Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 30
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 201528 Kristjana Guðmundsdóttir var fædd 1891, útskrifaðist frá Kommunehospitalet í Kaupmanna­ höfn 1921 og var 1926­27 yfirhjúkrunarkona á sjúkrahúsinu í Vestmanna eyjum. Á þessum tíma var hún einnig í ritstjórn blaðsins. Hún starfaði talsvert í Hollandi, Belgíu og Frakklandi en sneri heim við upphaf stríðs 1939 og vann við skólahjúkrun og heilsuvernd í Vestmannaeyjum til dauðadags 1953. Öllum hjúkrunarkonum hlýtur að vera ljóst, hve mikið gleðiefni það er fyrir stétt vora, ef systur­nafnið nær fram að ganga. Vart geta verið skiftar skoðanir um, að sjálf sagt sé að taka það á stefnu­ skrá vora og vinna af öllum mætti þar að lútandi. Vafalaust nær það á skömmum tíma almennri hylli, veiku fólki lætur miklu léttara að kalla á systurina heldur en „Frökenina“, íslenska orðið ungfrú kemur sjaldan til greina í daglegu tali, margir geta ekki felt sig við það, enda er það bæði stirt og leiðinlegt. Mér virðist næsta hjákátlegt að ávarpa t.d. hjúkrunarkonu um fimtugt með orðinu ungfrú. Víðasthvar erlendis eru hjúkrunarkonur jafnan nefndar systur og dettur engum í hug að ávarpa þær með öðrum hætti innan sjúkrahússins. Öðru máli er að gegna er þær klæðast einkabúningi sínum og ekki bera nein ytri tákn hjúkrunarstarfsemi sinnar. Einmitt systur­nafnið setur hinn fagra og göfuga blæ yfir starf hjúkrunarkonunnar – líknarstarfið – fegursta starfið sem kona getur tekist á hendur, ef rétt er með farið. Með orðinu systir fær hjúkrunarkonan einskonar sérstöðu í vitund almennings, og er það vel farið, enda hefðu ekki allar stórþjóðir Evrópu valið hjúkrunarkonum sínum þetta heiti, ef það hefði ekki haft eitthvað til síns ágætis. Hjá erlendum sjómönnum hér á sjúkrahúsinu, er ég ávalt hjúkrunarsystirin og kemur þeim aldrei til hugar að ávarpa mig öðruvísi, virðist mér það vera sú nafnbót, sem nátengdust er starfi mínu og að öllu leyti hin ákjósanlegasta. Vestmannaeyjum 15/6 ´26. Kristjana Guðmundsdóttir. Í janúar sl. fékk sjúklingur í Svíþjóð hjartalyfið adenósín í æð við hjartsláttartruflun. Þrátt fyrir að ástandið væri ekki brátt gaf læknir munnleg fyrirmæli. Sjúklingurinn átti fyrst að fá 5 mg og svo 10 mg aðeins seinna. Á deildinni voru bara til 10 ml lyfjaglös með 5 mg/ml. Hjúkrunarfræðingurinn notaði ekki lyfjahandbók deildarinnar um gjöf adenósíns heldur gaf fyrir mistök 5 ml, sem sagt 25 mg eða fimm sinnum meira en mælt var fyrir um. Ofskammtur af hjartalyfi ALVARLEG ATVIK Næst var gefinn réttur skammtur eða 10 mg en stuttu seinna fékk sjúklingurinn berkju krampa og hætti að anda. Hann var þá settur í öndunar vél og fékk meðferð við eitrunar áhrifum adenósíns. Í fram haldinu fékk hann lungna bólgu og blóð eitrun en jafnaði sig á nokkrum vikum. Sjúkrahúsið tilkynnti atvikið til Inspektionen för vård och omsorg, stofnunarinnar sem sinnir eftirliti með heilbrigðisstarfsmönnum. Í tilkynningunni kom fram hvað sjúkrahúsið hefði gert til þess að koma í veg fyrir að svipuð mistök ættu sér stað aftur: • Nú orðið eru einungis til tveggja millilítra lyfjaglös af adenósíni á deildinni. • Í vinnslu er gátlisti fyrir fyrirmæli og undirskrift við gjöf adenósíns. • Til skoðunar er að breyta skráningu við adenósíngjöf í rafrænu sjúkraskránni. • Eftirlitsstofnunin taldi þessar aðgerðir viðunandi og gerði ekki athugasemd við vinnubrögð hjúkrunarfræðingsins.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.