Fréttablaðið - 15.02.2020, Side 91

Fréttablaðið - 15.02.2020, Side 91
04 03 20 Silfurberg, HarpaBEIN ÚTSENDING // OPIN DAGSKRÁ HLUSTENDa VERÐLAUNIN 2020 TAKTU ÞÁTT Í VALINU Gagnamagnið 900 9901 Flytjandi: Daði og Gagnamagnið Lag: Daði Freyr Íslenskur og enskur texti: Daði Freyr Hörku keppni með gæsahúð Bein útsending frá seinni undankeppni Söngvakeppninnar 2020 hefst á RÚV klukkan 19.45 í kvöld. Þá verða fimm lög lögð í dóm áhorfenda og dómnefndar sem velja tvö til þess að halda áfram keppni. KEPPENDUR 15. FEBRÚAR Markús Þórhallsson sagnfræðingur: Veðjaði á Dimmu í fyrri hlutanum. Jóhannes Þór Skúlason Eurovisionnörd: Hafði trú á Kid Isak í fyrri hlutanum. Margrét Erla Maack skemmtikraftur: Veðjaði á Elísabetu í fyrri hlutanum. Styrmir Örn Hansson plötusnúður: Veðjaði á Kid Isak í fyrri hlutanum. Freyja Steingrímsdóttir stjórnmála­ ráðgjafi: Veðjaði á Ísold og Helgu. Fellibylur 900 9902 Flytjandi: Hildur Vala Lag: Hildur Vala og Jón Ólafsson Íslenskur texti: Bragi Valdimar Skúlason Oculis Videre 900 9903 Flytjandi: Íva Lag: Íva Marín Adrichem og Richard Cameron Íslenskur texti: Íva Marín Adric- hem og Richard Cameron Enskur texti: Richard Cameron Ekkó 900 9904 Flytjandi: Nína Lag: Þórhallur Halldórsson og Sanna Martinez Íslenskur texti: Þórhallur Hall- dórsson og Einar Bárðarson Enskur texti: Þórhallur Halldórs- son, Christoph Baer, Donal Ryan, Sanna Martinez Dreyma 900 9905 Flytjandi: Matti Matt Lag: Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson Íslenskur texti: Matthías Matthíason Sig ur vegarar k völdsins munu síðan mæta þeim sem komust áfram um síðustu helgi; Ísold og Helgu með lagið Klukkan tifar og Dimmu með sinn Almyrkva en eins og alþjóð veit hlotnast þeim sem stendur uppi sem sigurvegari það þjóðhagslega mikilvæga menningarhlutverk að syngja fyrir Íslands hönd í Euro- vision í Hollandi í maí. Skoðanir Eurovisionspekinga Fréttablaðsins vega ekki þungt í stóra samhenginu en gætu mögu- lega verið óákveðnum einhvers konar leiðarljós og gott að hafa í huga að heimilsfriður Margrétar Maack gæti verið í húfi. „Það er ákveðin spenna á heimilinu þessa dagana. Ég held svo mikið með Daða og Tómas er gallharður Matta Matt-maður þótt Daði sé æskufélagi hans.“ toti@frettabladid.is steingerdur@frettabladid.is Varanleg gæsahúð „Ég hefði fyrir fram álitið að Daði og Gagnamagnið hans fengi mitt atkvæði á seinna undanúrslita- kvöldinu en ég er búinn að vera með gæsahúð yfir Oculis Videre síðan ég heyrði það fyrst og hún er ekkert í rénun! Lagið er hreint aldeilis dul- magnað og Iva er stórgóð söngkona, greinilega með bein í nefinu og munninn fyrir neðan nefið þannig að hún á eftir að standa sig frábær- lega í Rotterdam. Svo skilst mér að hún búi í Hollandi þannig að hæg eru heimatökin. Oculis Videre minnir að sumu leyti á tvö sigurlög frá miðjum tíunda áratug síðustu aldar; The Voice og jafnvel Nocturne. Svo er skemmst að minnast La forza sem Elina Nechayeva f lutti fyrir hönd Eistlands árið 2018. Elina endaði í áttunda sæti og ég gæti trúað að Iva gæti bætt þann árangur. Þegar kemur að Eurovision er langbest að bjóða upp á eitthvað öðruvísi, spennandi og jafnvel ögr- andi …!“ Verum kúl, ekki fúl „Í seinni undanriðlinum er þetta í raun spurning um hvaða lag á mest- an séns í lokakeppninni í Rotter- dam. Mér finnst engin spurning að Oculis Videre með Ivu er besta lagið í þessum riðli út frá því sjónarhorni. Þessi næntís Enigma-Enya-La Voix stemming snarvirkar og þetta lag gefur langskemmtilegustu mögu- leikana á einhverri alvöru klikkun í sviðsetningu. Eldur! Sturlaðir búningar! Kúl- heit! Henda Netf lix-peningunum í sprengjur, props og effekta! Bara ekki púlla „einmana stelpan við hvíta píanóið“ í tótal andleysi, ha RÚV, bara ekki geraða. Verum kúl, ekki fúl.“ Dansað við Daða Mér finnst Daði og Gagnamagnið bera af. Lagið er mjög grípandi og skemmtilegt, ekta lag til að dansa við. Daði Freyr var auðvitað rændur sigrinum 2017 en mætir nú sterkur til leiks og ég vil sjá þau fara alla leið í þetta skipti. Ég spái því að hann og Íva komist áfram á lokakvöldið. Hún er með fínt lag líka en mitt atkvæði rennur beint til Daða og Gagnamagnsins í kvöld. Lagið er gott og Daði auð- vitað mjög skemmtilegur á sviði; öruggur, taktfastur og hrífandi. Svo það er aldrei að vita hvort það nái langt.“ Oculis Videre – 12 sent „Seinni undankeppnin er töluvert sterkari en sú fyrri og það verður fróðlegt að sjá hvaða tvö lög fara áfram í úrslit í gegnum símakosn- inguna. Mín tvö sent fara á lagið Oculis Videre. Flutningur Ívu Mar- ínar Adrichem á þessari hugljúfu og silkimjúku kraftóperuballöðu á eftir að fá Íslendinga til að kjósa. Svo fer Daði Freyr og Gagnamagnið augljóslega líka áfram. Klassískum lögum hefur vegnað vel undanfarin ár í aðalkeppninni, má nefna Zero Gravity í f lutningi hinnar fljúgandi áströlsku Kate Mill- er og 2018 náði eistnesk sópransöng- kona og kjóllinn hennar 8. sætinu. Íva Marín Adrichem er á heimavelli verði hún okkar fulltrúi í Rotterdam og ég spái því að Ísland nái sínum besta árangri á þessum áratug.“ Harðari keppni „Þessi riðill er mun sterkari en sá fyrri og verður þetta gríðarlega spennandi. Ég held með Daða Frey og er spennt að sjá hvernig danssporin verða. Iva mun vera í harðri sam- keppni við Daða og co. Þetta verður hin mesta skemmtun. Gagnamagnið hefur 100% Euro- vision-þokka og ég sé fyrir mér að það gangi vel í keppninni úti og skili stuði í íslensk júrópartí. Lagið er barasta geggjað, f lytjendur eru nógu sérstakir til að ná í gegn og heillandi og svo er þetta bara svo mikið fjör.“ 1 5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R50 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.