Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 13
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015 11 NÆSTA TÖLUBLAÐ VERÐUR RAFRÆNT Símar og spjaldtölvur, sem nota stýrikerfið Android, geta sótt smáforritið í Google play. App store í iPad. Hér verður hægt að sækja smáforritið til þess að skoða blaðið. Frá og með júní nk. verður Tímarit hjúkrunarfræðinga eingöngu gefið út rafrænt. Félagsmenn og aðrir áhugasamir munu þá geta sótt sér smáforrit fyrir snjallsíma og spjaldtölvu og vistað tölublöðin í því. Margir þekkja nú þegar þetta fyrirkomulag. Einnig verður áfram hægt að lesa blaðið á vef félagsins í pdf­útgáfu. Á sama tíma breytist útlitið nokkuð. Er það gert til þess að laga blaðið að þeim skjá sem lesið er af þannig að leturstærðin verði hæfileg. Blaðið verður gefið út í smáforriti í App store og í Google play. Þeir sem eiga ekki tæki, sem geta nýtt sér þessi smáforrit, geta lesið blaðið í tölvu með því að fara á vef félagsins eins og áður. Gert er ráð fyrir að gefa út prufublað í maí en í því verða nokkrar greinar sem hafa þegar birst í eldri tölublöðum. Félagsmenn verða látnir vita þegar hægt verður að sækja smáforritið.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.