Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 88
88 | Tímarit hjúkrunarfræðinga
Vigdís Magnúsdóttir var farsæll
leiðtogi innan heilbrigðisþjónust-
unnar. Á þeim árum sem hún var
hjúkrunarforstjóri og síðan forstjóri
Landspítala öðlaðist hún sérstaka
virðingu starfsfólksins og fjöldi
hjúkrunarfræðinga lítur á hana sem
fyrirmynd sína í hjúkrun.
Vigdís var þekkt fyrir einstaka leiðtoga- og
stjórnunarhæfileika sem einkenndust af
stefnufestu og um leið hógværð. Eftir því var
tekið hvernig henni tókst á sinn sérstaka hátt
að beina athyglinni að hagsmunum sjúklinga
og starfsfólks. Þegar rætt var um breytingar og
uppstokkun á þjónustu var viðbúið að Vigdís
staldraði við og spyrði á sinn hógværa og
kurteisa hátt: ,,Og hvernig kemur þetta svo út
fyrir sjúklinginn?“ Eftir það beindist umræðan
að kjarna málsins sem var oftast velferð
sjúklingsins.
Með skarpa sýn á markmið og hugsjón
heilbrigðisþjónustunnar
Vigdís hafði yfirgripsmikla þekkingu í hjúkrun
og í leiðtogafræðum og lagði sérstaka rækt við
að þroska innsæi sitt með lestri og samtölum
við samferðafólk. Skörp sýn hennar á
markmið og hugsjón heilbrigðisþjónustunnar
reyndist heillavænleg, ekki síst í samtölum
hennar við ráðamenn hverju sinni. Lagni
hennar í viðræðum um aðkallandi málefni
Landspítalans vakti athygli og hafði farsæl
áhrif á lausnir og niðurstöður. Í þeim efnum
sem öðrum fannst Vigdísi af og frá að eigna sér
heiðurinn en beindi þess í stað kastljósinu að
samstarfsfólki sínu.
Forystuhæfileikar Vigdísar mótuðust meðal
annars á námsárum hennar í Bandaríkjunum
og Noregi. Í framhaldsnámi í stjórnun lagði
hún áherslu á heimspeki og siðfræði og skrifaði
lokaverkefni sem byggðist á hugmyndum
um lýðræðislega stjórnun, ábyrgð og sjálfs-
stjórnun (e. self-management), meðal annars
út frá fræðum Peter Drucker sem var í miklu
uppáhaldi hjá henni.
Samstarfsfólk Vigdísar minnist þess hversu
samskiptin við hana voru uppbyggileg og
kærleiksrík. Hún átti persónulegt samband
við fjölmarga starfsmenn í öllum starfsstéttum
Landspítalans og ótrúlegt þótti hversu
minnug hún var á nöfn og um það sem
sneri að persónulegu lífi starfsfólks, svo sem
fjölskyldum þeirra og mikilvægum viðburðum.
Eftir orðaskipti við Vigdísi á göngum,
deildum spítalans eða á formlegum fundi fékk
viðkomandi starfsmaður oft þá tilfinningu
að hann skipti nú kannski einhverju máli í
gangverki Landspítalans. Kærleiksríkur og
markviss stuðningur Vigdísar við fagleg og
persónuleg verkefni starfsmanna blés þeim
baráttuanda í brjóst, skapaði traust og ánægju
og styrkti ekki síst hollstu starfsfólks gagnvart
sjúkrahúsinu.
Vigdísi var eðlislægt að hlusta af alúð og
áhuga, að laða fram hugmyndir og væntingar
starfsfólksins og rökræða á jafningjagrundvelli.
Hún var hreinskiptin og blátt áfram, þekkti
kerfið og stjórnsýsluna og sá út leiðir og úrræði
til að framkvæma hugmyndir og áætlanir
sem voru til uppbyggingar fyrir sjúklinga og
starfsfólk. Í persónulegum minnisblöðum
Vigdísar skrifar hún að „leiðtoginn verður að
vera gæddur þeim hæfileika að koma fólki til
að langa að framkvæma“. Viðhorf og áherslur
Vigdísar í samskiptum, stjórnun og forystu
endurspegla á mjög áhugaverðan og skýran
hátt lykilþætti þjónandi forystu.
Hafði frumkvæði að fjölmörgum
þróunarverkefnum
Vigdís hafði umtalsverð áhrif á þróun
heilbrigðisþjónustunnar á tímum sem
einkenndust af hröðum breytingum og nýjum
áherslum. Hún fylgdist vel með nýjungum í
hjúkrun og var umhugað um að endurskoða
viðtekið vinnulag og venjur til hagsbóta fyrir
sjúklinga. Vigdís nýtti tengsl sín við erlendar
Farsæll leiðtogi og
frumkvöðull í hjúkrun
Vigdís Magnúsdóttir
Lovísa Baldursdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir
minnast Vigdísar Magnúsdóttur
1999
Ásta Möller tekur sæti í stjórn Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga