Morgunblaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ófremdar-ástand hef-ur ríkt víða
um land vegna
óveðursins, sem
gekk yfir um miðja
vikuna. Veðrið olli
miklum usla og
tjóni auk þess sem
piltur lést í Sölva-
dal í hamförunum og er það
þyngra en tárum taki.
Vitað var að óveðrið væri í
vændum og almannavarnir voru
vel undirbúnar fyrir atganginn.
Tæplega fimm hundruð björg-
unarsveitarmenn hafa tekið
þátt í verkefnum undanfarna
daga, að mestu á Norðvestur-
og Norðausturlandi.
Hins vegar var ekki búist við
því að rafveitukerfið væri jafn
berskjaldað og raun bar vitni og
samskiptakerfi væru svo við-
kvæm að heilu byggðarlögin
gætu hreinlega misst allt sam-
band við umheiminn, þannig að
þau fengju hvorki fréttir né
gætu kallað á hjálp. Sér-
staklega er uggvekjandi að
Tetra-kerfið, sem á að tryggja
að hægt sé að hafa samskipti
þegar annað bregst, hafi einnig
dottið út.
Í Morgunblaðinu og á mbl.is
hefur undanfarna daga mátt
lesa sláandi frásagnir af ástand-
inu og hvernig verðmæti hafa
farið forgörðum eða legið undir
skemmdum.
Ólafur Marteinsson, fram-
kvæmdastjóri Ramma hf. í
Fjallabyggð, lýsti því í Morgun-
blaðinu í gær hvaða áhrif raf-
magnsleysið hefði haft á vinnslu
sjávarfangs og hvernig beðið
væri milli vonar og ótta vegna
ástands á rafmagnslausum
frystiklefum þar sem geymd
væru mörg hundruð milljóna
króna verðmæti. Raforkukerfið
hefði brugðist og allt legið niðri,
frá hitaveitu til samskipta.
Meira að segja Tetra-kerfið,
sem ætti að tryggja örugg sam-
skipti, hefði dottið út. „Þetta er
algjörlega óþolandi ástand,“
segir Ólafur og er erfitt að mót-
mæla því.
Ekki voru aðeins verðmæti
úr hafinu í húfi. Bændur lýstu
því að mjaltavélar hefðu orðið
óvirkar í rafmagnsleysinu og
ekki hefði verið hægt að mjólka
kýrnar með höndunum því að
þær væru allsendis óvanar slík-
um vinnubrögðum. Á mbl.is var
rætt við Jóhann Birgi Magn-
ússon og Guðnýju Helgu
Björnsdóttur á Bessastöðum á
Heggstaðanesi við Miðfjörð.
Sögðu þau að tveggja daga raf-
magnsleysi hefði haft talsverð
áhrif. Þau hefðu þurft að hella
niður 2.000 lítrum af mjólk og
sæju fram á að nytin í kúnum
myndi versna verulega til fram-
búðar.
Ekki er síður uggvekjandi að
lesa viðtal í blaði gærdagsins
við Aldísi Olgu Jóhannesdóttur,
svæðisfulltrúa heil-
brigðismála á
Hvammstanga. Á
sjúkrahúsinu fór
rafmagnið af og
engin aukarafstöð,
hvorki hjá stofn-
uninni, né sveitar-
félaginu. Sjúkling-
arnir voru því í
myrkri, starfsmenn gengu um
með höfuðljós, eldhúsið óvirkt
og ekki hægt að ná í lækna
vegna þess að samskipti lágu
niðri. Hjálparsveitarmenn
hjálpuðu mikið til og óku meðal
annars starfsmönnum til og frá
vinnu. Þannig var ástandið í tvo
daga og í raun var mildi að ekk-
ert alvarlegt skyldi gerast.
Ástandið vegna óveðursins
vekur margar spurningar. Aug-
ljóst er að flutningskerfið fyrir
raforku er vanbúið. Ugglaust
eru ýmsar ástæður fyrir því að
ekki hafi verið meira gert til
þess að styrkja kerfið á undan-
förnum árum. Síðustu daga hef-
ur ítrekað verið nefnt að leyfis-
veitingakerfið sé of þungt í
vöfum.
