Morgunblaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 50
Louise Käehne. Dyrholm segir el-
Toukhy og Käehne, sem skrifuðu
handritið saman að Drottningunni,
hafa beðið hana að koma snemma að
sköpunarferlinu, áður en þær hófu að
skrifa handritið. „Mér var falið að
lesa fyrsta og annað uppkast að
handritinu og ég fékk að spyrja allra
heimskulegu spurninganna. Við gát-
um rætt handritið í þaula og ég byrj-
aði því snemma að setja mig í spor
persónunnar, tók þátt í því að móta
hana en þó ekki söguna,“ segir hún.
Kynntu sér sambærileg mál
Leikkonan er spurð að því hvers
konar rannsóknar- eða heimildar-
vinna hafi verið unnin fyrir myndina,
í ljósi umfjöllunarefnisins, og segir
Dyrholm að handritshöfundarnir hafi
meðal annars rætt við sálfræðinga og
kynnt sér svipuð mál sem hafi komið
upp. Þær hafi einnig grandskoðað
harmleik Evripídesar, Hippólítus, en
í honum verður drottningin Fedra
ástfangin af stjúpsyni sínum Hippólí-
tusi. Líklega er titill myndarinnar
þaðan kominn.
Dyrholm segist ekki hafa áhuga á
því að verja þær persónur sem hún
leiki en vilji skilja þann glundroða
sem býr innra með þeim. „Hverjar
eru þrár hennar? Ég varð að tengja
við þær. Ég veit ekki hvort ég get
lýst þeim með orðum en ég reyndi að
ímynda mér að henni liði ekki vel í
sinni stöðu og að eitthvað hefði komið
fyrir hana í æsku. Ýmislegt kemur
við sögu í myndinni án þess að bein-
línis sé gefin skýring á hegðun henn-
ar. Það kann ég vel að meta því ann-
ars væri þetta of svarthvítt,“ segir
Dyrholm.
„Mér líkar að frásögnin sé flókin
en við bjuggum til alls konar sögur
um Önnu, hvað hefði komið fyrir
hana í fortíðinni og hvernig samband
hennar væri við eiginmann hennar,
Peter. Mér fannst líka áhugavert að
sýna konu sem hefði háleit markmið í
starfi sínu,“ segir Dyrholm en Anna
er verjandi barna sem hafa verið
beitt ofbeldi og tekur þau brot nærri
sér.
Dyrholm bendir á að Anna þekki
danska réttarkerfið í þaula (nú er
best að vara þá við sem hafa ekki séð
myndina og vilja ekki vita meira, þeir
ættu að hoppa fram um tvær máls-
greinar) og því miður komi sér það
vel fyrir hana þegar hún gerist sjálf
sek um hroðalegan glæp. „Í endann
verður þetta hennar ofurkraftur sem
hún nýtir til ills,“ bendir Dyrholm á.
Mörg erfið atriði
Hún er spurð hvort þetta sé ein
mikilvægasta kvikmynd sem hún hafi
leikið í. Jú, hún segir svo vera þótt
erfitt sé að meta það þegar ferillinn
sé orðinn þetta langur. „Fyrir mér
eru það forréttindi að fá að kafa
svona ofan í mannlegt eðli,“ segir
Dyrholm og bætir við að bæði leik-
stjóri myndarinnar og sá sem leikur
stjúpsoninn hafi reynst henni frá-
bærlega. Gustav Lindh búi að mikilli
reynslu, þrátt fyrir ungan aldur, sem
hafi verið mikilvægt þar sem mörg
atriðanna hafi reynst þeim erfið.
Dyrholm er spurð að því hvaða at-
riði hafi reynst henni erfiðast og
nefnir hún þá atriði þar sem eigin-
maður Önnu gengur á hana og spyr
hvort satt sé að hún hafi misnotað
son hans en Anna neitar öllu saman
og bregst ókvæða við því sem hún
kallar svívirðilega ásökun og lygi.
