Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 47
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 2015 45 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER smokkinn og eiga fleiri rekkjunauta en þær sem reyktu ekki (Hansen o.fl., 2010). Samkvæmt alþjóðlegri samþykkt frá alheimsþingi sem haldið var í Kaíró árið 1994 þá ber hverri þjóð að hafa kynheilbrigðisþjónustu (sexual and reproductive health service) fyrir ungt fólk sem það getur treyst á og sem því finnst sniðin að þess þörfum (UNDPI, 1995). Samkvæmt íslenskum lögum á ungt fólk rétt á því, þegar það leitar á slíka móttöku, að fá markvissar og góðar upplýsingar sem stuðla að kynheilbrigði þess (Lög nr. 25/1975). Ungmenni þurfa að kunna að verjast óráðgerðum þungunum, kynsjúkdómum og ofbeldi. Þau eru á viðkvæmu skeiði í lífinu og þurfa á unglingavænni kynheilbrigðisþjónustu að halda þar sem þau mæta fagmannlegu viðmóti heilbrigðisstarfsfólks. Rannsóknir sýna að margt getur hindrað ungt fólk í að leita eftir kynheilbrigðisþjónustu. Þessar hindranir lúta einkum að aðgengi, komu á móttöku og gæðum þjónustunnar. Það er ungu fólki mjög mikils virði að trúnaðar sé gætt (Bender, 1999; Garside o.fl., 2002; Lindberg o.fl., 2006). Það vill að sem fæstir taki eftir því þegar það leitar þjónustunnar og meðan það dvelur þar (Garside o.fl., 2002). Þegar viðkomandi er mættur á móttökuna þarf biðtími á biðstofunni að vera sem stystur því ungt fólk óttast að einhver sjái viðkomandi á biðstofunni (Lindberg o.fl., 2006). Það er ungu fólki jafnframt mikils virði að mæta starfsfólki sem er vingjarnlegt, veitir upplýsingar og dæmir það ekki (Evans og Cross, 2007) og að komið sé fram við það af virðingu (Lindberg o.fl., 2006). Staðsetning getur einnig skipt miklu máli því ef langt er að fara getur það hindrað viðkomandi í að sækja sér þjónustuna (DiCenso o.fl., 2001; Wilson og Williams, 2000). Einnig er mikilvægt að þjónustan sé á afviknum stað (Bender, 1999) og að hún sé opin á þeim tíma dagsins sem hentar (Evans og Cross, 2007; Donnelly, 2000). Sumir vilja geta mætt þegar þeir þurfa og finnst það fyrirhöfn að verða að panta tíma fyrir fram (Nwokolo o.fl., 2002). Áður en þessi rannsókn var framkvæmd vorið 2007 höfðu fáar rannsóknir verið gerðar hér á landi á viðhorfum ungs fólks til kynheilbrigðisþjónustu. Árið 1996 var gerð landskönnun sem byggðist á slembiúrtaki ungs fólks og sýndi hún að gæði þjónustunnar voru ofarlega í huga þess (Bender, 1999). Þessi landskönnun var endurtekin árið 2009 og staðfesti fyrri niðurstöður frá 1996 um mikilvægi gæða þjónustunnar. Um og yfir 90% þátttakenda fannst í báðum könnunum að það væri mikilvægt eða mjög mikilvægt að viðhöfð væri algjör þagnarskylda, ungu fólki væri sýnd virðing, því liði vel í viðtalinu, gæti spurt spurninga og hefði nægan tíma til að ræða málin (Bender, 1999; Sóley S. Bender, 2010). Á göngudeild húð­ og kynsjúkdóma á Landspítalanum hefur lengi verið starfrækt kynsjúkdómamóttaka fyrir alla aldurshópa. Þegar rannsóknin fór fram var deildin opin alla virka daga kl. 8­16. Tímapöntun fór fram klukkan 8 til 9 alla virka daga og var niðurstöðum úr rannsóknum svarað daglega milli kl. 13 og 14. Þjónustan er samkvæmt lögum án endurgjalds (Sóttvarnalög nr. 19/1997). Í ljósi þeirra kynheilbrigðisvandamála, sem blasað hafa við ungu fólki hér á landi, og vegna þess hversu mikilvægt er að skipuleggja þjónustu á þessu sviði, sem tekur mið af þörfum ungs fólks, var þessi rannsókn gerð. Tilgangur hennar var að skoða reynslu ungra kvenna af þeirri þjónustu sem veitt var á kynsjúkdómamóttöku. AÐFERÐ Rannsóknarsnið Rannsóknin byggist á túlkandi fyrirbærafræði (hermeneutic phenomenology) sem Martin Heidegger var upphafsmaður af og er aðferð til að skoða reynsluheim (life world) einstaklinga (Laverty, 2003). Þótti sú aðferð æskileg til að geta skoðað reynslu kvenna af því að fara í greiningu á kynsjúkdómum. Úrtak Rannsóknin var gerð í kjölfar könnunar meðal 303 ungmenna 24 ára og yngri sem komu á göngudeild húð­ og kynsjúkdóma á Landspítalanum. Sú rannsókn var BS­verkefni hjúkrunarfræðinema (Sigrún B. Hafsteinsdóttir og Sigrún Ingvarsdóttir, 2007). Með könnuninni fylgdi eyðublað þar sem þátttakendur gátu skráð nafn og símanúmer ef þeir vildu bjóða sig fram til þátttöku í viðtalsrannsókn um reynslu sína af móttökunni. Alls gáfu 34 kost á sér. Valdar voru sjö ungar konur af handahófi úr þeim hópi. Gagnasöfnun Áður en rannsóknin hófst voru fengin leyfi frá yfirlækni húð­ og kynsjúkdómadeildar Landspítalans og siðanefnd Landspítalans (6. febr. 2007) til að framkvæma rannsóknina. Hún var jafnframt tilkynnt til Persónuverndar (nr. S3258/2007). Gagnasöfnunin fór fram vorið 2007 og byggðist á einstaklingsviðtölum við sjö ungar konur. Lögð var fyrir þær meginspurningin: Hver var reynsla þín af því að fara á kynsjúkdómamóttöku? Spurningunni var fylgt eftir og grennslast fyrir um framkomu starfsfólks, líðan og aðstöðu. Gagnagreining Viðtölin voru hljóðrituð og vélrituð orðrétt. Í gagnagreiningunni var stuðst við túlkunarkenningu Paul Ricoeur (theory of interpretation) þar sem farið er í gegnum þrjú meginskref sem eru útskýring (explanation), skilningur (understanding) og eignarhald (gera textann að sínum, appropriation) (Geanellos, 2000; Ghasemi o.fl., 2011; Ricoeur, 1976). Í fyrsta skrefinu er hvert viðtal lesið vel til að skoða um hvað textinn fjallar, hvað er merkingarbært. Í næsta skrefi er rýnt í merkingarbæran texta og skoðað hvað textinn segir í raun. Þarna fer fram greining á merkingarbæru efni. Í lokaskrefinu gerir túlkandi textann að sínum þar sem hann tengir þekkingu sína og túlkun á því sem fram kom í textanum. Túlkunarferlið er hringferli (hermeneutic cycle) þar sem sá sem túlkar textann fer stöðugt frá einstökum atriðum til að bera saman við heildina og öfugt. Í túlkunarferlinu á sér stað fjarlæging frá textanum (distanciation) sem felst í því að merking er mikilvægari en sjálfur textinn. Textinn er losaður úr því samhengi sem hann var skapaður í og hægt er að túlka hann á marga vegu (Geanellos, 2000).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.