Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 28
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 201526 Fyrir um 90 árum var rætt innan hjúkrunarstéttarinnar hvernig ætti að ávarpa hjúkrunar- konur, með fröken eða með systir. Hér má lesa nokkur innlegg í umræðuna en þau birtust í 1. og 3. tbl. Tímarits Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna 1926. Virðast allar hafa verið sammála um að breyta úr fröken í systir. Reyndar ber lítið á umræðu um málið í framhaldinu og ekki er vitað hvort nýja nafnið var notað í einhverjum mæli. Í fundargerðum á næstu árum eru félagskonur íðulega titlaðar ungfrúr. Fjörutíu árum seinna rifjar Sigríður Eiríksdóttir upp að um þetta leyti hafi margar hjúkrunarkonur hallast að systranafninu. Viðhorfið var þá að hjúkrun ætti að inna af hendi af fornfýsi í anda kristindómsins og á meginlandi Evrópu voru hjúkrunarkonur iðulega nunnur. Ólafía Jónsdóttir var fædd 1885 á Bústöðum á Seltjarnarnesi og lauk hjúkrunarnámi við Diakonissuhúsið Lovisenberg í Ósló 1919. Hún hefur því þekkt diakonissustarfið frá fyrstu hendi. Kæru félags­ og starfssystur! Mig hefur lengi langað til að bera upp við ykkur málefni, sem mér hefur legið á hjarta, það er sem sagt titill okkar hvort við ættum ekki að leggja niður „frökenar“ titilinn, en taka í þess stað upp systurtitilinn. Þótt orðið „fröken“ sé notað í daglegu tali almennt, finnst mér ekki rétt viðeigandi að nefna hjúkrunarkonu þannig. Með frændþjóðum okkar, Norðmönnum og Svíum, er systurtitillinn notaður yfir allar hjúkrunarkonur, og finnst mér við geta lært af þeim í því efni sem svo mörgu öðru. Ólafía Jónsdóttir, Sigríður Eiríksdóttir og Kristjana Guðmundsdóttir Til dæmis í Noregi eru allar hjúkrunar­ konur ávarpaðar og ritaðar systur og á það víst rót sína að rekja til fyrstu hjúkrunar starfsemi Noregs, sem byggðist á kristi legum grundvelli, nefnilega Diakonis su starfinu. Árið 1918 var haldið 50 ára afmæli þeirrar starfsemi í Noregi. Ég ætla ekki að rekja sögu þeirrar starfsemi hér að sinni, en aðeins lauslega minnast á, að stofnandi og forstöðukona Diakonis suhússins í Osló var prestdóttirin Catinka Guldberg. Hún fór ung til Þýskalands og lærði þar hjúkrunarstörf við Diakonissuhúsið í Kaiserswerth, við það sama hús, sem Florence Nightingale lærði, sem við heyrðum svo ágætan fyrirlestur um nýlega. Það væri efni í langt erindi, að skrifa um Catinka Guldberg, hvernig hún byrjaði starfsemi sína með tvær hendur tómar, en með það óbifanlega traust til guðs og bæn til hans um að starfið mætti blessast og verða honum til dýrðar. Traust hennar varð heldur ekki til skammar. Hún lifði það, að sjá ríkulega ávexti af starfi sínu, en hún þakkaði sér það ekki, heldur guði sem blessaði það og notaði konu sem verkfæri sitt. Hún dó í hárri elli 1919. Diakonissuhúsið í Noregi stendur enn með vaxandi blóma og telur 5­6 hundruð diakonissur. Þær eru starfandi hjúkrunarkonur víðsvegar í sjúkrahúsum og í söfnuðum um endilangan Noreg. Síðan þessi starfsemi hófst í Noregi, hafa risið þar upp ýmis félög, sem starfa að námi hjúkrunarkvenna, og öllum er þeim það sameiginlegt, að nefna hjúkrunarkonur sínar systur. Það eru til dæmis Ullevoldssystur, For­ bunds systur, Sanitetssystur, Medodista­ systur, Rauðakross­systur, og öll hafa þessi félög sinn eigin hjúkrunar­ kvennabúning. Nafnið systir bendir okkur hjúkrunarkonum ósjálfrátt á, að við stöndum í svo nánu sambandi hver við aðra og eigum að starfa að því sameiginlega að hjálpa hver annari, til að ná sem bestu fullkomnun í starfi bæði verklega og andlega, en varast alt það sem gæti sett blett á okkar göfuga starf. Og ef einhverri okkar yrði eitthvað á í þessum efnum, þá fyndum við allar sameiginlega til þess og ynnum allar sameiginlega að því, að bæta fyrir það og varast að það endurtaki sig. Með öðrum orðum, það glæddi ábyrgðartilfinningu okkar hver fyrir annari. Umfram alt verður öll hjúkrunarstarfsemi að byggjast á kristilegum grundvelli, því hjúkrunar starfið er einn af fegurstu ávöxtum kristindómsins, þar sem er unnið í kristin dómsins anda. Til þess að GAMLAR PERLUR HVAÐ SKAL KALLA HJÚKRUNARKONUNA?

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.