Fréttablaðið - 15.02.2020, Síða 85

Fréttablaðið - 15.02.2020, Síða 85
ÉG ER EKKI EINN AF ÞESSUM ÆTTFRÓÐU OG SÖGUFRÓÐU MÖNNUM ÞANNIG AÐ ÉG GET EKKI MÁLAÐ BREIÐA SÖGULEGA MYND AF BÆNUM, EN MÉR FANNST MJÖG GAMAN AÐ HAFA HANN ÞARNA SEM SÖGUSVIÐ. Brúin yfir Tangagötuna er ný skáldsaga eftir Eirík Örn Norðdahl. „Hún gerist fyrir vest-an, á Ísafirði, í húsinu mínu,“ segir Eiríkur. „Þegar ég byrjaði að skrifa hana sat ég við eldhúsborðið mitt og borðaði morgunmat og hún hefst þannig að þarna er maður sem situr við eld- húsborðið mitt og borðar hafra- graut. Svo skilja leiðir. Hann býr einn, er eirðarlaus í vinnslustoppi í rækjunni og smám saman kemur í ljós að þetta er persóna sem ég hef skrifað um í annarri bók, Eitur fyrir byrjendur. Tangagatan, þar sem ég bý, er mjög lítil og þröng gata, og var öll grafin upp fyrir nokkrum árum. Þá var lögð brú frá útidyr- unum mínum að útidyrunum hjá Begga nágranna mínum. Í sögunni er lögð brú frá húsi Halldórs að húsi Gyðu sem hann fær skyndilega á heilann. Gatan er mjög þröng, það eru ekki nema níu og hálft skref á milli þeirra, og einhvern veginn færast þau nær hvort öðru við til- komu brúarinnar.“ Brúin yfir Tangagötu er ástar- saga. Þegar Eiríkur er spurður hvort hann sé rómantískur svarar hann: „Ég tók því einhvern tímann mjög illa að vera kallaður rómantískur en ég held að ég sé það, jafnvel mjög yfirdrifið á köf lum. Ég veit ekki hvers vegna mér fannst það eitt- hvað ómerkilegt – kannski bara af því ég var ungur og vitlaus. Það er ekkert í heiminum göfugra en hin verklega ást, að gera eitthvað fal- legt fyrir einhvern annan af engri ástæðu annarri en þeirri að manni þykir vænt um viðkomandi. Og þótt þráin sé flóknari og verði stundum að hreinni frekju er hún líka grunn- þáttur í hamingjunni – án hennar væri lífið bara viðstöðulaus ein- semd. Maður ætti aldrei að skamm- ast sín fyrir að þrá.“ Staður núsins Sögusvið bókarinnar er Ísafjörður samtímans og þar hefur Eiríkur búið lengi, þó með hléum. „Það er mikill Ísafjörður í bókinni og Hall- dór, sem segir söguna, býr í veröld sem er mér mjög kunnugleg. Ég hef áður skrifað um Ísafjörð, bæði í framtíð og fortíð. Framtíðin var í Heimsku og áttundi áratugurinn í Illsku. Fyrir mér er Ísafjörður samt fyrst og fremst staður núsins, enda hef ég búið þar stóran hluta af ævinni. Ég er ekki einn af þessum ættfróðu og sögufróðu mönnum þannig að ég get ekki málað breiða sögulega mynd af bænum, en mér fannst mjög gaman að hafa hann þarna sem sögusvið. Hér er minn hversdagur.“ Í sambandi við allan heiminn Spurður hvernig það sé fyrir hann sem rithöfund að búa á Ísafirði segir hann: „Ég f lutti fyrst frá Ísa- firði árið 1999, þá f lutti maður í alvöru frá stöðum og tók þá ekki með sér. Núna er það orðið þann- ig að þótt ég búi á Ísafirði þá er ég samt í óhemju miklum tengslum við bókmenntalíf ið, ekki bara í Reykjavík heldur líka annars staðar. Ég skrifast nær daglega á við Steinar Braga sem býr í Kaup- mannahöfn og Hauk Má í Berlín. Ég á rithöfundavini bæði íslenska og erlenda úti um allt og er í góðum tengslum við þá. Ég les mikið af nýjum bókum og legg mikið upp úr því að fylgjast með yngri ljóð- skáldum. Einn kosturinn við að búa í smábæ er að maður eyðir litlum tíma í að fara frá stað A til B og hefur fyrir vikið meiri tíma til að lesa. Og í dag getur maður verið í sambandi við allan heiminn og fengið til sín allar þær bækur sem maður vill, búinn að lesa um þær gagnrýni frá fimm heimsblöðum og tuttugu bloggurum. Sú ein- angrun sem ef til vill einkenndi jaðarbyggðir á 20. öldinni er liðin undir lok.