Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 24
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 201522
ungbarnaverndarstöð, kynsjúkdómastöð
og svo framvegis. Einnig er þar röntgen
deild, rannsóknar stofur, lyfjastofa og
fleiri. Í sumum stórborgum, eins og til
dæmis New York, eru svokallaðar heilsu
miðstöðvar í mörgum hverfum bæjarins.
Í þessum heilsumiðstöðvum (Health
Centers) eru stöðvar fyrir hinar ýmsu
greinar heilsuverndarinnar, þar á meðal
heyrnar hjálp og augnskoðun.
Í Seattle og flestum stærri bæjum er
heilsuverndarstarfseminni þannig háttað
að læknir sem hefir sérmenntun í heilsu
vernd er forstjóri starfseminnar. En auk
þess starfa margir læknar við hinar ýmsu
sérgreinar, svo sem farsóttir, berklavarnir,
kynsjúkdóma, ungbarnavernd og svo
fram vegis og eru læknar þessir sér
fræðingar hver í sinni grein.
Þau skilyrði eru gerð að hjúkrunarkonur
þær sem fyrir deildum standa hafi lokið
háskólaprófi með BS eða BAskírteini.
Hjúkrunarkonur þær sem starfað höfðu
fyrir bæinn í mörg ár í hinum ýmsu
sérgreinum, og sem höfðu lokið námi
í almennri heilsuvernd en höfðu ekki
BS eða BAskírteini, gátu ekki fengið
deildarstjórastöðu nema þær lykju slíku
prófi.
Þá má geta þess að nemar frá hjúkrunar
kvennaskólum fá tækifæri til þess að
kynnast heilsuverndarstarfseminni og
vitja þær í heimahúsum með heilsu
verndarkonunum um sex vikna skeið,
jafnframt því sem þær fá munnlega
tilsögn frá deildarstjórum og kennara
sem annast eftirlit með þeim. Einnig
fá þær hjúkrunarkonur sem stunda
framhalds nám í heilsuvernd verklega
þekkingu sínu með því að vinna með
þeim heilsuverndarhjúkrunarkonum sem
í bæjum og sveitum starfa.
Slík sameining á öllum greinum heilsu
verndarinnar, sem lýst hefur verið hér að
framan, virðist að mörgu leyti heppileg
og vera til sparnaðar á margan hátt. Það
sem heilsuverndarhjúkrunarkonurnar hafa
aðallega fundið að þessu fyrir komulagi er
það, að þegar farsóttir eða aðrir sjúkdómar
geisa verða önnur heilsu verndarstörf, svo
sem ungbarna vernd, berklavarnir og svo
framvegis, látin sitja á hakanum þar sem
vinnukraftur er lítill því að sjúkrahjúkrunin
tekur þá svo mikinn tíma. En úr þessu
má bæta með því að hafa nógu margar
hjúkrunarkonur. Á stríðsárunum þegar
mikill skortur var á hjúkrunarliði voru
hjálparstúlkur víða notaðar bæði á
sjúkrahúsum og við bæjarhjúkrun. Við
Henry Streetheilsuverndarfélagið í New
Yorkborg störfuðu til dæmis hjálpar
stúlkur, sem lokið höfðu ársnámi í
almennri hjúkrun á sjúkrahúsi. Vitjuðu
hjálparstúlkur þessar fullorðins fólks,
með langvinna sjúkdóma, sem þarfnaðist
hreinlætisbaða og einfaldrar hjúkrunar.
En heilsuverndarhjúkrunarkonurnar
fylgdust með störfum hjálparkvennanna
og heimsóttu sjúklinga þeirra með vissu
millibili.
Það sýndi sig á þessu tímabili að konur
þær sem lært höfðu heimahjúkrun voru
miklu öruggari og sjálfstæðari þegar
sjúkdóma bar að höndum en hinar sem
enga hjúkrun höfðu kynnt sér. Var því mikið
auðveldara að kenna hinum fyrrnefndu
meðferð sjúklinga í heimahúsum og
sparaði það oft heilsuverndarkonunum
mikið ómak.
Brynja Ingadóttir, hjúkrunarfræðingur og doktorsnemi,
fékk í mars sl. nýsköpunarstyrk Landspítalans fyrir
verkefni sem fjallar um að búa til og prófa gagnvirkan
kennsluleik um verkjameðferð fyrir skurðsjúklinga.
Styrkurinn nemur þremur milljónum króna.
Brynja Ingadóttir stundar nú doktorsnám við
háskólanum í Linköping í Svíþjóð. Hún hefur starfað
sem hjúkrunarfræðingur, hjúkrunardeildarstjóri og
sérfræðingur í hjúkrun á skurðlækningasviði Landspítala
frá 1991 og verið stundar kennari við hjúkrunarfræðideild
HÍ síðan 2009. Rannsóknir hennar hafa undanfarið snúist
um sjúklingafræðslu.
Nýsköpunarstyrkur fyrir tölvuleik
um verkjameðferð
Tölvuleikurinn er hluti af útskriftarfræðslu skurðsjúklinga
eftir aðgerð á Landspítala. Í leiknum læra þeir hvað getur
gerst miðað við ákvarðanir þeirra um að taka verkjalyf eða
fá aðra meðferð við verkjum. Leikurinn er til í frumútgáfu
en til stendur að bæta hann með aðstoð fagmanna og
notenda. Einnig verður nytsemi leiksins rannsökuð.
Samstarfsaðilar Brynju eru dr. Sigríður Zoëga og Katrín
Blöndal, báðar sérfræðingar í hjúkrun á Landspítala,
dr. Hannes Högni Vilhjálmsson og dr. David Thue,
báðir við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík, og
Tiny Jaarsma og dr. Pierangelo dell’Acqua, báðir við
háskólann í Linköping.