Morgunblaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 58
58 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019 Mikil sala! Góður sölutími framundan. Óskum eftir öllum tegundum eigna á skrá. Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Halla Unnur Helgadóttir Viðskiptafræðingur / löggiltur fasteignasali s 659 4044 / halla@gimli.is Eftir að fréttaskýringaþátt-urinn Kveikur var sýndurí ríkissjónvarpinu þriðju-daginn 11. nóvember 2019 var rætt við Sighvat Björgvinsson, fyrrv. ráðherra og framkvæmda- stjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, í kvöldfréttum sjónvarpsins. Hann sagðist vera „sjokkeraður yfir umfjöllun kvölds- ins um Samherja- skjölin. Öll upp- bygging sem unnið hafi verið að í Namibíu hafi hrunið með komu Samherja. Hann segir málið skelfi- legt og vonast til að því sé ekki lokið“, segir á ruv.is um samtalið. Sighvatur sagði að Íslendingar hefðu kennt Namibíumönnum sjó- mennsku og fiskverkun. Þeir hefðu rekið landhelgisgæslu þeirra og haf- rannsóknastofnun, búið til kvóta- kerfi, fiskmarkaðskerfi og veiðileyf- isgjald. „Við fylgdumst með því á meðan við vorum þarna hvernig þetta væri rekið og gerðum ekki athugasemdir nema mjög sjaldan. Síðan förum við 2008 og síðan kemur Samherji – og þetta er allt hrunið,“ sagði Sighvatur og gat í lokin ekki sleppt orðum til heimabrúks þegar hann býsnaðist yf- ir að nú ætluðu „íslensk stjórnvöld með fyrrverandi stjórnarformann Samherja í fararbroddi að lækka veiðileyfagjöldin á þessa útgerð og fleiri. Mér finnst þetta vera bara al- veg skelfilegt og ég vona að þessu máli sé ekki lokið“. Til þessarar fréttar er vitnað í upp- hafi umsagnar um bókina Ekkert að fela – á slóð Samherja í Afríku vegna þess að þau lýsa vel andrúmsloftinu sem hér var leitast við að skapa í framhaldi þessa sjónvarpsþáttar, það er annars vegar að lýsa hneykslan á gangi mála í Namibíu og hins vegar að flytja hneykslið hingað heim og nýta það til að sverta kvótakerfið vegna stórútgerða og rökstyðja þyngri veiðigjöld á þær fyrir utan að sverta nokkra íslenska stjórn- málamenn og Sjálfstæðisflokkinn sérstaklega. Höfundar bókarinnar eru þrír: Helgi Seljan, Aðalsteinn Kjartansson og Stefán Aðalsteinn Drengsson. Þeir komu að gerð sjónvarpsþátt- arins sem var sýndur 12. nóvember 2019. Í bókinni er lýst því sama og í þættinum, að sumu leyti með sömu orðum. Texti bókarinnar er lipur og frásögnin skýr. Leitast er við að dýpka skilning lesanda á viðfangsefn- inu með því að setja það í sögulegt samhengi. Höfundarnir fóru til Namibíu, Angóla og Noregs við öflun efnis. Kveikjuna að ritun bókarinnar og gerð sjónvarpsþáttarins er að finna í vináttu Helga Seljans og Kristins Hrafnssonar, ritstjóra WikiLeaks, eftir að stofnandi efnisveitunnar, Julian Assange, dró sig í hlé, fyrst með langri einangrun í sendiráði Ekvadors í London og nú vegna fangelsunar í Bretlandi. Þeir Helgi og Kristinn höfðu oft rætt að „alþjóðlegur sjávarútvegur væri skuggalegur bisness“ og þegar fyrir lágu WikiLeaks-gögn og „ótrú- leg saga“ Jóhannesar Stefánssonar, fyrrv. starfsmanns Samherja í Nami- bíu, ýtti Helgi öðru til hliðar og sökkti sér ofan í gögnin. „Það er vissulega spilling í Namib- íu. Og það er augljóslega spilling í sjávarútvegi i Namibíu. Hana fann Samherji ekki upp. Samherja