Dyrholm segist ekki kunna skýringu
á hegðun Önnu og segir að það sé
henni mikilvægt sem leikkonu. „Þess
vegna gerum við kvikmyndir og
sköpum list, við segjum allar þessar
sögur og skiljum eftir lítil rými til að
deila með öðrum alls konar tilvist-
arlegum tilfinningum sem við eigum
erfitt með að tala um, tilfinningum á
borð við ást, hatur og þrá.“
Dyrholm segir að fyrir sér sé listin
leið til að tengjast öðrum, leið til að
deila öllu mögulegu með öðru fólki.
„Auðvitað kunna sumir ekki að meta
þessa kvikmynd, eins og gengur, en
flestir ná tengingu við hana, burtséð
frá kyni og aldri,“ segir hún og nefnir
að myndin sé bönnuð börnum undir
15 ára aldri í Danmörku. „Ég hef
gert margt sem ég er stolt af og unn-
ið með mörgum hæfileikaríkum leik-
stjórum en fólk virðist ekki geta hætt
að tala um þessa mynd. Þess vegna
er hún mér svo mikilvæg.“
Skuggahliðar
Dyrholm segist ekki hrædd við að
segja myrkar sögur á borð við þá
sem sögð er í Drottningunni. „Við
þurfum líka að sýna skuggahliðar
lífsins til að skilja mannlegt eðli, sjá
heildarmyndina og vera meðvituð um
hverju við getum breytt,“ segir hún
og að hún sækist eftir því að leika
flóknar persónur. „Ég spyr alltaf
hver andstæðan sé, til dæmis ef per-
sóna er góð móðir spyr ég hvenær
hún sé það ekki. Og þessi kona sem
misnotar stjúpson sinn, hvenær er
hún blíð? Hvar er hægt að skyggnast
inn í sálarlíf hennar?“ spyr Dyrholm.
Sem leikkona vilji hún líka hafa
ákveðna óvissu, vilji til dæmis ekki
vita fullkomlega hvað muni gerast við
tökur á tilteknu atriði hverju sinni.
„Ég kýs að vera á ystu nöf,“ segir
Dyrholm.
En hvað finnst henni um verðlaun
og tilnefningar. Breyta þau miklu
fyrir hana? Nei, ekki starfinu sem
slíku, svarar hún, en verðlaun og til-
nefningar hafa áhrif á hversu margir
munu sjá kvikmyndina. „Við gerum
kvikmyndir af því við viljum að fólk
sjái þær,“ bendir Dyrholm á og að
Drottningin hafi fengið mikið umtal
og m.a. hafi hún hlotið kvikmynda-
verðlaun Norðurlandaráðs sem þýði
að fleiri muni sjá hana sem sé auðvit-
að gott.
Dyrholm segir verðlaunahátíðir
skemmtilegan hluta af starfi hennar.
Hún hafi hlotið mörg verðlaun fyrir
störf sín en láti þau þó ekki stíga sér
til höfuðs. „Ég má ekki horfa á verð-
launin og segja við sjálfa mig: já, ég
er svona góð!“ segir Dyrholm sposk
og rifjar upp sögu af leikkonunni
Emmu Thompson. „Hún sagði við
mig eitthvað í þá veru að þegar hún
færi á Óskarsverðlaunin þættist hún
vera kvikmyndastjarna. En þú ert
kvikmyndastjarna! sagði ég þá við
hana,“ segir Dyrholm og hlær. Um
leið hafi hún áttað sig á því að hún
væri líka stjarna. „Maður þarf að
hafa hugfast að þetta er ekki mjög al-
gengt, ekki margir sem fá að upplifa
að vera tilnefndir,“ segir Dyrholm.
„En starfið er alltaf mikilvægast, í
það minnsta fyrir mig.“
Mikilvægt að nýta tímann
Blaðakona spyr Dyrholm hvernig
hún velji sér hlutverk. „Ég reyni að
velja gott fólk til að starfa með og
hlutverk sem ég fæ strax á tilfinn-
inguna að ég geti gert eitthvað úr.
