Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 56
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 91. árg. 201554
verkjalyf, svo sem Ketogan, Morfín og Tradolan. Hlutfall
eftirritunarskyldra lyfja var um 16% af heildarlyfjagjöfum
í þessum flokki árið 2010 og tæp 17% árið 2011. Í
Aflokki meltingarfæra og efnaskiptalyfja var ávísað 102
lyfjategundum. Dæmi um lyf úr þessum lyfjaflokki voru
ógleðistillandi lyf, svo sem Primperan og Zofran, og
sýrubindandi lyf, svo sem Omeprazol, Pariet og Nexium.
Í Mflokki stoðkerfislyfja var ávísað 32 lyfjategundum.
Aðallega var um að ræða verkjastillandi og bólgueyðandi
lyf, svo sem Ibúfen, Toradol og Voltaren.
UMRÆÐUR
Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að
stakar lyfjagjafir hjúkrunarfræðinga án fyrirmæla lækna
séu nokkuð algengar á Landspítala. Þrátt fyrir að þær
séu aðeins brot allra lyfjagjafa sem skráðar eru í rafrænar
sjúkraskrár árlega er umfangið umtalsvert, ekki síst í ljósi
þess að á Íslandi hafa hjúkrunarfræðingar ekki leyfi til að
ávísa lyfjum. Hvaða ástæður liggja þessu til grundvallar
er ekki hægt að sjá af gögnum þessarar rannsóknar en
ætla má að þær séu svipaðar og í öðrum löndum, svo
sem álag á lækna og ákveðin viðleitni til að veita skjóta
og góða meðferð (Courtenay o.fl., 2007; Kroezen o.fl.,
2011, 2013). Í Bretlandi fengu hjúkrunarfræðingar leyfi
til lyfjaávísunar eftir að almennt var viðurkennt að oft
voru þeir búnir að velja lyfjameðferð og læknar staðfestu
einungis val þeirra (Hall, 2005) og í Hollandi var í raun
um lögleiðingu á ákveðnu verklagi að ræða þar sem
hjúkrunarfræðingar höfðu um langan tíma ávísað lyfjum
án þess að hafa til þess leyfi (Kroezen o.fl., 2013).
Umfang stakra lyfjagjafa hjúkrunarfræðinga á klínískum
sviðum Landspítala árin 2010 og 2011 er mest á
skurðlækningasviði og næstmest á lyflækningasviði. Þetta
eru stærstu sviðin með mikla starfsemi og það gæti skýrt
niðurstöðurnar að einhverju leyti. Minnst var um stakar
lyfjagjafir hjúkrunarfræðinga án fyrirmæla lækna á geðsviði
og gæti skýringin falist í minni þörf fyrir bráðalyf, svo
sem verkjalyf og ógleðistillandi lyf, miðað við á skurð og
lyflækningasviðum. Einnig gætu venjur innan sviðsins verið
hluti af skýringunni. Minnst var ávísað yfir sumarmánuðina
og gæti það skýrst af samdrætti í starfsemi Landspítala, s.s.
lokun deilda vegna sumarleyfa og afleysingafólk við vinnu,
en hafa ber í huga að ekki var rýnt í starfsemistölur í þessari
rannsókn og því ekki hægt að leita skýringa á lyfjagjöfunum.
Flestar stöku lyfjagjafirnar voru frá miðvikudegi til
föstudags og fæstar um helgar og á þetta við um bæði
árin 2010 og 2011. Hefði mátt ætla að fækkun yrði á
virkum dögum þegar gera má ráð fyrir betra aðgengi að
læknum, en svo var ekki. Ef sólarhringurinn er skoðaður
er mest um stakar lyfjagjafir hjúkrunarfræðinga um kl.
22 en þá er áberandi mest aukning og er hún svipuð á
milli ára. Þetta er sambærilegt við rannsókn Wilson og
félaga (2012) á sjúkrahúsi í Bretlandi þar sem skoðað var
á hvaða tímum sólarhringsins hjúkrunarfæðingar (með
Tafla 2. Stakar lyfjagjafir án fyrirmæla lækna árin 2010 og 2011 eftir ATC
flokkum með algengustu lyfjunum í hverjum flokki.
ATClyfjaflokkar
2010 2011
Fjöldi %a Fjöldi %a
A Meltingarfæra- og efnaskiptalyf 9.961 15,70 11.611 16,80
Primperan 3.485 34,99a 4.095 35,14
Sorbitol 1.450 14,56 1.719 14,69
Ondansetron 942 9,46 1.161 9,75
B Blóðlyf 1.461 2,30 1.293 1,87
RingerAcetat 328 22,45 287 22,20
Klexan 186 12,73 381 29,47
Fragmin 280 19,16 0 0,00
C Hjarta- og æðasjúkdómalyf 2.049 3,23 2.155 3,12
Furix 659 32,16 659 30,58
Trandate 247 12,05 214 9,93
Nitromex 201 9,81 219 10,16
D Húðlyf 14 0,02 14 0,02
Pevaryl 4 28,57 1 7,14
ACP 1 7,14 3 21,43
Betnovat 1 7,14 2 14,29
G
Þvagfæralyf, kvensjúkdómalyf og
kynhormónar
239 0,38 249 0,36
Methergin 171 71,55 164 65,86
Ditropan 7 2,93 16 6,43
DepoProvera 7 2,93 9 3,61
H
Hormónalyf, önnur en kynhormónar
og insúlín
828 1,30 779 1,13
Syntocinon 588 71,01 558 71,63
DexaRatiopharm 60 7,25 42 5,39
SoluCortef 44 5,31 41 5,26
J Sýkingalyf 1.937 3,05 2.628 3,80
Ekvacillin 684 35,31 1.398 53,20
Kefzol 229 11,82 243 9,25
Augmentin 231 11,93 173 6,58
L
Æxlishemjandi lyf og lyf til
ónæmistemprunar
17 0,03 20 0,03
Neupogen 3 17,65 5 13,51
Tamoxifen 2 11,76 5 13,51
Xeloda 2 11,76 2 5,41
M Stoðkerfislyf 3.939 6,21 3.700 5,35
Íbúfen 2.980 75,65 2.820 76,22
Toradol 198 5,03 299 8,08
Voltaren 183 4,65 233 6,30
N Tauga- og geðlyf 41.463 65,35 44.950 65,02
Imovane 9.527 22,98 9.822 21,85
Paracetamol 10.466 25,25 10.545 23,46
Parkódín 4.139 9,98 4.926 10,96
P Sníklalyf 64 0,10 51 0,07
Kínín 61 95,31 46 90,19
Metronidazol 3 4,69 4 7,84
R Öndunarfæralyf 1.399 2,20 1.577 2,28
Phenergan 286 20,44 309 19,59
Ventolin 196 14,01 210 13,32
Atrovent 175 12,51 200 12,68
S Augn- og eyrnalyf 25 0,04 40 0,06
Oculac 7 28,00 12 30,00
Chloromycetin 1 4,00 8 20,00
Xalatan 3 12,00 3 7,50
V Ýmis lyf 58 0,09 65 0,09
Nutrison 18 31,03 16 24,62
Naloxonhýdróklóríð 14 24,14 10 15,38
Calogen 5 8,62 12 18,46
SAMTALS 63.454 100 69.132 100
a Hlutföll með lyfjum innan flokka eiga við flokkinn, ekki samtals stakar lyfjagjafir
hjúkrunarfræðinga án skriflegra fyrirmæla lækna.