tókst hins vegar greinilega að svína svo á öðrum þátttakendum í iðnaðinum, sem sumir hverjir hafa haft á sér spillingarstimpil lengi, að þessir keppinautar sáu á eftir stórum afla- heimildum til Samherja. Samherja var í lófa lagið að koma sér inn í iðnaðinn á samkeppnis- grundvelli. Það hefði vissulega tekið lengri tíma, kostað meiri vinnu og, það sem mestu skiptir, það hefði þýtt minni gróða. En það hefði verið heiðarlegt. Og án efa mun nær því að fylgja lögum. Bæði í Namibíu og á Íslandi.“ (256) Þarna er kjarna bókarinnar lýst. Þróunarsamvinna opnar nýjar leiðir í samskiptum þeirra sem ganga til hennar. Þar gilda sömu lögmál og í öllu alþjóðasamstarfi. Þekking á stað- háttum auðveldar töku ákvarðana um viðskipti. Íslendingar stofnuðu ekki til þróunarsamstarfs við Namibíu- menn til að breyta stjórnarfari þjóð- arinnar. Hún hefur búið við eins- flokks stjórn frá sjálfstæði sínu í mars 1990. Íslendingar einbeittu sér að sjávarútvegi, útgerð og fiskvinnslu og þess vegna var rökrétt fyrir al- þjóðafyrirtæki á borð við Samherja að leita fyrir sér þar. Öllu er þessu lýst í bókinni. Lýs- ingin verður stundum bjöguð þegar Samherji er gerður tortryggilegur, oft aðeins vegna atvika eða ákvarð- ana sem eru hluti þess að starfa á al- þjóðavettvangi. Þar eins og endra- nær líta stjórnendur og fjármála- ráðgjafar þeirra til allra tækifæra sem gefast til að hafa sem mestan fjárhagslegan hag af starfsemi sinni. Útgerð og fiskvinnsla er ekki góð- gerðarstarfsemi eins og Íslendingum er vel ljóst en allar ákvarðanir eiga að sjálfsögðu að vera réttum megin við lögin. Þegar fréttamenn vinna bók sem þessa setjast þeir ekki í dómarasæti. Þeir eiga ekki seinasta orðið um hvort farið sé að lögum eða ekki. Þess er vænst að þeir leggi mál fyrir á þann hátt að lesandinn geri upp við sig fyrir sitt leyti hvað honum finnst. Í þessari bók er stundum gengið skrefi lengra til að skella sök á ein- staklinga og fyrirtæki og er það ljóð- ur á verkinu. Sama má segja um skort á nafnaskrá í lok þess. Í eftirmála leggur Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, blessun sína yfir verk höfundanna og segir um vinnu þeirra að hún hafi verið „ítarleg, vönduð og hvöss“. Hann segir einnig að þegar leið á „verkefnið“ hafi verið ákveðið að dagblaðið (?) Stundin yrði „hluti af fjölmiðlabandalaginu í birtingunni og blaðamaðurinn Ingi Freyr Vil- hjálmsson var kallaður til, maður með yfirgripsmikla þekkingu á síðari tíma viðskiptasögu á Íslandi og þætti Samherja þar“. (350) Ætla má að Kristinn hafi verið eins konar aðalritstjóri verksins þeg- ar hann lýsir tilgangi þess á þennan veg: „Í þessu riti er komið á framfæri upplýsingum um spillingu valds, auðs og stjórnmála. Það er undir al- menningi komið hvort og þá hvernig verður brugðist við upplýsingunum. Sumt þarf augljósa skoðun, svo sem meint brot á allmörgum greinum laga, meðal annars hegningarlaga.