Morgunblaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Eggert
Kennslustund Ráðherrar fengu innsýn í þau verkefni sem tæknimenn þurfa að sinna í rafmagnsleysinu.
Þorsteinn Ásgrímsson Melén
thorsteinn@mbl.is
Fimm ráðherrar ríkisstjórnarinnar
héldu til Norðurlands til að skoða
aðstæður eftir ofsaveðrið í vikunni
og afleiðingar þess, sérstaklega á
raforku- og fjarskiptakerfi landsins.
Þau Katrín Jakobsdóttir forsætis-
ráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson,
samgöngu- og sveitarstjórnarráð-
herra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð
Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og
nýsköpunarráðherra, Kristján Þór
Júlíusson, sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra, og Áslaug Arna Sig-
urbjörnsdóttir dómsmálaráðherra,
héldu fyrst til Dalvíkur þar sem
sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar og
viðbragðsaðilar funduðu með þeim.
Á fundinum kom m.a. fram að auk
rafmagnsleysis hefði fjarskiptasam-
band legið algjörlega niðri. Símar,
netsamband, Tetra-samband og út-
varpssendingar hefði allt legið niðri.
Eftir stöðufund var haldið í varð-
skipið Þór, en þar þakkaði Katrín
Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dal-
víkurbyggðar, Landhelgisgæslunni
fyrir að hafa komið til Dalvíkur og
tengt skipið við rafmagnskerfi bæj-
arins og þannig komið rafmagni aft-
ur á.
Næst var haldið í björgunarmið-
stöðina, en um 20 manna hópur hef-
ur borið hitann og þungann af því
björgunarsveitarstarfi sem unnið
hefur verið á svæðinu síðan á þriðju-
dag. Sagði Katrín sveitarstjóri
ómetanlegt að hafa slíka sveit til
taks, en hún tók fram að björgunar-
sveitin hefði að mestu séð um að ná
sambandi og ferja fólk frá sveita-
bæjum utan Dalvíkur þar sem ekk-
ert samband var þangað eða fært á
bílum.
Að lokum fór hópurinn og kynnti
sér vinnu Landsnets sunnan við bæ-
inn, en þar er unnið við að koma Dal-
víkurlínu upp að nýju, en allavega 30
stæður í línunni eru skemmdar og
liggur línan niðri víða og er allavega
á einum stað slitin.
Fengu ráðherrarnir m.a. að sjá
gríðarlega ísingu sem festist á lín-
unum og orsakar það að þær sligast
og jafnvel slitna, auk þess að
skemma stæðurnar vegna þunga.
Ráðherrar voru sammála um að
vandlega þyrfti að yfirfara innviða-
og rafmagnsmál til framtíðar og vís-
uðu í stofnun starfshóps ráðuneyt-
anna fimm sem á að skoða innviði í
flutnings- og dreifikerfi raforku og
fjarskiptum til að tryggja að slíkir
grunninnviðir séu sem best í stakk
búnir til að takast á við ofsaveður
eða aðrar náttúruhamfarir.
Fjarskiptaleysið er stórmál
Einnig kom fram í máli þeirra að
varaafl skorti víða og að skoða þyrfti
að koma upp varaaflstöðvum. Sig-
urður Ingi sagðist hafa áhyggjur af
því að búið væri að þynna út mann-
skap um of hjá opinberum stofnun-
um á landsbyggðinni. Þá kallaði
hann eftir umræðu um hvort virkja
ætti í hverjum landshluta til að auka
orkuöryggi og skoða þyrfti ákvæði
um landskipulag til að Alþingi og
ríkið hefði aukið vægi í ákvarðana-
töku um lagningu innviða. Segir
hann alvarlegt og óásættanlegt að
öll fjarskipti geti dottið út. Þá sagði
Katrín fjarskiptaleysið stórmál sem
þyrfti að skoða nánar.
Ráðherrar fóru norður
og kynntu sér aðstæður
Dalvíkingar þakklátir fyrir viðbrögð Landhelgisgæslunnar
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019
Kringlunni - michelsen.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Þorsteinn Ásgrímsson Melén
thorsteinn@mbl.is
Jón Þórarinsson og fjölskylda á
Hnjúki innst í Skíðadal eru meðal
þeirra sem hafa þurft að rýma heimili
sitt vegna rafmagnsleysis í nágrenni
Dalvíkur. Þar sem ekki er hitaveita í
sveitinni er notast við rafmagnshitun
og var hitastig í húsinu farið að nálg-
ast frostmark þegar tókst að ryðja
veginn að heimili þeirra á fimmtudag-
inn. Í óveðrinu þurftu þau að styrkja
stafn á gripahúsi sem var við að gefa
sig.
Þar sem öll fjarskipti duttu niður í
rafmagnsleysinu; netsamband, síma-
samband, útvarpssamband og jafnvel
Tetra-samband, var fjölskyldan í litlu
sambandi við umheiminn. Jón segir
að þau hafi reyndar komist í samband
við næsta bæ, í um 5 kílómetra fjar-
lægð, með litlum talstöðvum sem al-
mennt eru notaðar við smalamennsku
á haustin. Milli bæjanna hafi þau
þannig náð örlitlu slitróttu sambandi
sín á milli. „En við vorum ekki með
útvarp eða neitt og vissum ekkert
hvað var að gerast,“ segir hann.
Jón segist áður hafa upplifað bæði
slæmt veður og rafmagnsleysi í
Skíðadal. „En samt ekki svona al-
gjöra lokun svona lengi og rafmagns-
leysið samhliða því,“ segir hann.
