Með skarpa sýn á markmið og hugsjón heilbrigðisþjónustunnar Vigdís hafði yfirgripsmikla þekkingu í hjúkrun og í leiðtogafræðum og lagði sérstaka rækt við að þroska innsæi sitt með lestri og samtölum við samferðafólk. Skörp sýn hennar á markmið og hugsjón heilbrigðisþjónustunnar reyndist heillavænleg, ekki síst í samtölum hennar við ráðamenn hverju sinni. Lagni hennar í viðræðum um aðkallandi málefni Landspítalans vakti athygli og hafði farsæl áhrif á lausnir og niðurstöður. Í þeim efnum sem öðrum fannst Vigdísi af og frá að eigna sér heiðurinn en beindi þess í stað kastljósinu að samstarfsfólki sínu. Forystuhæfileikar Vigdísar mótuðust meðal annars á námsárum hennar í Bandaríkjunum og Noregi. Í framhaldsnámi í stjórnun lagði hún áherslu á heimspeki og siðfræði og skrifaði lokaverkefni sem byggðist á hugmyndum um lýðræðislega stjórnun, ábyrgð og sjálfs- stjórnun (e. self-management), meðal annars út frá fræðum Peter Drucker sem var í miklu uppáhaldi hjá henni. Samstarfsfólk Vigdísar minnist þess hversu samskiptin við hana voru uppbyggileg og kærleiksrík. Hún átti persónulegt samband við fjölmarga starfsmenn í öllum starfsstéttum Landspítalans og ótrúlegt þótti hversu minnug hún var á nöfn og um það sem sneri að persónulegu lífi starfsfólks, svo sem fjölskyldum þeirra og mikilvægum viðburðum. Eftir orðaskipti við Vigdísi á göngum, deildum spítalans eða á formlegum fundi fékk viðkomandi starfsmaður oft þá tilfinningu að hann skipti nú kannski einhverju máli í gangverki Landspítalans. Kærleiksríkur og markviss stuðningur Vigdísar við fagleg og persónuleg verkefni starfsmanna blés þeim baráttuanda í brjóst, skapaði traust og ánægju og styrkti ekki síst hollstu starfsfólks gagnvart sjúkrahúsinu. Vigdísi var eðlislægt að hlusta af alúð og áhuga, að laða fram hugmyndir og væntingar starfsfólksins og rökræða á jafningjagrundvelli. Hún var hreinskiptin og blátt áfram, þekkti kerfið og stjórnsýsluna og sá út leiðir og úrræði til að framkvæma hugmyndir og áætlanir sem voru til uppbyggingar fyrir sjúklinga og starfsfólk. Í persónulegum minnisblöðum Vigdísar skrifar hún að „leiðtoginn verður að vera gæddur þeim hæfileika að koma fólki til að langa að framkvæma“. Viðhorf og áherslur Vigdísar í samskiptum, stjórnun og forystu endurspegla á mjög áhugaverðan og skýran hátt lykilþætti þjónandi forystu. Hafði frumkvæði að fjölmörgum þróunarverkefnum Vigdís hafði umtalsverð áhrif á þróun heilbrigðisþjónustunnar á tímum sem einkenndust af hröðum breytingum og nýjum áherslum. Hún fylgdist vel með nýjungum í hjúkrun og var umhugað um að endurskoða viðtekið vinnulag og venjur til hagsbóta fyrir sjúklinga. Vigdís nýtti tengsl sín við erlendar Farsæll leiðtogi og frumkvöðull í hjúkrun Vigdís Magnúsdóttir Lovísa Baldursdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir minnast Vigdísar Magnúsdóttur 1999 Ásta Möller tekur sæti í stjórn Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.