Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 62

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 62
62 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 1967 Borgarspítalinn tekur til starfa Það er óþarfi að fjölyrða um þær breytingar sem hafa átt sér stað á undanförnum áratugum í heilbrigðisþjónustu. Aukin þekking í líf- og heilbrigðisvísindum, ný lyf og tækniframfarir hafa gert það að verkum að sífellt fleiri læknast af sjúkdómum eða lifa lengur með sjúkdóma en áður. Umhverfi okkar og lífsstíll hafa auk þess áhrif á heilbrigði fólks og líðan. Heilbrigðiskerfi nútímans gerir þannig aðrar kröfur til hjúkrunarfræðinga en það sem var við lýði þegar Félag íslenskra hjúkrunarkvenna var stofnað árið 1919. Sérfræðimenntun í hjúkrun hefur aukist á undanförnum áratugum, jafnt hérlendis sem erlendis, og mikil eftirspurn er eftir sérfræðingum í hjúkrun um allan heim. Þróun sérfræðimenntunar hefur verið breytileg milli landa enda hafa störfin þróast í takt við ólíkar þarfir samfélaga. Starfsheitin eru einnig margvísleg en algengast er að þau flokkist í sérfræðinga í hjúkrun (clinical nurse specialist) og svo hjúkrunarsérfræðinga (nurse practitioners). Hér á landi er hægt að sækja um leyfi sem sérfræðingur í hjúkrun og sérfræðiljósmóðir samkvæmt reglugerð nr. 512/2013. Til að hljóta sérfræðileyfi þarf einstaklingur að hafa gilt starfsleyfi sem hjúkrunarfræðingur eða ljósmóðir, hafa lokið meistara- eða doktorsprófi og hafa starfað á sínu sérsviði undir leiðsögn sérfræðings í hjúkrun eða sérfræðiljósmóður í a.m.k. tvö ár að prófi loknu. Fyrsti sérfræðingurinn í hjúkrun á Íslandi tók til starfa á Landspítala á níunda áratug síðustu aldar en í dag má áætla að hátt í 60 sérfræðingar í hjúkrun og sérfræðiljósmæður séu starfandi á heilbrigðisstofnunum hér á landi, þar af eru 52 í stöðu á Landspítala. Hér er átt við sérfræðinga sem hafa viðurkenningu samkvæmt reglugerðum nr. 124/2003 og nr. 512/2013. Sérfræðimenntun gerir hjúkrunarfræðinga betur í stakk búna til að sinna flóknari verkefnum á afmörkuðu sérsviði og hjá ákveðnum sjúklingahópum. Það kemur því ekki á óvart að sérfræðingar sinna gjarnan fólki með flókinn heilsufarsvanda sem krefst margþættrar þjónustu. Sérfræðingur í hjúkrun býr yfir aukinni þekkingu og færni, jafnt klínískri sem fræðilegri, auk þess sem sérfræðimenntunin færir heim möguleikann á fjölbreyttara starfssviði. Störf sérfræðinga einkennast af heildrænni sýn á skjólstæðinginn Vits er þörf þeim er víða ratar Dr. Sigríður Zoëga sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala og dósent við hjúkrunarfræðideild HÍ Um gildi sérfræðimenntunar í hjúkrun 1965 Mynd 1. Yfirlit yfir þætti sem einkenna störf sérfræðinga (Tracy og O'Grady, 2018). Notkun gagnreyndrar þekkingar Heildrænt sjónarhorn Myndun meðferðarsambands Fjölbreytt nálgun við að efla heilbrigði og hjúkra sjúkum Framúrskarandi klínísk færni Ígrundun í starfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.