Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 26
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 201524
Gæði hjúkrunarfræðináms og framþróun þess eru stöðugt viðfangsefni
hjúkrunarfræðideildar. Í því skyni þarf að endurskoða reglulega námskrár í heild
sinni. Slík vinna hefur verið í gangi við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands
(HÍ) undanfarin misseri og verður hér gerð grein fyrir breytingum á námskrá í
grunnnámi og inntökuskilyrðum í deildina.
Við endurskoðun námsins var tekið
mið af þeim breytingum sem orðið
hafa í samfélaginu, bæði hér á landi
og erlendis. Skoðaðar voru skýrslur
um hjúkrunarnám hérlendis og
fyrirkomulag þess ásamt úttektum og
ályktunum um framtíðarfyrirkomulag
heilbrigðisþjónustunnar (Námsnefnd
Hjúkrunarfræðideildar HÍ, 2013). Horft
var til þess að öldruðum og langveikum
fer fjölgandi (Velferðarráðuneytið, 2012)
auk þess að kostnaðarvitund hefur
aukist og meiri kröfur eru um að veita
heilbrigðisþjónustu úti í samfélaginu
fremur en á sjúkrastofnunum. Sérstök
áhersla var lögð á að efla þann þátt
námsins sem fjallar um færni í hjúkrun
bráðveikra, langveikra og aldraðra ásamt
Brynja Örlygsdóttir, Helga Jónsdóttir, Herdís Sveinsdóttir og Þóra Jenný Gunnarsdóttir, thoraj@hi.is.
heimahjúkrun og heilsuvernd. Þessi svið
hjúkrunar hafa stækkað og brýn nauðsyn
er á að koma betur til móts við auknar
þarfir á þessum sviðum. Einnig hafa
framfarir í meðferð, flókinn tækjabúnaður,
auknar kröfur um gæði og öryggi sjúklinga
og kröfur um hagkvæmni haft í för með
sér sérhæfðari meðferð sjúklinga og
flóknari viðfangsefni hjúkrunarfræðinga.
Þjálfun í klínískri ákvarðanatöku og efling
siðferðilegrar dómgreindar hefur fengið
aukið vægi. Þannig miðar klíníska kennslan
að því að nemendur þroskist og nái hæfni
sem verðandi hjúkrunarfræðingar til að
starfa við flóknar, fjölþættar og breytilegar
aðstæður (Benner o.fl., 2010). Þá er
ónefnd sú aukna áhersla sem lögð er á
upplýsinga tækni og gag nreynda þekkingu
og að nemendur öðlist þekkingu og færni
til að veita einstaklings hæfða hjúkrun í
þver faglegu samstarfi. Við endur skoðun
nám skrárinnar hefur þannig verið lögð
áhersla á að menntun hjúkrunar fræðinga
endur spegli kall alþjóða samfélagsins um
meiri áherslu á ofangreinda þætti.
Í nýrri námskrá er lögð áhersla á:
• gagnrýna hugsun og sjálfstæði
• rannsóknir, gagnreynda þekkingu og
vinnubrögð
• samþættingu grunngreina og
hjúkrunargreina
• heilsugæslu og heilsuvernd
• langveika og heimahjúkrun
• undirbúning nemenda í hermi
• vinnuálag nemenda.
Ásamt því að endurskoða innihald nám
skrárinnar er lögð áhersla á að jafna
vinnuálag nemenda í námskeiðum
þar sem vinnuframlag, sem liggur að
baki hverri ECTSeiningu, hefur verið
skilgreint. Kerfisbundið eftirlit með
innihaldi og gæðum náms verður innleitt
samhliða, og skipaðir hafa verið tveir
kennslustjórar sem munu skipta með sér
starfinu næstu 5 árin. Þeir eiga að hafa
eftirlit með gæðum allra námskeiða og
námsins í heild. Hluti af því að tryggja
gæði er að öll námskeið í deildinni séu í
umsjón fastráðinna kennara. Yfirlitsmynd
yfir grunnnám í hjúkrunarfræði við HÍ
samkvæmt nýrri námskrá má sjá á
meðfylgjandi mynd. Gert er ráð fyrir að
hluti af námi til BSprófs verði metinn til
meistaraprófs og með því styttist það
nám umtalsvert. Vænta má niðurstöðu
þeirrar vinnu seinna á árinu.
NÝJAR ÁHERSLUR Í GRUNNNÁMI VIÐ
HJÚKRUNARFRÆÐIDEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS