Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 54
54 | Tímarit hjúkrunarfræðinga
„Hvert er framlag hjúkrunar
til heilbrigðis og hver er kjarni
hjúkrunarstarfsins?“ Þessar stóru
spurningar voru kjarni fræðistarfa
míns ágæta leiðbeinanda, Margaret
A. Newman, og kveiktu áhuga minn á
þessu rannsóknarverkefni til langrar
framtíðar.
Framlagi hjúkrunar til heilbrigðis og velferðar
skjólstæðinga hefur verið lýst með ýmsum
hætti í áranna rás. Lengst af hafa eigindlegar
rannsóknir, sem hafa skírskotun til þess
að skapa merkingarbæra tilveru í erfiðum
veikindum, einkum meðal langveikra
lungnasjúklinga og fjölskyldna þeirra, verið
mér hugleiknar. Síðar komst ég að því að til að
hljóta áheyrn ráðamanna og til að geta borið
saman árangur hjúkrunar við mismunandi
aðstæður þyrfti jafnframt tölulegar staðreyndir.
Mælingar á lífsgæðum, og þá einkum
heilsutengdum lífsgæðum, hafa í vaxandi mæli
verið notaðar í þessum tilgangi. Með notkun
mælitækja á heilsutengdum lífsgæðum er
leitast við að leggja tölulegt mat á sjónarhorn
skjólstæðinga um það hvað skiptir þá á máli er
varðar heilbrigði þeirra og velferð.
Þátttaka fjölskyldu er órjúfanlegur
þáttur í hjúkrun og samvinna
lykilatriði til árangurs
Langvinnir lungnasjúkdómar eru einn
af stærstu sjúkdómaflokkunum sem
heilbrigðisþjónustan fæst við. Í eðli sínu eru
langvinnir lungnasjúkdómar ólæknandi og
draga hægt og bítandi úr heilsu og vellíðan
fólks. Frá sjónarhorni velferðar og þjóðarhags
er mikils um vert að hindra framgang
sjúkdóms og lágmarka örorku og heilsuleysi
fólks með langvinna lungnasjúkdóma. Til
þess þarf öfluga heilbrigðisþjónustu, einkum
hjúkrun. Fyrir tæplega tveimur áratugum hófst
uppbygging á hjúkrunarstýrðri göngudeild
fyrir fólk með langvinna lungnasjúkdóma
og fjölskyldur þeirra. Meginmarkmið
þjónustunnar var og er að ná til þessa stóra
hóps skjólstæðinga, sem vitað er að berst
oft í einangrun og einmanaleika við mikil
og marvísleg vandamál, í þeim tilgangi að
hlúa að og bæta lífsgæði þeirra. Byggt var á
alþjóðlegum og innlendum rannsóknum um
þarfir og vandamál skjólstæðinganna. Samhliða
og til grundvallar þjónustunni var búinn til
fræðilegur rammi um samráð (e. partnership)
sem byggðist á alþjóðlegum rannsóknum
í hjúkrunarfræði. Grundvallaratriði sam-
ráðs er að mynda meðferðartengsl við
skjólstæðinga, sýna þeim virðingu og
skilning og virða sjálfsákvörðunarrétt þeirra.
Hjúkrunarfræðingar vinna með sjúklingum og
fjölskyldum að því að skilja hvað að er, hvaða
möguleikar eru í stöðunni og axla ábyrgð á
að vinna saman að úrlausnum. Í fræðilega
rammanum, sjá mynd 1, eru samræður (e.
dialogue) regnhlífarhugtak. Samræðurnar
hefjast á opinni nálgun um mikilvægustu
atriði er varða heilsu viðkomandi. Þátttaka
fjölskyldu er órjúfanlegur þáttur í hjúkruninni
og samvinna við hana lykilatriði árangurs. Líf
með einkennum er það atriði sem mest áhersla
er lögð á í allri hjúkruninni. Þverrandi geta
lungnanna til að sinna hlutverki sínu hefur
áhrif á nánast alla þætti tilverunnar, einkum
þegar fram í sækir. Samhliða þessu atriði er
greiður aðgangur að heilbrigðisþjónustu;
þjónusta á réttu þjónustustigi og þar með
samvinna við aðrar heilbrigðisstéttir og
stofnanir er mikilvæg. Þjónustan við sjúklinga
hefst gjarna í kjölfar alvarlegrar versnunar á
sjúkdómi eða þegar viðkomandi er með einum
eða öðrum hætti kominn í þrot. Þá hefst mikil
undirbúningsvinna að skilja vandamálin og
sjónarhorn sjúklinga og fjölskyldna þeirra
Hjúkrun
bætir lífsgæði
Dr. Helga Jónsdóttir
hjúkrunarfræðingur og prófessor við hjúkrunarfræðideild HÍ
„GRUNDVALLARATRIÐI
SAMRÁÐS ER AÐ MYNDA
MEÐFERÐARTENGSL
VIÐ SKJÓLSTÆÐINGA,
SÝNA ÞEIM VIRÐINGU
OG SKILNING OG VIRÐA
SJÁLFSÁKVÖRÐUNARRÉTT
ÞEIRRA“
1955 1956
Fyrsti áfangi nýs húsnæðis Hjúkrunarkvennaskóla Íslands á Landspítalalóð, nú Eirberg, tekið í notkun