Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 23
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015 21
Bandaríkjamenn hafa lagt mikið fé og orku
til margvíslegrar heilsuverndarstarfsemi
og sérstaklega telja þeir sér til tekna
nútíma heilsuverndarhjúkrunarkonuna og
álíta þeir sig brautryðjendur á því sviði
heilsuverndarinnar og hafa hjúkrunarkonur
margra þjóða sótt framhaldsnám í
heilsuvernd í Bandaríkjunum.
Fyrsta heilsuverndarhjúkrunarfélagið í
Bandaríkjunum var stofnað í Boston árið
1886 og var þá nefnt Félag kennslu
heimilis hjúkrunarkvenna. Árið 1906 setti
félag þetta á stofn námskeið fyrir heilsu
verndarhjúkrunarkonur og skömmu síðar
innleiddi Columbiaháskólinn í New York
samskonar námskeið. Námskeiðum
þessum hefur sífellt farið fjölgandi og nú
er svo komið í Bandarríkjunum að krafist
er af öllum hjúkrunarkonum sem gegna
vilja heilsuverndarstörfum að þær hafi
lokið eins til tveggja ára háskólanámi í
heilsuvernd, að afloknu hjúkrunarnámi.
Til frekari útskýringar á fyrirkomulagi
nútíma heilsuverndarstarfsemi vil ég lýsa í
aðaldráttum skipulagningu heilsu verndar
starfanna í bænum Seattle, Washington,
sem telur hálfa milljón íbúa. Þangað
til árið 1943 störfuðu heilsu verndar
hjúkrunarkonurnar þar í bæ í sérdeildum
og sumar á vegum einkafélaga. Ung
barna verndar hjúkrunar konurnar sinntu
aðeins ungbörnum, höfðu sína eigin
skrifstofu og stöðvar. Berkla varnar
hjúkrunarkonurnar önnuðust berklavarnir
eingöngu og svo framvegis. Í lok ársins
1943 voru öll þessi störf sameinuð
og innlimuð í heilsu verndarstarfsemi
bæjarins að meðtaldri hjúkrahjúkrun, sem
einkafélag hafði annast allt að þessu.
Bærinn bar þó eigi allan kostnaðinn í
byrjun, heldur naut hjúkrunarstarfsemin
aðstoðar frá einkafélaginu, sem annast
hafði sjúkrahjúkrunina, og konur
þær sem í þessu félagi voru, leystu
af hendi ýmiskonar sjálfboðavinnu við
heilsuverndarstarfsemina. Einnig naut
starfsemin opinberra styrkja. Búist er
við að í framtíðinni muni bærinn annast
rekstur starfseminnar á sinn kostnað,
með aðstoð opinberra styrkja og á slíkt
fyrirkomulag sér stað í sumum bæjum.
Við breytinguna var bænum skipt í hverfi
og annast hver hjúkrunarkona allar greinar
heilsuverndarinnar í sínu hverfi, svo sem
ungbarnavernd, berklavarnir, andlega
heilsuvernd, farsóttir, sjúkrahjúkrun og
svo framvegis. Fyrir hverju hverfi er
svo yfirhjúkrunarkona eða deildarstjóri,
sem annast eftirlit með störfum
hjúkrunarkvennanna, og leiðbeinir þeim
með vandamál þau sem fyrir kunna að
koma á heimilunum. Í hverju hverfi er
skrifstofa þar sem hjúkrunarkonurnar
mæta á morgnana og ljúka skýrslum
sínum fyrir daginn næst á undan, og
skipuleggja verk sitt fyrir komandi dag,
með aðstoð deildarstjóra.
Skýrslur hjúkrunarkvennanna eru mikill
þáttur í heilsu verndarstarfseminni.
Skrif stofu stúlkur annast síma, röðun á
skýrslum og önnur skrifstofustörf undir
umsjón deildar stjóra. Í hverju hverfi eru
ein eða fleiri ungbarna verndarstöðvar,
svo mæðurnar þurfa ekki að fara langar
leiðir með ungbörnin. En í miðbænum er
aðalheilsu verndarbyggingin og í henni eru
stöðvar fyrir hinar ýmsu greinar heilsu
verndarinnar, svo sem berklavarnastöð,
Góðgerðarstarfsemi síðan 1893
Henry Street Settlement, sem talað er um í greininni, er enn þá til og sinnir hinum ýmsu
góðgerðarstörfum. Fyrir utan heilbrigðisþjónustu eru verkefni um starfsþjálfun, ýmsan stuðning við
eldri borgara, gistiskýli fyrir heimilislausa og menningarstarfsemi og listsköpun fyrir börn. Starfsemin
er í mörgum húsum á Lower East Side í New Yorkborg og starfsmenn eru nú um 450 í fastri vinnu
og álíka margir í tímabundinni verkefnavinnu. Til fróðleiks má nefna að fyrsti skólahjúkrunarfræðingur
New Yorkborgar hlaut laun sín frá Henry Streetstofnuninni í upphafi 1902. Þegar fram líðu
stundir ákvað borgin að ráða fleiri skólahjúkrunarfræðinga. Heimahjúkrun stofnunarinnar færðist til
borgarinnar 1944, um það leyti sem Þorbjörg Árnadóttir starfaði þar.