Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 26
26 | Tímarit hjúkrunarfræðinga Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður á Íslandi fengu leyfi til ávísa hormóna- getnaðarvörnum með samþykki Alþingis undir árslok 2018. Það er seint í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað í öðrum löndum og ber merki um afturhaldssemi og skort á skilningi á menntun hjúkrunarfræðinga og möguleikum þeirra til að leggja meira af mörkum til heilbrigðisþjónustunnar. Dropinn holar steininn Sækja þarf um leyfi til Embættis landlæknis til að mega ávísa þessum lyfjum og einungis þeir koma til greina sem hafa tekið viðbótarnám og starfa innan heilsugæslu-, kvenlækninga- eða fæðingarþjónustu. Í vinnslu er undirbúningur viðbótarnáms fyrir hjúkrunarfræðinga sem m.a. tekur mið af fyrirkomulagi og reynslu erlendis. Þessi samþykkt Alþingis var lokaskref í áratugabaráttu. Segja má að óbilandi trú á málstaðinn, þrautseigja, stöðug áframhaldandi barátta, gagnreynd þekking og pólitískur vilji hafi haft mikið að segja til að málið komst loks í höfn og dropinn hafi því smám saman holað steininn. Í framhaldinu má gera ráð fyrir að þessi lagabreyting leiði til frekari leyfisveitinga varðandi önnur mikilvæg lyf sem hjúkrunarfæðingar þurfa að geta ávísað líkt og gert er víða erlendis. Réttur til kynheilbrigðis virtur Með þessari samþykkt Alþingis opnast ný leið fyrir hjúkrunarfræðinga, sem starfa í heilsugæslu og þar sem kvenlækningaþjónusta er veitt, til að stuðla að kynheilbrigði fólks, sérstaklega hvað viðkemur takmörkun barneigna. Hér er því um að ræða mikilvæga útvíkkun á starfi þeirra. Útvíkkunin felst ekki eingöngu í því að geta á heildrænan hátt unnið með skjólstæðingnum frá fyrsta skrefi og til lokaskrefs þjónustuferlisins heldur að meta heilbrigðisástand og greina hvaða getnaðarvarnir geta hentað þeim. Hið alþjóðlega samfélag hefur margsinnis samþykkt að fólk eigi rétt á að taka ákvörðun um fjölda barna og bil milli barneigna. Því er mikilvægt að fólk í íslensku samfélagi geti tekið góðar ákvarðanir um sína frjósemi. Til að svo geti orðið þarf að sjá til þess að réttur einstaklingsins til kynheilbrigðis sé virtur. Það er réttur sem alþjóðlegar stofnanir hafa sett fram, svo sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO, 2006, 2010), Alþjóðasamtök um fjölskylduáætlun (IPPF, 2008) og Alþjóðasamtök um kynheilbrigði (WAS, 2014). Þessi réttur byggist á grundvallarmannréttindum og felst meðal annars í því að hafa aðgang að þjónustu sem stuðlað getur að kynheilbrigði einstaklingsins, fá gagnreyndar upplýsingar um getnaðarvarnir og vera frjáls að taka ákvörðun um notkun getnaðarvarnar. Til að fólk geti sjálft tekið góða ákvörðun um getnaðarvarnir þarf sá sem veitir ráðgjöfina að fylgja hugmyndafræði hennar þar sem samráð er grundvallaratriði. Þó nauðsynlegt sé að skoða frábendingar gerir ráðgjafarferlið kröfu um að fleira sé skoðað til að unnt sé að taka upplýsta ákvörðun og til að stuðla að meðferðarheldni. Mörg dæmi úr mínu klíníska starfi við ráðgjöf um getnaðarvarnir á kvennadeild Landspítalans eru um það þegar konur eða stúlkur hafa ekki fengið nægjanlegar upplýsingar um sína getnaðarvörn, t.d. um verð sem hefur reynst of hátt til að þær geti leyst lyfseðilinn út. Annað dæmi varðar konu sem fær homónasprautuna og óttast ófrjósemi ef hún hættir á blæðingum. Þriðja dæmið snýr að notkun pillunnar fyrstu mánuðina þar sem stúlka er með blettablæðingar. Hún efast um að pillan virki og hættir notkun hennar án þess að leita sér frekari upplýsinga. Dropinn holar steininn Áratugabaráttu hjúkrunarfræðinga fyrir ávísun hormónagetnaðarvarna lokið Dr. Sóley S. Bender sérfræðingur í hjúkrun og prófessor við hjúkrunarfræðideild HÍ 1920 1921 Fyrsti hjúkrunarnemi Félags íslenskra hjúkrunarkvenna hefur nám á Vífilsstöðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.