Mér hafa verið boðin ágæt hlutverk
sem mér finnst ekki passa mér held-
ur frekar annarri leikkonu,“ segir
Dyrholm. „Ég reyni að finna eitthvað
sem ég hef ekki reynt áður, persónur
sem mér finnst áhugaverðar og ég
hef líka áhuga á ólíkum frásagnar-
formum,“ bætir hún við.
Dyrholm segir leikarastarfið krefj-
ast hugrekkis og stuðnings frá sam-
starfsmönnum. „Eftir því sem ég eld-
ist þykir mér þetta mikilvægara.
Lífið er stutt og nú styttist í að ég
verði fimmtug. Sonur minn er orðinn
mjög hávaxinn og faðir minn dó fyrir
átta árum. Lífið er brotthætt, hefur
alltaf verið það og eftir því sem ald-
urinn færist yfir finnst mér mikil-
vægara að nýta tímann sem ég hef
með góðu fólki.“
Átakanleg Kynningarmynd fyrir Drottninguna. Trine Dyrholm leikur Önnu og Gustav Lindh stjúpson hennar
Gustav. Kvikmyndin hefur hlotið mikla athygli og lof víða um heim fyrir átakanlegt umfjöllunarefnið.
Morgunblaðið/Helgi Snær
Litrík Dyrholm mætti til viðtals í
eldrauðri dragt og bleikri skyrtu.
Forréttindi að rýna í mannlegt eðli
Trine Dyrholm leikur konu sem misnotar stjúpson sinn kynferðislega í kvikmyndinni Dronningen
Var tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Segir óvissu mikilvæga sköpuninni
VIÐTAL
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Trine Dyrholm virðist hafa sett sér
það markmið að vera eins áberandi
og mögulegt er. Hún er klædd eld-
rauðri dragt með gylltum hnöppum
og í bleikri skyrtu og heilsar fjöl-
miðlamönnum innilega þegar hún
mætir til viðtals á hóteli í Berlín í lið-
inni viku. Tilefnið er tilnefning til
Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna
en Dyrholm var tilnefnd sem besta
leikkonan fyrir frammistöðu sína í
kvikmyndinni Dronningen, eða
Drottningunni. Verðlaunin hlaut
Olivia Colman en blaðamaður getur
vottað að Dyrholm hefði allt eins get-
að hlotið þau fyrir áhrifamikla túlkun
sína á lögfræðingnum Önnu sem mis-
notar kynferðislega 17 ára stjúpson
sinn. Sá er leikinn af 24 ára sænskum
leikara, Gustav Lindh. Kvikmyndin
er hrollvekjandi og áhrifamikil og
óvenjulegt að sjá slíka sögu sagða frá
sjónarhóli geranda frekar en fórnar-
lambs, líkt og leikstjórinn May el-
Toukhy gerir í myndinni.
Langur aðdragandi
Dyrholm ætti að vera kunnugleg
þeim sem fylgst hafa með dönskum
sjónvarpsþáttum og kvikmyndum
síðustu áratugina, í það minnsta frá
aldamótum. Hún hóf ferilinn árið
1990 með kvikmyndunum Springflod
og Casanova og af þekktum kvik-
myndum og sjónvarpsþáttum sem
hún hefur leikið í má nefna Hævnen,
Et kongeligt affære og Taxa, að
ógleymdum Erfingjunum, Arvin-
gerne á frummálinu. Hlutverk henn-
ar í Drottningunni er ólíkt öðrum
sem hún hefur tekið að sér og hefur
hún hlotið einróma lof fyrir túlkun
sína á flókinni og marghliða persónu.
Dyrholm segist hafa verið viðriðin
kvikmyndina í mörg ár, löngu áður
en kom að tökum en hún vann með
el-Toukhy að fyrstu kvikmynd henn-
ar í fullri lengd, Lang historie kor.
Handritshöfundur þeirrar myndar er
sá sami og að Drottningunni, Maren
50 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
Í blaðinu verður kynnt fullt af þeim
möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem
stefna á heilsuátak og bættan lífsstíl.
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Fyrir föstudaginn 20. desember
fylgir Morgunblaðinu
fimmtudaginn 2. janúar 2020
Heilsa& lífsstíll
SÉRBLAÐ