Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 20
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 201518
það er fer eftir eðli verkjanna og heilsu
fars sögu viðkomandi. Í töflu 2 er að finna
yfirlit yfir nokkur atriði við líkamsmat.
Hafa þarf í huga að einstaklingar með
langvinna verki sýna oft ekki sömu merki
um vanlíðan og þeir sem eru með bráða
verki, það er þeir líta ekki endilega út
fyrir að vera með verki og lífsmörk geta
verið óbreytt þrátt fyrir mikinn sársauka.
Mikilvægt er að þetta sé ekki túlkað sem
svo að viðkomandi sé ekki að segja satt
og rétt frá (Short og Lynch, 2010). Margir
aðrir þættir geta haft áhrif á lífsmörk en
verkir, og því til viðbótar á lífeðlisfræðileg
og hegðunarleg aðlögun sér stað með
tímanum og því sýnir einstaklingurinn
ekki endilega þessi merki (Pasero og
McCaffery, 2010).
Til eru ýmis matstæki sem nota má við
mat á langvinnum verkjum og áhrifum
þeirra á einstaklinginn. Auk kvarða, sem
meta styrk verkja og finna má yfirlit
yfir í grein um mat á bráðum verkjum
(Sigríður Zoëga, 2015), eru einnig notuð
fjölvíddarmælitæki (spurningalistar)
sem meta verki á heildstæðari hátt.
Eitt slíkt tæki er Stutt verkjaskrá (Brief
Pain Inventory) sem hefur verið þýtt
og staðfært á íslensku (Gunnarsdottir
o.fl., 2005). Stutt verkjaskrá inniheldur
15 spurningar og tekur um 510
mínútur að fylla hana út. Viðkomandi
merkir verkina inn á mynd og svarar
síðan spurningum um styrk verkja,
verkjastillingu, áhrif verkja á daglegar
athafnir, skap, göngugetu, samskipti,
svefn og lífsgæði. Annað mælitæki, sem
einnig er til á íslensku, er The McGill Pain
Questionnaire. Spurningalistinn mælir
styrk og eiginleika verkja og tekur um
510 mínútur að svara honum. Listinn
hefur mikið verið notaður í klínísku starfi
og rannsóknum erlendis (Melzack og
Katz, 2013) en hefur tiltölulega lítið
verið notaður hér á landi. Þá hafa
nokkur mælitæki, sem notuð eru til
greiningar og við mat á taugaverkjum,
verið þýdd yfir á íslensku, svo sem
Pain Detect, og nú nýlega Doleur
Neuropathique 4 (DN4) og Neuropathic
Pain Questionnaire (NPQ) (munnleg
heimild Gyða Björnsdóttir, 10. mars
2015). Ýmis önnur mælitæki eru einnig
notuð í klínísku starfi og rannsóknum,
svo sem þunglyndis, kvíða og
vonleysiskvarðar Beck, spurningalisti
sem metur hörmungarhyggju (CPS),
SF36 og fleiri (munnleg heimild Magnús
Ólafsson, 16. mars 2015) en um þau
verður ekki fjallað frekar hér.
Mat á árangri meðferðar
Langvinna verki getur verið erfitt að
meðhöndla, ekki síst taugaverki (Finnerup
o.fl., 2010), og því miður tekst ekki alltaf
að draga úr styrk verkjanna. Við mat á
árangri meðferðar er því ekki síður horft
til þátta eins og líkamlegrar, andlegrar
og félagslegrar virkni einstaklingsins,
aukinnar sjálfsbjargargetu og lífsánægju.
Meta þarf árangur meðferðar og
endurskoða meðferðarúrræði ef þörf
krefur (Breivik o.fl., 2008; Scottish
Intercollegiate Guidelines Network
(SIGN), 2013). Sömu mælitæki og lýst
var hér að ofan eru gjarnan notuð við
mat á árangri meðferðar. Í töflu 3 er
að finna vefslóðir á fagfélög, klínískar
leiðbeiningar og gagnlegar síður þar
sem finna má upplýsingar um verki og
verkjameðferð.
Lokaorð
Einstaklingar með langvinna verki leita
mikið til heilbrigðisþjónustunnar vegna
vanlíðanar og margvíslegara áhrifa
verkja á daglegt líf þeirra og störf.
Hjúkrunarfræðingar þurfa að vera færir
um að meta langvinna verki og áhrif
þeirra á einstaklinginn til að geta veitt
viðeigandi meðferð og þannig stuðlað
að aukinni virkni og betri líðan. Samvinna
við einstaklinginn og virk þátttaka hans
í meðferð geta stuðlað að betri árangri
meðferðar.
Heimildir:
Anna G. Gunnlaugsdóttir (2006).
Hjúkrunarfræðilegt mat á verkjum. Í Helga
Jónsdóttir (ritstj.), Frá innsæi til inngripa.
Þekkingarþróun í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði
(bls. 1940). Reykjavík: Hið íslenska
bókmenntafélag.
Breivik, H., Borchgrevink, P.C., Allen, S.M.,
Rosseland, L.A., Romundstad, L., Hals, E.
K., Kvarstein, G., og Stubhaug, A. (2008).
Assessment of pain. British Journal of
Anaesthesia, 101(1), 1724.
Breivik, H., Collett, B., Ventafridda, V., Cohen, R.,
og Gallacher, D. (2006). Survey of chronic pain
in Europe: Prevalence, impact on daily life, and
treatment. European Journal of Pain, 10(4),
287333.
Finnerup, N.B., Sindrup, S.H., og Jensen, T.S.
(2010). The evidence for pharmacological
treatment of neuropathic pain. Pain, 150(3),
573581.
Myndin málaði Julie Meese Arbsa en hún
er bresk myndlistarkona sem þjáist af gigt.
Myndin er tilraun hennar til að lýsa líðan sín.
Tafla 2. Líkamsmat (Breivik o.fl., 2008; Short og Lynch, 2010).
Húð Athuga litarhátt, hitastig og heilleika húðar
Eru sjáanleg merki um bólgu eða sýkingu?
Þreifing Athuga eymsli við snertingu (bæði létta og djúpa)
Þreifa eftir aumum punktum
Hreyfigeta og styrkur Athuga breytingar á stöðu og göngulagi
Eru merki um skerta hreyfigetu?
Er stirðleiki eða vöðvarýrnun til staðar?
Er vöðvastyrkur minnkaður?
Skynjun Skynjar viðkomandi mun á heitu og köldu? Skynjar viðkomandi
mun á mjúku og oddhvössu?
Er dofi til staðar?
Framkallar létt snerting verki?