“ (351) Þegar Hage Geingob, forseti Namibíu, er spurður hvort ekki verði að grípa til aðgerða gegn spillingu í landi hans blæs hann öllu slíku frá sér með þeim orðum að á fundum um land allt í síðustu kosningabaráttu hans hafi hann aðeins fengið tvær spurningar um spillingu. Almenn- ingur sé ekki að velta henni fyrir sér. Bókina Ekkert að fela á ef til vill að gefa út í Namibíu til að vekja al- menning þar til vitundar um eigin stjórnarhætti. Hér hefur boðskapur hennar þegar verið nýttur til tveggja útifunda á Austurvelli og Stjórn- arskrárfélagið finnur í bókinni rök til stuðnings málstað sínum. Framtíðin ein leiðir í ljós hvort áhrifin á al- menning verða langvinn og hvort skoðun í ljósi laga leiði til sakamála. Samherjamenn afla sér kvóta í Namibíu Morgunblaðið/Hari Ólgusjór Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja, sté tímabundið til hliðar í kjölfar umfjöllunar um starfsemi Samherja í Namibíu. Samtíðarsaga Ekkert að fela – á slóð Samherja í Afríku bbbnn Eftir Helga Seljan, Aðalstein Kjart- ansson og Stefán Aðalstein Drengsson. Vaka-Helgafell, 2019. Kilja, 356 bls. BJÖRN BJARNASON BÆKUR Barna- og unglingabókinFriðbergur forseti gerist áÍslandi í náinni framtíð þarsem forsetinn hefur tekið sér hálfgert einræðisvald eftir að hafa náð völdum með býsna vafasöm- um hætti. Systkinin Sóley og Ari og skóla- félagar þeirra eru ekkert sérstaklega hrifin af forsetanum, honum Frið- bergi en hugsa ekki mikið um hann og hans gjörðir fyrr en til erlendum skólasystkinum þeirra er vísað úr landi. Sóley og vinkonur hennar, sem kalla sig hinar fjórar frábæru, mót- mæla ákvörðun forsetans af miklum krafti. Í framhaldinu fara börn á höfuðborgarsvæðinu að hverfa og allt lítur út fyrir að á bak við það standi erlendir hryðjuverkamenn. Hinar fjórar fræknu eru þó ekki sannfærðar um það og ákveða að komast til botns í málinu. Við tekur æsispennandi atburðarás þar sem tólf ára stelpurnar og sjö ára yngri bróðirinn lenda í miklum hremm- ingum. Einhvern veginn svona er stuttleg lýsing á bókinni Friðbergi forseta. Persóna Frið- bergs hlýtur að byggjast að miklu leyti á einum valdamesta manni heims; Donald Trump Banda- ríkjaforseta en Friðbergur reynir að herða útlend- ingalöggjöfina í sögunni og ásamt því er hann með fleira misjafnt í píp- unum. Uppbygging bókarinnar er skemmtileg og sagan spennandi þar sem krakkarnir, hið góða, berjast gegn forsetanum, hinu illa. Boðskap- urinn er einfaldur og góður þar sem höfundur bendir krökkum og ung- lingum á í sögunni að þau geti haft áhrif og mótmælt því sem þau telja ekki réttlátt og ef til vill haft áhrif. Sumt í bókinni er helst til fyrir- sjáanlegt en það er kannski ágætt að 31 árs bókadómarinn geti áttað sig á því hvað gerist á næstu blaðsíðu í bók sem helst er ætluð 8 til 12 ára börn- um. Annað er síður en svo fyrir- sjáanlegt og lokakafli sögunnar er æsispennandi og skemmtilegur. Það er víst ekki hefð fyrir því að segja frá því hvernig bækur enda hér á síðum dagblaðanna en þau börn og unglingar sem lesa þennan dóm og hafa ekki lesið Friðberg forseta eiga von á góðu. Ég hefði líklega haft mjög gaman af bókinni árið 1999 og þótti skemmtilegt að lesa hana árið 2019. Ég efast ekki um að margir krakkar muni lesa bókina í einum rykk á að- fangadagskvöld enda getur verið ákaflega erfitt að leggja spennandi og skemmtilegar bækur frá sér áður en þeim lýkur. Fjórar frábærar gegn fúlum forseta Ljósmynd/Hróbjartur Sigurðsson Boðskapur Árni Árnason skrifaði um valdaþrjótinn Friðberg forseta. Barnabók Friðbergur forseti bbbbm Eftir Árna Árnason. Bjartur, 2919. Innbundin, 256 bls. JÓHANN ÓLAFSSON BÆKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.