Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 5
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015 3 Formannspistill hlutfall hjúkrunarfræðinga af mannafla hjúkrunarheimila verði aukið. Nýlegasta dæmið er stofnun sem ákveður að fækka starfseiningum með því að sameina þær og fjölgar þannig skjólstæðingum á hvern hjúkrunarfræðing. Sameiningunni fylgdi hins vegar ekki aukinn mannskapur og er það nú þannig að einn hjúkrunarfræðingur sinnir allt að 60 einstaklingum með aðstoð sjúkraliða og ófaglærðra. Þetta þýðir í raun að dregið er úr þeirri hjúkrun sem hjúkrunarfræðingar veita þrátt fyrir að viðfangsefni hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum verði sífellt flóknari og umfangsmeiri. Öldrunarhjúkrun er sú sérgrein hjúkrunar sem mun vaxa hvað mest í framtíðinni. Öldruðum mun fjölga mikið á næstu árum en það kallar á aukna þjónustu í öllu heilbrigðiskerfinu. Hjúkrunarfræðingar sinna ekki einungis öldrunarhjúkrun á hjúkrunarheimilum heldur alls staðar þar sem heilbrigðisþjónusta er veitt. Það er því mikilvægt að þeir sem stýra heilbrigðisþjónustunni sjái og skilji að mikilvægt er að efla hjúkrun aldraðra. Því er nauðsynlegt að yfirvöld komi með skýra stefnu í málefnum aldraðra og skilgreini þá þjónustu sem veita skal í framtíðinni og hvað í henni felst. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur nú síðastliðið ár unnið með fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga að því að efla hjúkrun aldraðra á Íslandi. Starfshópurinn vinnur nú að gerð tillagna um það sem FÍH telur nauðsynlegt að framkvæma til að efla hjúkrun aldraðra. Meðal þess sem þar er nefnt er aukin samþætting þeirra aðila sem taka þátt í þjónustu við aldraða til að auka hagkvæmni og skilvirkni þjónustunnar. Bent er á mikilvægi sérnáms í öldrunarhjúkrun og fjölgun sérfræðinga í öldrunarhjúkrun ásamt nauðsyn þess að efla heimahjúkrun og dagvistarúrræði. Tillögum hópsins hefur þegar verið komið í hendur heilbrigðisráðherra sem vonandi Í mörg ár hafa rannsóknir sýnt að góð hjúkrun dregur úr dánartíðni sjúklinga, kemur í veg fyrir fylgikvilla sjúkdóma og slysa, bætir lífsgæði fólks og gerir það að verkum að einstaklingar komast fyrr en ella út í samfélagið á nýjan leik. Nýlegar rannsóknir sýna að með því að manna með vel menntuðum hjúkrunarfræðingum og að þeir séu hátt hlutfall þeirra sem sinna hjúkrun sjúklinga verður árangurinn og þjónustan betri. Ég segi vel menntuðum hjúkrunarfræðingum þar sem enn finnast í heiminum hjúkrunarfræðingar sem ekki hafa háskólanám að baki heldur nám á framhaldsskólastigi. Sem betur fer er það á undanhaldi og flest lönd, sem ekki hafa hjúkrunarnám á háskólastigi, vinna nú að því að svo verði. Þrátt fyrir að mikilvægi hjúkrunar sé þekkt þurfum við hjúkrunarfræðingar sífellt að verja hjúkrunina til að tryggja öryggi sjúklinga. Þeir sem reka heilbrigðis­ stofnanir, einkum hjúkrunar heimili, leita leiða til að draga úr þeim kostnaði sem rekstrinum fylgir. Dregið er úr þjónustu hjúkrunarfræðinga og minna menntað starfsfólk fengið í staðinn eða jafnvel ófaglært starfsfólk. Það er algerlega þvert á ný viðmið landlæknis um mönnun á hjúkrunarheimilum en í nýju viðmiðunum útgefnum í desember 2014 er lagt til að tekur þær til greina og nýtir til eflingar hjúkrunar aldraðra á Íslandi. Af kjaramálum Mikil vinna er nú í gangi hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga vegna komandi kjarasamninga. Nauðsynlegt er að vanda undirbúning þeirrar vinnu vel og stilla saman strengi þeirra sem taka þátt í samningagerð, s.s. samninganefnd FÍH og trúnaðarmenn. Samninganefnd félagsins hefur lagt fram kröfugerð þar sem talin eru upp þau atriði sem við teljum nauðsynlegt að breyta og bæta í okkar kjarasamningum. Viðbrögðin við þeirri kröfugerð voru heldur dræm og okkur boðið það sama og nefnt hefur verið í fjölmiðlum eða 3,5% launahækkun. Það er langt frá þeim kröfum sem við settum fram. Það er því ljóst að á brattann er að sækja en það gerum við ótrauð og í sameiningu. Kjarabarátta er ekki einungis þeirra sem eru í samninganefnd FÍH. Komi til átaka hjá hjúkrunarfræðingum vegna komandi kjarasamninga verðum við að standa saman öll sem eitt til að ná árangri í kjarabaráttunni. Það er á ábyrgð hvers og eins að efla samstöðuna. Ég hef nefnt þetta margoft áður en góð vísa er aldrei of oft kveðin. Ég mun halda ykkur upplýstum um gang mála næstu vikurnar. Ég mun birta oftar pistla á heimasíðu félagsins og geri hjúkrunarfræðingum þannig kleift að fylgjast með gangi samningaviðræðnanna. Ég ráðlegg ykkur því að vera vakandi yfir heimasíðunni okkar og hvetja vinnufélaga ykkar til að fylgjast vel með því sem er að gerast. Baráttukveðjur, Ólafur. EFLING ÖLDRUNARHJÚKRUNAR OG KJARAMÁL Ólafur Guðbjörn Skúlason.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.