Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 9
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015 7 mati nemanda, kennslan sjálf og ánægja nemenda með kennsluna. Auk þess að fjalla um námsefnið er hlutverk kennara að kveikja áhuga á námsefninu, kenna leiðir til að leysa hugsan leg vandamál og taka ákvarðanir og síðast en ekki síst að örva gagnrýna hugsun (DeSanto­Madeya, 2007; Riddel, 2007). Rannsóknir hafa gefið til kynna að kennsla, sem er ánægjuleg fyrir nemandann, er líklegri til árangurs (Ansari og Oskrachi, 2004). Kennslu aðferðir, eins og tilfella kennsla, sem stuðla að virkni nemenda, auka enn fremur ánægju nemenda (Herreid, 2005). Tilfellakennsla hefur til þessa verið fremur lítið notuð við nám í hjúkrunarfræði. Vinsældir aðferðarinnar hafa hins vegar aukist á undanförnum árum (Delpier, 2006) og eru nemendur almennt ánægðir með kennslu aðferðina (DeSanto­Madeya, 2007; Rico o.fl., 2010). Ljóst er að aðferðin virðist henta vel til kennslu í hjúkrun óháð námsstigi (Delpier, 2006; Yoo og Park, í prentun). Í þessari grein eru notuð hugtökin kennari og nemandi. Kennari er hver sá hjúkrunar­ fræðingur sem notar tilfelli við kennslu hvort sem það er í klínísku starfi eða formlegri kennslu í skóla. Nemandi er á hinn bóginn hver sá sem hlýtur fræðslu hvort sem um er að ræða hjúkrunarnema í skóla eða hjúkrunarfræðing í starfi. Tilfellakennsla Tilfellakennsla tilheyrir flokki kennslu­ aðferða sem beitt er í svokölluðu lausnar­ leitarnámi (problem based learning). Tilfellakennsla er gagnvirk kennsluaðferð sem gefur nemendum færi á að beita þekkingu, sem þeir búa yfir, til þess að finna lausnir á klínískum vandamálum (Lonser o.fl., 2006). Virkni nemenda er einn af hornsteinum tilfellakennslu og notkunarmöguleikar aðferðarinnar nánast óþrjótandi (Herreid, 2005). Mögulegt er að virkja mörg svið þekkingar þegar tilfelli eru leyst (Weaver, 1994, í Sandstrom, 2006). Tilfelli henta vel til að gera kennsluna skemmtilega og áhugaverða og þau auðvelda nemendum að muna (Herreid, 2005; Sandstrom, 2006). Þá er það er ekki síst sagan á bak við hvert tilfelli sem skiptir máli (Dowd og Davidhizar, 1999; Herreid, 2005) og auðveldar nemandanum að muna staðreyndir (Delpier, 2006). Talið er að tilfellakennsla hjálpi nemendum að þroska faglega hugsun (Dowd og Davidhizar, 1999; Delpier, 2006) og geti nýst þeim til að öðlast ákveðna hæfni, ólíkt fyrirlestrum þar sem áhersla er lögð á staðreyndir og að útskýra fyrirbæri (Flyvberg, 2006). Meðal kosta aðferðarinnar er að hún er talin örva gagnrýna hugsun (Lauver o.fl., 2009) og hafa nemendur lýst því hvernig notkun tilfella hjálpaði þeim að hugsa á gagn­ rýninn hátt og öðlast dýpri skilning á því sem verið væri að fjalla um (Rico o.fl., 2010). Kostir tilfellakennslu eru margir, sjá töflu 1, og tilfelli henta vel hvort sem um er að ræða kennslu einstaklinga eða hópa í hefðbundinni kennslustund eða í klínískri kennslu (Herreid, 2005; Herrman, 2002). Tilfelli hafa meðal annars verið notuð við kennslu um hjúkrun sjúklinga með sykursýki og fleiri langvinna sjúkdóma (Sandstrom, 2006), barnahjúkrun og geð­ og taugahjúkrun (Lauver o.fl., 2009), í lyf­ og skurðhjúkrun (DeSanto­Madeya, 2007) og jafnvel til að tengja sögulegar staðreyndir við greiningu klínískra vandamála (Ciesielka, 2003). Tilfellakennsla er ekki hafin yfir gagnrýni og ekki eru allir sammála um að aðferðin skili endilega betri árangri en aðrar kennsluaðferðir (Lauver o.fl., 2009; Kim o.fl., 2006). Hafa þarf í huga að tilfellakennslu er ekki ætlað að koma í stað annarra kennsluaðferða heldur fremur að bæta við og auka fjölbreytni í kennslu (Dowd og Davidhizar, 1999). Tilfellakennsla er því áhugaverð viðbót við kennsluaðferðir, auðgar kennsluna og hjálpar að líkindum við að þroska aðra þætti hjá nemendum en hefðbundin fyrirlestrakennsla. Tilfelli í kennslu Tilfelli geta verið af margvíslegum toga (Herreid, 2005). Þau má skilgreina sem „sögur, aðstæður, safn gagna eða fullyrðinga, sem sýna óleyst og ögrandi efni, aðstæður eða spurningar“ (Indiana University, e.d.). Tilfelli getur verið einn einstaklingur eða fleiri, sjúklingahópur, stofnun, sérstakur atburður, fjölskylda eða jafnvel heil þjóð svo dæmi séu nefnd (Stake, 2005; Yin, 1999). Tilfelli henta vel þegar markmiðið er að öðlast heildræna og merkingarbæra þekkingu á fyrirbærum eins og þau koma fyrir í umhverfinu (Yin, 1999) og tilfelli má nota til að skýra ákveðin ferli og sömuleiðis til að setja fram og prófa kenningar (Hentz, 2007). Tafla 1. Helstu kostir þess að nota tilfelli í kennslu (Herreid, 2005). Örvar gagnrýna hugsun Líkir eftir raunverulegum aðstæðum Þroskar klíníska ákvarðanatöku Virkjar nemendur Auðveldar nemendum að muna Kennari fær tækifæri til að deila eigin reynslu, jákvæð tengsl við nemendur Margir notkunarmöguleikar Tafla 2. Hugmyndir að notkun tilfella í kennslu. Stutt tilfelli Henta vel fyrir litla hópa Hægt að nota sem hluta af fyrirlestri Hægt að leggja fram fyrir tíma og láta nemendur kynna í tíma Hægt að halda „ráðstefnu“ þar sem tveir eða fleiri hópar kynna mismunandi aðferðir við að leysa tilfellið Fyrirframtilbúnar spurningar Framhaldstilfelli Hentar í og jafnvel á milli kennslustunda Byggt ofan á fyrri þekkingu Raunverulegt klínískt tilfelli á deild/stofnun Notað til að læra af reynslunni Tilfellið skoðað frá mismunandi sjónarhornum Skoðað hvað hefði mátt fara betur eða hvað gekk sérstaklega vel Ekki má ásaka starfsfólk („no blame“)

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.