Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 97

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 97
Tímarit hjúkrunarfræðinga | 97 Karlmaður lýkur ljósmæðraprófi á Íslandi Ljósmæður eru fyrsta stétt kvenna sem fær menntun. Fyrsti landlæknir á Íslandi, Bjarni Pálsson, hóf að mennta ljósmæður árið 1761. Rétt áður lét hann lesa þessa tilkynningu upp í kirkjum á Íslandi: Með því það er hans konunglegur Majts allranáðugasti vilji, að hér á landi sem alla staðar annarsstaðar í ríkjunum brúkast fyrir yfirsetukonu, vitugar frómar dáindiskvinnur, sem í barnsnauð, eftir þeirra embættis skyldi ganga með ráð og dáð til handa og hjálpar þeim kvinnum er leysast skulu fyrir barnsfæðingu frá fóstrinu. Hér varð til nýtt starf sem konur áttu eingöngu að sinna eins og í öðrum ríkjum Danakonungs. Landlæknirinn fékk hingað lærða danska yfirsetukonu, Margrete Katrine Magnus (1718-1805), sem skyldi sinna fæðingum og kenna öðrum konum réttu handtökin við fæðingarhjálpina. Hann sjálfur kenndi bóklega þætti yfirsetukvennastarfsins. Þrátt fyrir þessi boð landlæknis lauk íslenskur karlmaður, Jón Halldórsson (1738-1793) bóndi, yfirsetukvennaprófi árið 1776. Vitnisburður Jóns Péturssonar, fjórðungs- læknis í Norðlendingafjórðungi sem var viðstaddur yfirsetukvennaprófið, er varðveittur í Þjóðskjalasafni Íslands. Í honum kemur þetta fram: Hér með gjörir undirskrifaður vitanlegt, að Jón Halldórsson frá Arndísarstöðum innan Þingeyjarsýslu og Eyjadalsársóknar hefur af mér í yfirsetukvennakúnstinni examíneraður verið þann 26. mars [1776], og ei óverðugur fundinn þá sökum að æfa og iðka framvegis öllum þurfandi sem hann tilfær mögulegrar hjálpar, hvar til og ég óska honum guðlegs fulltingis. Heimildir Stjórnartíðindi fyrir Ísland 1924 A-deild. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja h.f., bls. 50. Ljósmæður á Íslandi I. bindi. Reykjavík: Ljósmæðrafélag Íslands, 1984, bls. 70, 79, 348-349, 354-355, 582, 622-623. Orðið „aðhjúkrun“ er gamalt orð í íslensku máli og þýðir það að hjúkra/aðhlynning. Sjá: Íslensk orðabók. Ritstjóri: Mörður Árnason. Reykjavík: Edda, 2007, bls. 4. Þjóðskjalasafn Íslands (ÞÍ). Sýsluskjalasafn. EyjaFJ. GB/5. Fylgiskjöl dómabóka 1859-1861, örk 1. Vitnisburður dagsettur 16. desember 1858. Alþingistíðindi 1911 B-deild. Reykjavík, 1911, bls. 1338. Stjórnartíðindi fyrir Ísland árið 1875 B-deild. Reykjavík, 1876, bls. 124. ÞÍ. Sýsluskjalasafn Skagafjarðar. Skag. B/22. Bréf 1877, örk: 20. Skagfirzkar æviskrár I. bindi. Akureyri: Sögufélag Skagfirðinga, 1964, bls. 48-49. Hallgrímur Gíslason, Klénsmiðurinn á Kjörvogi Þorsteinn Þorleifsson. Reykjavík: Bókaútgáfan Hólar, 2014, bls. 20, 47. ÞÍ. Skjalasafn landlæknis A, 1. Bréfabók Bjarna Pálssonar 1760-1771, blað 30r. Erla Dóris Halldórsdóttir, Fæðingarhjálp á Íslandi 1760-1880. Reykjavík: Háskóli Íslands, hugvísindasvið, sagnfræði og heimspekideild, 2016, bls. 116, 129. ÞÍ. Skjalasafn landlæknis A, 2. Bréfabók 1780-1793, bls. 172. Henrik Eriksson, Den diplomatiska punkten – maskulinitet som kroppsligt identitetsskande projekt i svensk sjuksköterskeutbildning. Gautaborg: Acta Universitatis Gothoburgensis, 2002, bls. 88; Berith Eva Lamøy, „Barnefødsler. Fra barneflokk till ønskebarn“, Familien 7 (2014), bls. 28. Forsagan er óþekkt en Jón er eini karlmaður- inn sem vitað er til að hafi lokið yfirsetu- kvennaprófi á Íslandi. Það leið 191 ár frá því Jón lauk ljósmæðraprófi á Íslandi 1776 þar til fyrsti karlmaðurinn, Alf Norin, tók ljósmæðrapróf í Svíþjóð árið 1967. Næstur karla til að ljúka ljósmæðraprófi á Norðurlöndunum var Norðmaðurinn Jan Bakke árið 1978 en hann lauk ljósmóðurprófi frá Statens jordmorskole í Björgvin í Noregi. Bæði Alf og Jan voru hjúkrunarfræðingar fyrir. Fíh segir sér úr BHM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.