Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 29
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015 27 það geti verið, þarf að veita hjúkrunar­ nemendum fræðslu í því efni, jafnframt verklegri fræðslu. Gagnvart sjúklingnum sjálfum er það ólíkt þægilegra fyrir hann að segja systir en „fröken“ við hjúkrunarkonu sína. Við hjúkrunarkonur þekkjum það allar svo vel, að sjúklingar á sjúkrahúsum eru oftast sumir að mestu aðrir að öllu leyti sviftir samveru með nánustu ættingjum og vinum, og þá verður það að sjálfsögðu hjúkrunarkonan, sem stendur þeim næst og verður hún þá oft að geta komið sjúklingnum til hjálpar á andlegan hátt jafnframt og líkamlegan. Það var eitt sinn er hjúkrunarkonan kom inn í sjúkraherbergi. Þar lá sjúkur maður. Hann vissi að sjúkdómur sinn myndi leiða hann til dauða. Þegar hjúkrunarkonan gekk að rúmi hans, greip hann hönd hennar og leit alvarlega í augu hennar og sagði: „Það eruð þér, systir, sem ætlið að fylgja mér á fljótinu.“ Systirin varð mjög hrærð, hún fann á þeirri stundu hátign köllunar sinnar og þá miklu ábyrgð, sem henni fylgdi. Þess var vænst af henni að halda ljósinu lifandi á hinni byrjuðu leið yfir hið dimma fljót. En það er aðeins eitt ljós, sem ekki slokknar í þeim kalda vindi við þá strönd. Jesú vitnisburður, orðið um hann sem dó fyrir okkur. Það er mín innileg ósk til þjóðar minnar, að hún á komandi árum mætti eignast stóran flokk af trúuðum og vel menntuðum hjúkrunarsystrum. Það myndi verða þjóð okkar til ómetanlegrar blessunar. Ólafía Jónsdóttir frá Bústöðum. Sigríður Eiríksdóttir fæddist 1894 og lauk hjúkrunarnámi frá Kommunehospitalet í Kaupmannahöfn í október 1921, mánuði á undan Kristjönu Guðmundsdóttur. Hún var formaður hjúkrunarfélagsins 1924­1960 og lengi í ritstjórn blaðsins. Með örfáum orðum vil ég minnast á titilbreytingu okkar hjúkrunarkvenna sem gerð var að umtalsefni á síðasta fundi okkar, sem sé, að við verðum nefndar „systur“ í stað „fröken“. Málinu var vísað til umræðu, og samþykktar á næsta félagsfundi, þar eð margar voru farnar af fundinum. Mér hefur virst vera mikil samúð með þessari breytingu og styð ég þar algerlega grein Ólafiu Jónsdóttur frá Bústöðum, sem birt er hér að framan, enda er „systur“ fegursta nafnið sem við getum valið okkur og á best við starf okkar. Almenningur á oft erfitt að gefa okkur nöfn, bæði í viðtali og umtali, ég hef heyrt okkur nefndar ýmsum broslegum nöfnum, svo sem „baksturskonu“, „hjúkrunarlækna“ og „frú“ auðvitað oft eins og „fröken“. Á þeim tveim titlum er afarmikið vilst. „Fröken“ er erlent orð og hljómar æfinlega illa í eyrum mínum hjá sjúklingum, sem varla kunna að nota orðið, en vilja þó sýna okkur alla kurteisi. Látum okkur taka upp systurnafnið, það verður eðlilegt hverri manneskju að nefna okkur því nafni og enginn misskilningur þarf að eiga sér stað. Við eigum ekki að vera „frúr“ eða „frökenar“ í starfi okkar, við eigum að vera systur þeirra sjúku og aðþrengdu, sem okkur hefur verið falið að hjálpa og létta byrðirnar fyrir. Sigríður Eirikss.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.