Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 7
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015 5 Í 79 ár hafa félagsblöð hjúkrunarkvenna og hjúkrunarfræðinga, hvað sem blaðið hefur heitið á hverjum tíma, verið prentuð í prentsmiðju. Fyrstu 11 árin var Tímarit félags íslenskra hjúkrunarkvenna vélritað og fjölritað en frá 1936 hefur blaðið, sem þá hét Hjúkrunarkvennablaðið, verið brotið um, fyrst í prentsmiðju og svo í tölvuforriti. Blaðið verður áfram brotið um á svipaðan hátt en stærð og hönnun breytist til að gera blaðið auðlesnara í spjaldtölvum og snjallsímum. Þessi breyting er gerð til þess að laga blaðið að þeim tækjum sem félagsmenn nota nú til þess að leita sér þekkingar og upplýsinga – tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum – en einnig til þess að draga úr kostnaði. Að auki gerir blaðið nú sitt til þess að fella þurfi færri tré og aka þurfi minna af pappír á ruslahaugana. Í þessu tölublaði er haldið áfram að fjalla um verkjameðferð og í þetta skipti er farið yfir mat á langvinnum verkjum. Tvær áhugaverðar fræðigreinar eru í blaðinu. Rannsóknir um reynslu sjúklinga af þjónustu hjúkrunarfræðinga fjalla oft um afmörkuð svið, hér um komu á kynsjúkdómamóttöku, en yfirleitt má yfirfæra niðurstöðurnar á það svið sem lesandinn vinnur á. Að vísu eru kynsjúkdómar líklega meira feimnismál en margt annað, en spennuna við að fara á sjúkrastofnun og léttinn, þegar niðurstaða er komin, könnumst við öll við. Hin fræðigreinin fjallar um mál sem hefur verið mikið rætt meðal hjúkrunarfræðinga – lyfjagjöf án þess að fyrir liggi fyrirmæli lækna. Hjúkrunarfræðingar stunda þetta til hagræðingar fyrir sjúklinginn en allir vita að slík lyfjagjöf er á gráu, ef ekki svörtu, svæði lagalega séð. Það er fagnaðarefni að umfang slíkrar lyfjagjafar hefur nú verið almennilega rannsakað. Niðurstöður sýna að hjúkrunarfræðingar á Landspítala láta sjúklinga hafa talsvert af verkjalyfjum og svefnlyfjum án fyrirmæla, sérstaklega á kvöldin. Þær ætti að vera tilefni til skipulagsbreytinga, til dæmis að ávallt sé hægt að ná í lækni að kvöldi til eða þá að veita hjúkrunarfræðingum almennt leyfi til þess að ávísa slíkum lyfum eftir þörfum. Í tilefni 90 ára afmælis blaðsins eru birtar nokkrar gamlar greinar. Minnt er á gamlar umræður um að ávarpa hjúkrunarkonur með orðinu „systir“ en þetta heiti náði aldrei útbreiðslu á Íslandi. Þá er grein eftir Þorbjörgu Árnadóttur en hún er merkiskona í hjúkrunarstétt og mun ég segja frá hennar lífshlaupi síðar á árinu. Hún var fyrsta hjúkrunarkonan sem hlaut meistaragráðu og ein af fáum hjúkrunarfræðingum sem hafa skrifað skáldsögur. Tímarit hjúkrunarfræðinga Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 6405 Bréfsími 540 6401 Netfang christer@hjukrun.is Vefsíða www.hjukrun.is Útgefandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Sími skrifstofu 540 6400 Ritstjóri og ábyrgðarmaður Christer Magnusson Tekið er á móti efni til birtingar á netfanginu christer@hjukrun.is. Leiðbeiningar um ritun fræðslu­ og fræðigreina er að finna á vefsíðu tímaritsins. Ritnefnd Ásta Thoroddsen Bergþóra Eyólfsdóttir Dóróthea Bergs Kolbrún Albertsdóttir Oddný S. Gunnarsdóttir Vigdís Hrönn Viggósdóttir Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir Fréttaefni Aðalbjörg Finnbogadóttir, Christer Magnusson, Lára Borg Ásmundsdóttir o.fl. Ljósmyndir Bart Verweij, Christer Magnusson, Evelyn Hockstein, Háskólinn á Akureyri, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, Jonathan Stern, Julie Meese Arbsa, Karl Eskil Pálsson o.fl. Próförk og yfirlestur Ragnar Hauksson Auglýsingar Guðrún Andrea Guðmundsdóttir, sími 540 6412 Hönnun Þór Ingólfsson, grafískur hönnuður FÍT Prentvinnsla Litróf Upplag 4100 eintök Pökkun og dreifing Póstdreifing Kveðjum prentvélina Með þessu blaði lýkur prentunarsögu Tímarits hjúkrunarfræðinga. Næsta tölublað, sem kemur um miðjan júní, verður einungis gefið út rafrænt. Christer Magnusson. Ritstjóraspjall Lægra lyfjaverð fyrir þig Við erum Mylan Eitt stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi M YL150301

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.