Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.02.2020, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 15.02.2020, Qupperneq 29
Þetta verður síðasta bíó-my ndin. Við Frank höfum eytt rúmlega fimmtán árum í Klovn og þurfum á tilbreyt-ingu að halda núna, segir Casper Cristensen. „Stundum verður maður að hætta á meðan það er gaman og við erum mjög ánægðir með þessa mynd og af hverju ekki að hætta þá bara þar?“ spyr Casper en dregur aðeins í land þegar hann er spurður hvort sjónvarpsþættirnir verði ekki heldur fleiri. „Aldrei segja aldrei. Aldrei segja aldrei, vegna þess að okkur finnst svo gaman að gera þetta. Klovn hefur ætíð verið gæluverkefni gert af ást og við höfum haldið svona lengi áfram vegna þess að okkur finnst alltaf jafn skemmtilegt að gera þetta. Maður veit aldrei hvað mun gerast en þetta er lokamynd- in.“ Þannig að þessi lokakaf li í kvik- myndasögu Klovn er ekki til marks um að þið eruð orðnir þreyttir hvor á öðrum? „Málið með okkur Frank er … sjáðu til. Þetta er Frank. Þú færð stundum nóg. Þú færð nóg,“ segir Casper glettinn og bendir á að þeir hafi öll þessi ár fengist við önnur verkefni hvor í sínu lagi. „Ég held að við Frank eigum eftir að finna eitt- hvað annað sem við munum vilja gera saman en hann er mikið í uppi- standsgríni í augnablikinu en ég vil ekki fara út á kvöldin og þar erum við staddir akkúrat núna.“ Eitt af þessum öðrum verkefnum Franks var lítið hlutverk í einum þætti Game of Thrones. Fannstu þá fyrir af brýðisemi? „Já. Auðvitað. Þetta er Game of Thrones, komon maður. Hver myndi ekki vilja vera í því? Við Frank þekkjum mannskapinn á bak við Game of Thrones og þegar þau báðu Frank en ekki mig þá súrnaði vináttan pínulítið en ég mun lifa þetta af.“ Lofsöngur Klovn 3 hefst á því að Casper gefur Frank strákaferð til Íslands í fimm- tugsafmælisgjöf en eins og vera ber þegar Frank er annars vegar rennur ferðaáætlunin út í tóma vit- leysu. „Málið er að Ísland var fyrsta landið fyrir utan Danmörku til þess að sýna Klovn og við höfum alltaf verið ykkur mjög þakklátir fyrir það þannig að auðvitað varð síðasta bíómyndin að hafa eitthvað með Ísland að gera þannig að þessi mynd er virðingarvottur.“ Casper finnur einnig snertif löt milli þeirra félaga og Íslendinga í áþekku og frjálslegu skopskyni. „Okkur Dönum er jú sagt að við séum frjálslegir. Ég hef verið mikið á Íslandi og mér finnst þið ekki síður skora ansi hátt þarna. Við höfum oft verið á Íslandi og ég held að við Frank elskum landið ykkar svona mikið vegna þess að húmorinn er nánast sá sami þannig að við finn- um sterkari tengingar við Ísland frekar en Svíþjóð og Noreg.“ Nýr línudans Þeir sem þekkja til Klovn vita að grínið sprettur ekki síst upp á mörkum þess sem boðlegt getur talist og aðspurður segir Casper að vissulega finni þeir Frank fyrir því að rammi þess sem má gera grín að þrengist hratt. „Það er satt. Það er svo satt. Við þurfum meira að segja að takast á við þetta í Danmörku en þetta eru bara nýjar reglur. Ég og Frank höfum eytt svo miklum tíma í að finna þessi landamæri. Þetta tak- mark á því hversu langt grínið má ganga og núna hefur þetta breyst. Það er komið nýtt strik, nýjar tak- markanir og við vinnum þá bara í kringum það og höfðum þann- ig klárlega áhyggjur af því hversu langt við gætum gengið að þessu sinni og þessi mynd er ekki jafn villt og númer tvö. Hún er aðeins léttari vegna þess Þórarinn Þórarinsson thorarinn@frettabladid.is Casper segir þá Frank alltaf skemmta sér við gerð Klovn en þriðja bíó- myndin þeirra sem er komin í sýningar á íslandi verði þó sú síðasta. MYND/PER ARNESEN að ég held að við Frank höfum ekki viljað kasta fólki burt. Við vildum ekki sjokkera fólk svo mjög að það gæti ekki lengur hlegið. And- rúmsloftið er bara … þetta er í fyrsta skipti sem fólk sagðist ekki vilja gera ákveðna hluti. Þetta er fyrsta myndin þar sem við Frank þurftum að velta fyrir okkur hvort við værum að ganga of langt,“ segir Casper og bætir við að þegar þeir tveir loki sig af í algeru öryggi sé markaleysið algert og þeim er ekk- ert heilagt. „En þegar við sýndum fólki fyrsta uppkastið að handritinu þá fengum við bara: „Nei,“ og þau sögðust ekki lengur geta hlegið að þessu vegna þess að þetta væri yfirgengilegt. Og þá þurftum við að fara til baka og spyrja: „Hvað við viljum gera? Við viljum gera grín, ekki satt? Við viljum fá fólk til þess að hlæja og skemmta sér. Þannig að við þurftum stanslaust að vera að breyta ein- hverju.“ Samt besta myndin Casper er engu að síður hæstánægð- ur með myndina og þann dans sem þeir Frank stíga þar á nýjum marka- línum. „Ég held að þetta séu bestu viðbrögð sem við höfum nokkru sinni fengið. Fólk elskar myndina og sjálfum finnst mér hún besta myndin af þessum þremur sem við höfum gert. Vegna þess,“ segir Casper, „að þetta er enn þá Klovn. Þér finnst hún enn ganga of langt án þess þó að við förum yfir landamærin þannig að þetta fari að verða óþægi- legt. Þetta er of mikið en samt akk- úrat nóg vegna þess að þegar það verður markmið í sjálfu sér að fara yfir strikið þá geturðu misst áhorfendurna og húmorinn,“ segir Casper. Skemmtilegur fáviti „Það má ekki gerast þannig að þú vilt komast nákvæmlega að mörk- unum þar sem þú getur látið fólk hlæja þannig að því líði pínulítið óþægilega en samt verið réttum megin línunnar og ég held að okkur hafi tekist það með þessari mynd.“ Casper segir nafna sinn einhvers kona ýkta skopstælingu af honum. „Það fyndna er að þegar ég var sem líkastur honum var minna gaman að leika hann. Núna er ég á allt öðrum stað en Casper og það er búið að vera svo skemmtilegt að leika þennan fávita,“ segir hinn eini sanni Casper sem horfir nú til Jim Carrey. „Vegna þess að hann gefur skít í þetta allt, og ég stefni í sömu átt. Að láta ekki festa mig því að leika alltaf sömu persónuna.“ ÞETTA ER FRANK. ÞÚ FÆRÐ STUNDUM NÓG. Ástarkveðja Klovn til Íslendinga í bíó Casper Christensen úr Klovn segir þá Frank bera sterkar taugar til Íslendinga sem tóku þeim strax fagnandi. Síðasta bíómyndin þeirra sé því virðingarvottur við land, þjóð og íslenskan húmor. 1 5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.