Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 11
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015 9 2006; Dowd og Davidhizar, 1999). Vanda þarf vel til spurninga og forðast skal spurningar sem bjóða einungis upp á já­ eða nei­svör. Röð spurninga þarf að vera rökrétt, byrja þarf á einföldum spurningum sem snúa að staðreyndum en koma síðar með spurningar sem reyna á samanburð, greina í sundur og samþætta efnið (Indiana University, e.d.). Kennarinn þarf jafnframt að reyna að sjá fyrir hvaða spurningar kunna að vakna hjá nemendum og í hvaða átt umræðurnar muni fara og undirbúa sig í samræmi við það (Delpier, 2006). Í lok kennslunnar eru svo aðalatriði dregin saman og boðið upp á spurningar um vafaatriði eða vangaveltur. Í töflu 5 er að finna punkta sem gott er fyrir kennara að hafa í huga þegar tilfelli eru notuð í kennslu. Notkun tilfella í kennslu hefur marga kosti en aðferðin getur reynt nokkuð á kennarann. Kennarar, sem kjósa að fara nýjar leiðir í kennslu, þurfa að vera tilbúnir til að taka ákveðna áhættu (Herrman, 2002) því ýmislegt getur farið úrskeiðis, svo sem að missa stjórn, kennari veit ekki svar við spurningum nemenda eða tilfellið fer út um þúfur. Mikilvægt er að kennari gefi sér tíma eftir kennsluna og ígrundi hvernig gekk til að læra af reynslunni og bæta sig (Delpier, 2006). Góður undirbúningur, kennara og nemenda, skýr kennslumarkmið og styrk stjórnun umræðna eru forsenda þess að vel takist til. Í þessu sambandi er vert að geta þess að einn af kostum tilfellakennslu er enn fremur að kennarinn lærir mikið sjálfur á að beita aðferðinni (Dowd og Davidhizar, 1999). Reynsla af notkun tilfella í kennslu Fyrri höfundar þessarar greinar (SZ) hefur orðið töluverða reynslu af því að nota tilfelli við kennsluna og deilir hér nokkrum reynslusögum. Áhugi á aðferðinni vaknaði þegar ég byrjaði að kenna um verki og verkjameðferð við hjúkrunarfræðideild. Ég hafði rekið mig á það í kennslunni að það að standa og þruma yfir nemendum um hin og þessi lyfin og að svona ætti nú að fara að virtist skila sér í tak mörkuðum mæli til nemenda. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að hressa upp á fyrir lesturinn voru nemendur gjarnan á svipinn eins og þeir biðu dóms og ánægja mín af kennslunni var í samræmi við stemninguna í salnum. Í kennslu í vorskóla skurð lækningasviðs á Landspítalanum vorið 2010, sem ætlaður er nemum og nýráðnum hjúkrunarfræðingum, prófaði ég að setja fram klínískt dæmi og bað nemendur um að koma með hugsanlegar lausnir á vandanum. Og viti menn! Skyndi­ lega fóru af stað líflegar umræður og var tilfellið rætt fram og til baka. Í lok kennslustundarinnar höfðu nemendur orð á því að „þetta hefði sko verið gagnlegt, loksins lærðu þeir eitthvað!“ Ég hef notað tilfelli á mismunandi hátt við kennslu um verki og verkjameðferð. Við kennslu í hjúkrunarfræðideild hef ég aðallega stuðst við „framvindutilfelli“ þar sem einstaklingur með verki er kynntur til sögunnar og honum er svo fylgt eftir í gegnum sjúkrahúsdvölina. Nemendur þurfa þá að taka afstöðu til þess hvað sé heppilegast að gera, svo sem að • Tilfellið kynnt (lýðfræði, meinafræði, vandamál og saga). • Liggja allar upplýsingar fyrir eða vantar eitthvað? • Hvað sýna rannsóknir (blóðprufur o.þ.h.) og skoðun? Upplýsingar • Fyrirkomulag kennslunar kynnt. • Athuga hvort allt er skýrt og hvort nemendur hafa spurningar.Kynning • Nemendur koma með rökstuddar tillögur að meðferð.Tillögur að meðferð • Umræður um meðferðarmöguleika. • Önnur úrræði?Umræður • Niðurstöður dregnar saman. • Spurningum svarað.Samantekt Mynd 1. Notkun á tilfellum í kennslu (Delpier, 2006). Tafla 5. Atriði sem hafa þarf í huga við notkun tilfella í kennslu (Indiana University, e.d.). Skoða ólík sjónarhorn. Gæta þess að ein sýn á viðfangsefnið sé ekki yfirgnæfandi í umræðunum. Skoða hvað liggur að baki hugmyndum eða tillögum. Af hverju segir viðkomandi þetta? Skoða hverjir eru kostir og gallar tiltekinna hugmynda eða lausna? Skoða bæði orsök og afleiðingu. Hvað olli þessu? Hvað gæti gerst? Hefði mátt grípa fyrr inn í? Skoða málin frá ólíkum hliðum. Hvernig gæti málið litið út frá sjónarhóli aðstandenda? Sjúklings? Annars heilbrigðisstarfsmanns? Skýra og fylgja eftir umræðum. „Hvað áttu við þegar þú segir ...?“ Benda markvisst á ólíka þætti í umræðum, svo sem að hvaða leyti hugmynd X er ólík hugmynd Y.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.