Hann segir samt að verst hafi verið
að geta ekki hitað húsið upp með
neinu.
„Það er áberandi hvað samfélagið
allt er óviðbúið svona hamförum,“
segir hann varðandi innviðina. „Þann-
ig upplifum við það. Það er ekki nóg
að hafa almannavarnakerfi virkt, það
þarf að líta á það í víðara samhengi og
til heimasamfélaga á hverjum stað og
undirbúa þau undir svona aðstæður.“
Jón telur að allt þetta muni verða til
þess að unnið verði að breytingum.
„Þær eiga eftir að kenna fólki alveg
svakalega mikið, þessar hamfarir.“
Tvö ung börn og hitinn
kominn undir 5 gráður
Sex eru í heimili á Hnjúki og þar
af voru fimm heima við á þriðjudag-
inn, þar af tvö ung börn. Segir Jón að
hitinn innandyra hafi verið kominn
undir 5 gráður og allir hafi þurft að
vera í úlpum og lopapeysum til að
halda á sér hita. Á fimmtudaginn
þegar tókst að ryðja veginn að bæn-
um hafi þau því farið með alla fjöl-
skylduna til Dalvíkur. „Það er óbú-
andi í húsunum núna þegar
hitastigið er komið svona neðar-
lega,“ segir hann.
Þegar blaðamaður hitti á Jón var
hann á Dalvík og á leið aftur upp í
Skíðadal, en hann hafði keypt ein-
angrun á Dalvík til að reyna að frost-
verja útihúsin. Varðandi íbúðar-
húsnæðið segir hann að reynt sé að
hita það upp. „Við erum að vonast til
að það sleppi. Við erum útbúnir með
gas og hitara sem við ætlum að setja
í gang á meðan við erum inn frá til að
koma meiri hita í húsið,“ segir hann.
Stafn á útihúsinu var
næstum fokinn af
Á þriðjudaginn var veðrið svo
brjálað í Skíðadal að þak á útihús-
unum lá undir skemmdum í verstu
byljunum að sögn Jóns. Því hafi fjöl-
skyldan þurft að grípa til þess að
styrkja þau innan frá með stífum og
styrkingum. Segir Jón að stafn á
hlöðunni hafi verið við það að losna,
en sem betur fer hafi tekist að koma
í veg fyrir mikið tjón. Vegna raf-
magnsleysis var lítið um ljós, en Jón
segir að þau hafi sem betur fer átt
ljóskastara sem gekk fyrir raf-
hlöðum, sem kom að góðum notum.
„Vissum ekkert hvað var að gerast“
Fjölskyldan á Hnjúki í Skíðadal er í hópi þeirra sem þurftu að yfirgefa heimili sitt eftir óveðrið
Morgunblaðið/Eggert
Bóndi Jón Þórarinsson ræddi í gær við blaðamann og ljósmyndara.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við vitum ekki til þess að
skemmdir hafi orðið á fjar-
skiptamöstrum eða fjarskiptavirkj-
um,“ segir Hrafnkell V. Gíslason,
forstjóri Póst- og fjarskiptastofn-
unar.
Hrafnkell fundaði með fulltrúum
fjarskiptafyrirtækjanna til að meta
stöðuna eftir óveðrið sem gengið
hefur yfir landið. Víða var farsíma-
sambandslaust vegna veðurs en
ástæður þess eru raktar til raf-
magnsleysis og í einhverjum til-
vikum þess að krapi og snjór hafi
sest á loftnet fjarskiptastöðva og
truflað örbylgjusamband.
„Við höfum séð verri hvelli en
þennan en það hefur verið stað-
bundið ástand. Afleiðingar þessa
óveðurs ná frá austanverðum Vest-
fjarðakjálkanum og norður úr,
langleiðina að Höfn. Þetta er helm-
ingurinn af landinu og margir sem
verða fyrir barðinu á ástandinu,“
segir Hrafnkell.
Hann segir að á þessum tíma-
punkti megi draga þá ályktun af
atburðum liðinna daga að styrkja
þurfi raforkukerfið. „Fjarskipti eru
háð rafveitu. Það er lykilatriði að
hér sé alltaf rafmagn.
Hins vegar veit ég ekki hvað
myndi gerast ef hér yrði meirihátt-
ar raforkuútfall. Við erum með
varaafl til 24-48 tíma en hvað gerist
ef meginfjarskiptakerfin fá ekki
rafmagn til lengri tíma? Við þurf-
um Plan C, öryggisventil ef allt
annað klikkar og við förum yfir í
hamfarastjórnun. Það eru að mínu
viti VHF-talstöðvar sem nú þegar
eru í bátum, leigubílum og víðar.
Við erum með alla innviði í það
kerfi,“ segir Hrafnkell.
„Þetta er langversta tilvik sem
ég hef upplifað á mínum tuttugu
árum hér,“ segir Þórhallur Ólafs-
son, framkvæmdastjóri Neyðarlín-
unnar.
„Nú þurfa allir aðilar að setjast
yfir stöðu mála og gera ráðstafanir
þannig að þegar þetta gerist næst
verðum við betur undirbúin. Það
þarf að tryggja að hér séu fjar-
skipti þó að rafmagnið fari og til
þess þarf að gera víðtækar breyt-
ingar á varaafli. Þá þarf að gera
aðrar ráðstafanir til að halda kerf-
inu inni á hverju sem dynur.“
„Við þurfum Plan C“
Nauðsynlegt er að styrkja raforku-
kerfið til að tryggja hér fjarskipti