Atburðir vikunnar sýna að
skilvirkni og öryggi rafveitu-
kerfisins varðar einfaldlega
þjóðaröryggi. Vissulega þurfa
að vera öryggisventlar þegar
kemur að leyfisveitingum og
framkvæmdavaldið getur ekki
haft frítt spil, en hins vegar er
ótækt að hægt sé með endalaus-
um áfrýjunum og kærum að
tefja nauðsynlegar fram-
kvæmdir svo árum skipti.
Sigurður Ingi Jóhannsson,
samgöngu- og sveitarstjórn-
arráðherra, kom inn á það í
Morgunblaðinu í gær hvort
ástæða væri til að gera breyt-
ingar á lögum þannig að lands-
skipulag hefði meiri völd þegar
kæmi að meginleiðum, hvort
heldur sem væri í samgöngum
eða raflögnum, og nefndi um-
ræðuna um veginn um Teigs-
skóg og lagningu byggðarlínu
fyrir norðan.
Í fyrradag sagði Þórdís Kol-
brún Reykfjörð Gylfadóttir,
iðnaðar- og nýsköpunarráð-
herra, í Morgunblaðinu að
sterkt raforkukerfi væri þjóð-
þrifamál og ítrekaði mikilvægi
þess að styrkja kerfið hið snar-
asta í grein í Sunnudagsblaðinu,
sem fylgir Morgunblaðinu í dag.
Þessi orð leiða hugann að
hugmyndum um að stofna þjóð-
arsjóð til að mæta ytri áföllum
sem kynnu að dynja á ríkissjóði.
Tjónið vegna óveðursins gæti
hlaupið á milljörðum króna og
mikið verk er framundan að
bæta innviði. Það væri full
ástæða til, þar til öryggi innviða
er komið í viðunandi horf, að
verja þeim fjármunum sem ætl-
aðir eru í þjóðarsjóð fremur í
uppbyggingu innviða og úrbóta
á þeim veikleikum sem afhjúp-
aðir voru í ofsaveðrinu í vik-
unni.
Rafmagnsleysi svo
dögum skiptir og al-
gert sambandsleysi
vegna óveðursins í
vikunni sýna að
styrkja þarf innviði }
Óviðunandi veikleikar
M
ér bregður alltaf í brún þegar
Íslendingar slá sér á brjóst og
fullyrða að við búum við „besta
fiskveiðistjórnunarkerfi í
heimi“. Mér þykir þetta lýsa
ótrúlegum hroka í garð annarra þjóða. Við er-
um ekki þau einu sem búa við stjórnkerfi við
fiskveiðar. Allar okkar nágrannaþjóðir gera það
og mörgum gengur ágætlega. Við eigum ekki
að tala niður til þeirra með þessum hætti. Við
erum ekkert betri en annað fólk. Þegar kemur
að fiskveiðum ættum við að sýna auðmýkt og
hógværð og ástunda sjálfsgagnrýni, ekki síst í
ljósi nýjustu fregna af „afrekum“ okkar manna
í Afríku. Innihaldslaust gaspur um eigið ágæti
mun ekki skila okkur neinu, heldur frekar færa
okkur sofandi að feigðarósi.
Ég hef verið að renna í gegnum skýrslur Hafrann-
sóknastofnunar um ástand nytjastofna og finn fátt sem
beinlínis er hægt að gleðjast yfir. Með hugtakinu „hrun-
inn“ á ég við að veiðar úr viðkomandi stofn eru aðeins lítið
brot af því sem áður var eða þær hafa hreinlega verið af-
lagðar vegna þess að menn treysta sér ekki til að leyfa
neinar veiðar úr þeim.
Loðnustofninn: Hruninn. Allir rækjustofnar, bæði inn-
fjarða og úthafs: Hrundir. Humarstofninn: Hruninn. Út-
hafskarfi, efri stofn: Hruninn. Úthafskarfi, neðri stofn: Ár-
leg veiði aðeins um einn fimmti þess sem var. Lúða:
Hrunin. Hörpudiskur: Hruninn. Skötuselur: Hruninn.
