Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 12
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 201510 meta verki, velja ákveðið verkjalyf, skammtastærðir, aðrar aðferðir en lyf og fleira. Einnig hef ég notað stök tilfelli, þar sem nemendur fá tilfellið í hendur og svara ákveðnum spurningum sem fylgja tilfellinu. Þess háttar tilfelli hentar vel fyrir litla hópa að leysa. Þá hef ég einnig notað tilfelli á Medscape (sjá töflu 3) í kennslu. Nemendur lesa sig í gegnum tilfellið á netinu og svara síðan spurningum sem tengjast tilfellinu. Í vinnu minni sem sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala hef ég notað raunveruleg tilfelli þar sem farið var í gegnum sjúkrasögu viðkomandi og skoðað hvernig brugðist var við ákveðnum atriðum og rætt um hvernig til hefði tekist, hvað mátti læra af tilfellinu og hvernig hefði verið æskilegt að bregðast við. Mín reynsla er sú að notkun tilfella í kennslu er skemmtileg aðferð sem vekur áhuga nemenda og virkjar þá til þátttöku í kennslustund. Námsmat hefur komið vel út. Hins vegar er notkun tilfella vissulega krefjandi. Það tekur tíma að útbúa gott kennslutilfelli og stundum tekur tíma að virkja nemendur. Þá getur nemendum þótt erfitt að ekki sé alltaf eitt rétt svar og hætta er á því að umræður fari út um víðan völl. Því er mikilvægt að hafa skýr markmið með tilfellinu. Lokaorð Tilfellakennsla hentar vel til að vekja áhuga og skapa umræður meðal nemenda. Sömuleiðis auðvelda tilfelli nemendum að muna og aðferðin er talin örva gagnrýna hugsun. Notkun tilfella er vissulega krefjandi fyrir kennarann en jafnframt ánægjuleg og lærdómsrík. Skýr kennslumarkmið og góður undirbúningur eru forsenda þess að vel takist til. Eftir sem áður gildir hið fornkveðna, „allt er best í hófi“ því aðferðin á ekki alltaf við. Sumt efni er ekki heppilegt að kenna með tilfellum og auk þess er nauðsynlegt að nemendur hafi ákveðinn þekkingargrunn til að aðferðin skili árangri. Þótt tilfellakennsla sé krefjandi og ekki gallalaus aðferð hvetjum við hjúkrunar­ fræðinga engu að síður til að prófa sig áfram með aðferðina því að sögn Flyvberg (2006) er einungis mögulegt að þroskast úr nýgræðingi í sérfræðing með því að hafa reynslu af tilfellum. Heimildir Ansari, W.E., og Oskrachi, R. (2004). What ‘really’ affects health professions students’ satisfaction with their educational experience? Implication for practice and research. Nurse Eductaion Today, 24, 644­655. Ciesielka, D. (2003). Clues for clinicians. Nurse Educator, 28(1), 3­4. Delpier, T. (2006). Cases 101: Learning to teach with cases. Nursing Education Perspectives, 27(4), 204­209. DeSanto­Madeya, S. (2007). Using case studies based on a nursing conceptual model to teach medical­surgical nursing. Nursing Science Quarterly, 20(4), 324­329. Dowd, S.B., og Davidhizar, R. (1999). Using case studies to teach clinical problem­solving. Nurse Educator, 24(5), 42­46. Flyvberg, B. (2006). Five misunderstandings about case­study research. Qualitative Inquiry, 12, 219­245. Hentz, P.B. (2007). Case study: The method. Í P.L. Munhall (ritstj.), Nursing research: A qualitative perspective (4. útg.) (bls. 349­358). Sudbury: Jones and Bartlett Publishers. Herreid, C.F. (2005). Using case studies to teach science. Actionbioscience.org. Sótt 12. febrúar 2015 á http://www.actionbioscience. org/education/herreid.html. Herreid, C.F. (1997). What makes a good case? Journal of College Science Teaching, 27(4), 14­17. Herrman, J.W. (2002). The 60­second nurse educator: Creative strategies to inspire learning. Nursing Education Perspectives, 23(5), 222­227. Indiana University (e.d.). Teaching with the case method. Indiana University Teaching Handbook. Sótt 12. febrúar 2015 á http:// www.teaching.iub.edu/wrapper_big. php?section_id=case. Kaddoura, M.A. (2011). Critical thinking skills of nursing students in lecture­based teaching and case­based learning. International Journal for the Scholarship of Teaching and Learning, 5(2), grein 20. Sótt á http://digitalcommons. georgiasouthern.edu/ij­sotl/vol5/iss2/20. Kim, S., Phillips, W.R., Pinsky, L., Brock, D., Phillips, K., og Keary, J. (2006). A conceptual framework for developing teaching cases: A review and synthes of the literature across disciplines. Medical Education, 40, 867­876. Lauver, L.S., West, M.M., Campbell, T.B., Herrold, J., og Wood, G.C. (2009). Toward evidence­ based teacing: Evaluating the effectiveness of two teaching strategies in an associate degree nursing program. Teaching and Learning in Nursing, 4, 133­138. Lonser, V.M., Abbott, R., Allen, K., og Davidhizar, R. (2006). Implementation of problem­based learning in a final semester comprehensive nursing course. The Health Care Manager, 25(2), 184­193. Rico, J.S., Beal, J., og Davies, T. (2010). Promising practices for faculty in accelerated nursing programs. Journal of Nursing Education, 49(3), 150­155. Riddell, T. (2007). Critical assumptions: Thinking critically about critical thinking. Journal of Nursing Education, 46(3), 121­126. Sandstrom, S. (2006). Use of case studies to teach diabetes and other chronic illnesses to nursing students. Journal of Nursing Education, 45(6), 229­232. Stake, R.E. (2005). Qualitative case studies. Í N.K. Denzin og Y.S. Lincoln (ritstj.), The Sage Handbook of Qualitative Research (3. útg.) (bls. 443­466). Thousand Oaks: Sage Publications. Yin, R.K. (1999). Enhancing the quality of case studies in health services research. Health Services Research, 34(5, II. hluti), 1209­1224. Yoo, M.S., og Park, H.R. (í prentun). Effects of case­based learning on communication skills, problem­solving ability, and learning motivation in nursing students. Nursing & Health Sciences. DOI: 10.1111/nhs.12151. Dr. Sigríður Zoëga er sérfræðingur á Landspítala í hjúkrun sjúklinga með verki. Dr. Hrund Scheving Thorsteinsson er deildarstjóri menntadeildar á Landspítala.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.