Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 86
86 | Tímarit hjúkrunarfræðinga
Marga Thome kann þá list að styðja
nemendur sína og samstarfsmenn.
Marga hefur einstaka hæfileika
í mannlegum samskiptum; hún
sér þá góðu eiginleika sem búa í
einstaklingum og hlúir að þeim.
Hún hefur einlægan áhuga á fólki,
líðan þeirra og aðstæðum. Það sést í
samtölum hennar við aðra og hvernig
hún talar um annað fólk. Og alls þessa
hef ég fengið að njóta og nýt enn.
Það er Mörgu að þakka hvernig ég hef
vaxið sem sérfræðingur í hjúkrun og
reglulegur þátttakandi í ráðstefnum
um geðheilsu barna.
Fyrstu kynni
Leiðir okkar Mörgu lágu fyrst saman þegar
ég hóf nám í sérskipulögðu BS-námi í
hjúkrun eins og það hét. Þar sem ég var með
hjúkrunarpróf þurfti ég BS-gráðu til að fara í
meistaranám en þangað stefndi ég. Í BS-
náminu þurfti maður þá eins og nú að gera
lokaverkefni sem var rannsóknarverkefni. Eftir
að hafa kynnst mörgum góðum kennurum í
náminu var ég samt 100% ákveðin að fá Mörgu
sem leiðbeinanda. En hvers vegna valdi ég
hana? Það voru ákveðnir persónueiginleikar
hennar sem mér líkaði strax við. Marga býr yfir
mikilli þekkingu en er hógvær í framkomu.
Hún reyndi ekki að ganga í augun á okkur
nemendum að neinu leyti. Hún er hrein
og bein. Marga bar virðingu fyrir klínískri
reynslu og það var mikilvægt fyrir okkur eldri
nemendur. Marga kann raunverulega að hlusta.
En kennarinn Marga var jafnframt nákvæm og
gat verið ströng.
Eina vandamálið í upphafi samstarfs okkar
Mörgu var að áhugasvið okkar voru gerólík.
Hennar svið var grátvandi ungbarna og
vanlíðan mæðra en mitt var alvarleg veikindi
barna. Svo ég lagðist undir feld til að finna
sameiginlegan flöt og niðurstaðan var
„Innlagnir barna vegna svefnvanda“ sem
þá tíðkuðust. Lokaverkefnið til BS-prófs
gekk mjög vel og strax þá gerðum við með
okkur rannsóknarsamning um að halda
verkefninu áfram. Það var sjálfgefið að hún yrði
leiðbeinandi minn í meistaraverkefninu.
Hvatning og handleiðsla
Viðfangsefnið um svefnvanda barna óx og óx
og Marga hélt mér á tánum að vinna faglega.
Hún kann svo vel að leyfa manni að vaxa. Hún
sér tækifæri í verkum manns og hvetur mann
áfram. Marga tók mig með sér á ráðstefnur
og setti mér strax þá reglu að maður fer ekki
á alþjóðlega ráðstefnu nema vera með faglegt
innlegg. Hún sagði tvær ástæður vera fyrir
því, annars vegar þá að þannig myndar maður
tengsl við aðra í alþjóðlega samfélaginu og
hins vegar setur það á mann þrýsting að vinna
vel til að vera með eitthvað tilbúið að kynna á
næstu ráðstefnu. Marga sagði líka að ef maður
væri með góða hugmynd þá væri líklegt að
einhver væri annars staðar með svipaða hugsun
að gerjast. Á ráðstefnum um hugðarefnið er
líklegast að maður finni þetta fólk og tengist
því.
Á fyrstu ráðstefnurnar með Mörgu fór ég með
veggspjöld en Marga setti markið hærra fyrir
mína hönd. Ég man vel eftir fyrsta erindinu
mínu á ensku. Marga hafði valið góða en litla
ráðstefnu og sagði ákveðið: „Nú ferð þú ekki
með veggspjald, nú talar þú.“ Svo sat hún
á fremsta bekk og hafði ekki af mér augun,
ánægð á svipinn og ég lifði þetta af.
Það eru margar skemmtilegar sögur af
ráðstefnuferðum okkar Mörgu og alltaf ljóma
af þeim þessir eiginleikar Mörgu að hvetja
mann áfram til að efla styrk sinn og treysta
sjálfum sér.
Ég man þegar við sátum saman á fyrirlestri
hjá Brazelton (þekktur fræðimaður á okkar
sviði) og vorum að horfa á myndband af
honum að meta hegðun og viðbrögð ungra
tvíburastráka. Ég var öll uppnumin og þótti
þetta frábært efni. Eftir myndbandið talaði
Brazelton um það sem hafði verið að gerast
milli hans og tvíburanna. Ég tengdi strax við
það sem hann benti á, hafði sjálf komið auga
Að gefa öðrum vængi –
kynni af Mörgu Thome
Arna Skúladóttir
sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala
1995 1995
Vigdís Magnúsdóttir verður forstjóri Landspítalans