Hörpudiskur: Hruninn.
Makríllinn virðist vera að tygja sig af Ís-
landsmiðum. Einungis réttur helmingur
makrílaflans í sumar veiddist innan íslenskrar
lögsögu. Ýsustofninn virðist standa þokka-
lega. Ekki verður annað sagt en brösuglega
hafi gengið að byggja upp þorskveiðar hér við
land. Eftir nálega 40 ára þrotlausa friðun er
árlegur heildarafli úr þorskinum aðeins um
helmingur þess sem hann var fyrir 1980. Eng-
inn veit hvaða áhrif hrun loðnustofnsins mun
hafa á vöxt og viðgang þorsksins. Á næstu
dögum eru væntalegar niðurstöður úr haust-
ralli Hafrannsóknastofnunar. Fróðlegt verður
að lesa um þær.
Heilt yfir þá er staðan alls ekki til þess að
hrópa húrra yfir. Í ljósi þess hvernig til hefur
tekist með fiskveiðistjórnunina eins og rakið er hér að of-
an, þá hljóta það að teljast mikil öfugmæli að fullyrða að
hún sé sú „besta í heimi“. Frekar er óhætt að segja að eitt-
hvað mikið sé að og þörf á endurskoðun. Allan tímann frá
því að núgildandi hugmyndafræði varðandi nýtingu Ís-
landsmiða var í gadda slegin og nánast tekin upp sem ný
ríkistrúarbrögð hefur því verið haldið fram að þetta myndi
skila árangri. Ástandsskýrslur Hafrannsóknastofnunar
sýna hins vegar svart á hvítu að það er ekki svo. Það er full
ástæða til að efast um hvort við höfum með réttu gengið
götuna til góðs. Hvernig væri nú að við tækjum alvöru um-
ræðu um árangurinn af fiskveiðistjórnuninni?
Inga Sæland
Pistill
Nokkur orð um fiskveiðistjórnun
Höfundur er formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Stefnt er að auknu norrænusamstarfi í rannsóknum áloðnu og var slík samvinnaÍslendinga, Norðmanna og
Grænlendinga rædd á fundi í Noregi
nýlega. Birkir Bárðarson, fiskifræð-
ingur á Hafrannsóknastofnun, segir
að á liðnum árum hafi talsverð sam-
skipti verið á milli þessara aðila og
gjarnan fundað einu sinni á ári. Nú
sé til umræðu að fara sameiginlega í
ýmis verkefni.
„Það er margt sameiginlegt í
vistkerfunum í Barentshafi og við
Ísland og á báðum hafsvæðunum er
loðnan í lægð,“ segir Birkir. „Í þess-
um loðnustofnum er hugsanlega ein-
hvers konar nýliðunarbrestur og
ekki ómögulegt að sú hlýnun sem
hefur orðið í sjónum síðustu ár hafi
haft áhrif. Í Barentshafi hafa menn
gleggri mynd af þessu því þar er far-
ið árlega í seiðamælingar en síðan
árið 2003 höfum við sparað okkur að
fara í slíka leiðangra hér, því miður.“
Spurður hvort hugsanlegt sé að
gengið hafi verið of nærri stofnunum
með veiði segir Birkir að ekki séu
vísbendingar um það. Á báðum haf-
svæðum gangi ráðgjöfin út á að
skilja nóg eftir til hrygningar og ráð-
gjöf hafi verið fylgt mjög vel.
Þorskurinn fái nóg að éta
Í ár var ekki leyfilegt að veiða
loðnu við Ísland og ekki hefur verið
gefinn út kvóti fyrir næsta ár. Hér-
lendis byggist gildandi aflaregla á
því að skilja eftir 150 þúsund tonn til
hrygningar í mars 2020 með 95% lík-
um. Tekur aflareglan tillit til óvissu-
mats útreikninganna, vaxtar og
náttúrulegrar dánartölu loðnu, auk
afráns þorsks, ýsu og ufsa á loðnu.
Mikið vantaði upp á í mælingu í
haust til að þessi viðmið næðust.
