Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 11
Tímarit hjúkrunarfræðinga | 11 vandamál. Því kann hjúkrun framtíðarinnar að snúast öðrum þræði um að skapa og þróa sífellt nýjar leiðir og að fara ótroðnar slóðir til að uppfylla síbreytilegar þarfir notenda. Að þessu sögðu er æskilegt að hjúkrunarnámið taki mið af þessum þörfum og leggi áherslu á að örva sköpun, gagnrýna hugsun, leiðtogahæfni og frumkvöðlagetu strax í hjúkrunarnáminu. Að þessu sögðu má ætla að fjórða iðnbyltingin muni hafa ófyrirsjáanleg áhrif á hver viðfangsefni hjúkrunar verða um ókomin ár. Sjúklingar okkar lifa og starfa í breyttum heimi frá degi til dags og ef til vill má leita í vísindaskáldskap til að reyna að ímynda sér hverjar hjúkrunarþarfir þeirra verða í framtíðinni. Í sjónvarpsþáttunum Star Trek, sem eru vísindaskáldskapur, er að finna veru sem kemur frá reikistjörnunni Omicron. Þessi tilbúna vera er vitvél (artificial intelligent robot) sem hefur öll einkenni manneskju nema hún býr ekki yfir mannlegum tilfinningum. Þannig gerir vísindaskáldskapur greinarmun á vitvél og manneskju og áætlar að eitt af því sem aðgreini þær sé getan til að upplifa tilfinningar og bregðast við þeim. Með þetta í huga væri rökrétt að draga þá ályktun að hjúkrun framtíðarinnar muni að töluverðu leyti snúast um að hjálpa fólki að þekkja og skilja tilfinningar sínar við hverjar þær aðstæður sem lífið býður upp á. Framtíðarhjúkrunarfræðingur þyrfti því að hafa sjálfur ríka tilfinningagreind sem og búa yfir þeirri þekkingu og hæfni sem þarf til að örva þroska tilfinningagreindar hjá skjólstæðingi sínum. Að lifa tilgang sinn En það er að öllum líkindum fleira en getan til að þekkja og upplifa tilfinningar sem aðgreinir manneskjuna frá vitvélinni. Kjarni mennskunnar er meginviðfangsefni heimspekinnar og takast þar á ýmsar stefnur. Tilvistarheimspeki færir rök fyrir því að fyrir tilstilli meðvitundar manneskjunnar skapar hún eða ákvarðar sín eigin lífsgildi, raunveruleikaskynjun og tilgang lífsins. Og þessi vídd mennskunnar hefur einmitt verið viðfangsefni fjölmargra bókmenntaverka, leikrita og kvikmynda samtímans. Sem dæmi má nefna kvikmyndina Matrix en þar er söguþráðurinn sá að veruleikinn, sem allir upplifa, sé tölvustýrður sýndarveruleiki sem vitvélar skapa og stýra en mannkynið lifir og hrærist í þessum sýndarveruleika. Vitvélarnar hafa fundið leið til að nýta sér hita og orku manneskjunnar í sína þágu. Þannig halda þær mannskepnunni í sýndarveruleikagíslingu og rækta þær í þeim eina tilgangi að hafa þær sér til orkunýtingar. Aðalsögupersónan, Neo, uppgötvar að sýndarveruleikinn er ekki raunveruleikinn og hann finnur ákveðna tilvistarangist og í framhaldinu þarf hann að leita að sínum eigin tilgangi og veruleika. Söguþráðurinn er jafnan talinn útópískur og eru taldar litlar líkur á að þróun tækninnar leiði inn á þessa braut. Á hinn bóginn eru blikur á lofti þegar að fjórðu iðnbyltingunni kemur og hvort skilin milli sýndarveruleika og raunveruleika verði okkur æ óljósari. Að líkindum verður það eitt af helstu viðfangsefnum hjúkrunar í framtíðinni að styðja við veruleikaskynjun skjólstæðingins og að takast á við það verkefni að lifa tilgang sinn, eða í raun að hjúkra mennsku skjólstæðingsins. 1903 Fyrstu greinar um hjúkrun, skrifaðar af hjúkrunarkonu birtast í Kvennablaðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.