“ Ekkert í heiminum göfugra en hin verklega ást Eiríkur Örn Norðdahl sendir frá sér nýja skáldsögu sem nefnist Brúin yfir Tangagötuna. Ástarsaga sem gerist á Ísafirði í húsinu þar sem hann býr. Segir að fyrir sér sé Ísafjörður fyrst og fremst staður núsins. „Maður ætti aldrei að skammast sín fyrir að þrá,“ segir Eiríkur Örn Norðdahl sem hefur skrifað ástarsögu. Sjálfur segist hann vera rómantískur. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is BÆKUR Plan B Guðrún Inga Ragnarsdóttir Fjöldi síðna: 341 Útgefandi: JPV Plan B er fyrsta skáldsaga Guðrúnar Ingu Ragnarsdóttur sem gefin er út. Við lestur upphafs bókarinnar væri hægt að ímynda sér að hún hefði sjálf skrifað f leiri en eina bók sem hefði verið hafnað af útgefendum. Það er þó ekkert víst að aðalper- sónan Gyða sé byggð á Guðrúnu sjálfri þó hún skrifi af slíkri innsýn í raunir rithöfundar að það sé ekki fráleitt að ætla að svo sé. Gyða er sem sagt rithöfundur um þrítugt sem hefur að eigin sögn skrifað fjórar skáldsögur, þrjár ljóðabækur, tvö smásagnasöfn, barnasögu, örsagnasafn og nóvellu- þríleik en alltaf fengið höfnun frá útgefendum. Hún er með skáldsögu í smíðum sem byggir á dvöl hennar í Danmörku og störf í heimaþjón- ustu þar. Til að ná betur utan um efnið ákveður hún að fara til Kaup- mannahafnar og hitta aftur fyrir- myndir persónanna en meðfram skáldsagnaskrifunum er hún með annað skjal í tölvunni sem kallast Plan B og er nokkurs konar dag- bók þar sem hún skráir það sem á dagana drífur, samskipti sín við fólk og eigin vangaveltur á meðan hún rembist við að skrifa skáld- söguna sem gengur hægt. Til að geta óáreitt fylgst með fyrirmynd- unum að persónunum í skáldsögunni telur hún þeim trú um að hún sé að skrifa glæpasögu. Á meðan eru þær, og hún sjálf, persónur í Plani B, lífi Gyðu í Kaupmanna- hafnarferðinni. Þannig eru í raun þrjár hug- myndir um skáldverk í gangi í einu en sú eina sem fær líf og vængi er Plan B sem tekur smám saman yfir enda raunveruleikinn (í þessu til- felli samt skáldaður raunveruleiki, (eða hvað?)) alltaf áhugaverðari en nokkur skáldskapur. Plan B er saga um það að skrifa sögu og sem slík nokkuð vel heppnuð. Höfundur sýnir ákveðna verk- ferla skrifta, hvernig skal byggja upp plott og breytir raunveru- legu fólki í skáldsagna- persónur og aðstæðum þess í sögur. Persónu- sköpunin er skemmtileg og persónur standa lif- andi fyrir hugskotssjón- um, kryddaðar lúmskri kímni höfundarins Gyðu, sem höf- undurinn Guðrún hefur síðan ekki síður húmor fyrir. Plan B er fyrirtaks frumraun, skemmtilega stíluð, fyndin og áhugaverð. Henni mætti lýsa sem hversdagslegri furðusögu þar sem raunveruleikinn býr yfir ævin- týrum og viðburðum sem eru miklu meira spennandi en ímyndað plott í skáldsögu. Það mætti kannski helst finna að því að það gerist ekki mikið af afgerandi atburðum og stundum eru lýsingar langdregnar en þó alltaf skemmtilegar. Eins og Gyða segir við sálfræðinginn sinn: „Plott eru ekki mín besta hlið.“ Allt hnýtist þó saman að lokum og niðurstaðan er óvenjuleg og óvenju skemmtileg skáldsaga. Brynhildur Björnsdóttir NIÐURSTAÐA: Óvenjuleg og óvenjulega skemmtileg skáldsaga. Raunir rithöfundar 1 5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R44 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.