Í Barentshafi eru rannsóknir og
veiðistjórnun sameiginlega á forræði
Norðmanna og Rússa. Heimilt var
að veiða 205 þúsund tonn af loðnu í
Barentshafi 2018, en hvorki á þessu
ári né því næsta. Loðnustofninn í
Noregi var lengi talinn sá stærsti í
heimi, en sveiflur í stofnstærð hafa
verið miklar síðustu 30 ár.
Í Noregi er nálgunin við stjórn-
un loðnuveiða þannig að lögð er
áhersla á mikilvægi loðnunnar fyrir
vistkerfið. Tryggja verði að þorsk-
urinn fái nóg að éta og veiðar aðeins
leyfðar á því sem verður umfram
þegar þorskurinn hefur fengið sitt.
Þorskstofninn hefur verið sterkur í
Barentshafi undanfarin ár og síð-
ustu 15 ár hefur mest verið leyft að
veiða 360 þúsund tonn af loðnu, að
því er fram kemur á heimasíðu
norsku hafrannsóknastofnunar-
innar. Í haust mældist veiðistofninn
um 300 þúsund tonn, sem er langt
undir viðmiðunarmörkum til að
tryggt verði að 200 þúsund tonn
komi til hrygningar næsta vor með
95% líkum.
Norðmenn og Íslendingar hafa
stundað rannsóknir á loðnu í ára-
tugi, enda fiskurinn mikilvægur
bæði fyrir vistkerfið í sjónum og
efnahag þjóðanna. Grænlendingar
hafa hins vegar verið að byggja upp
sínar hafrannsóknir og hafa komið
að loðnurannsóknum á síðustu árum.
Þeir hafa m.a. leigt skip til loðnu-
mælinga á hausti og hafa íslenskir
rannsóknamenn verið um borð, að
sögn Birkis.
Þar sem er loðna, þar er líf
Loðnan við Ísland hefur á síð-
ustu árum leitað vestar en áður og í
mælingum í haust mældist mest af
ungloðnu á grænlenska land-
grunninu. Það varð til þess að gefin
var út upphafsráðgjöf fyrir næsta
fiskveiðiár, vertíðina 2021, upp á
tæplega 170 þúsund tonn. Sú ráðgjöf
byggist á varúðarnálgun enda lang-
ur tími fram að vertíð. Margir lifa á
loðnunni, t.d. hvalir, selir og þorsk-
fiskar og „þar sem er loðna, þar er
líf“, segir Birkir.
Loðnan í lægð í Bar-
entshafi og við Ísland
Ljósmynd/Svanhildur Egilsdóttir
Birkir Bárðarson Við rannsóknir á loðnu um borð í Árna Friðrikssyni.
Ráðgert er að farið verði í hefð-
bundinn leiðangur til að mæla út-
breiðslu og magn loðnu um miðj-
an janúar. Rannsóknaskipið Árni
Friðriksson heldur þá til mælinga
og tvö veiðiskip á sama tíma, en
ekki er ákveðið hvaða skip það
verða. Áhersla verður lögð á mæl-
ingar á landgrunnsbrúninni norð-
vestan, norðan og norðaustan við
land.
Tæki í fjórum uppsjávarskipum
hafa verið kvörðuð, Aðalsteini
Jónssyni SU, Berki NK, Bjarna
Ólafssyni AK og grænlenska skip-
inu Polar Amaroq. Með kvörðun
er farið yfir næmi bergmálsmæla
og þeir stilltir til að hægt sé að ná
marktækri magnmælingu og í
samræmi við það sem er um borð
í rannsóknaskipinu. Til skoðunar
var að eitt veiðiskip færi í vöktun
á svæðinu fyrir norðan land núna
um miðjan desember en af því
verður ekki. Í fyrra fór Heimaey
VE í slíkan leiðangur.
Aðspurður hvort Hafrann-
sóknastofnun hafi fengið ein-
hverjar fréttir af loðnu úti fyrir
Vestfjörðum síðustu daga segir
hann að slíkt sé árvisst á þessum
árstíma. Einhver slæðingur sé á
ferðinni, en engar stórfréttir.
Leiðangur um
miðjan janúar
RANNSÓKNIR Á LOÐNU