Morgunblaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019 ER BROTIÐ Á ÞÉR? Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur. Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst. Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn. HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT. botarettur.is Vatnaskil í Bretlandi  Íhaldsmenn unnu 24 kjördæmi sem alltaf höfðu kosið Verkamannaflokkinn  Corbyn og Swinson hrökklast frá völdum  Sturgeon þrýstir á um sjálfstæði Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Segja má að vatnaskil hafi orðið í breskum stjórnmálum eftir að Íhaldsflokkurinn vann þingkosning- arnar í fyrrinótt með miklum yf- irburðum. Hlaut flokkurinn 365 þingsæti af þeim 650 sem í boði voru og um 80 þingsæta meirihluta. Hefur meirihluti Íhaldsflokksins ekki mælst svo mikill frá því í for- sætisráðherratíð Margaret Thatc- her á níunda áratugnum. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, þakkaði í gær kjósendum sínum fyrir það mikla traust sem þeir hefðu sýnt sér og hét því að nú væri lag til þess að klára útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, en það var hans helsta slagorð í kosn- ingabaráttunni. Hin þunga áhersla Johnsons á útgöngumálið skilaði greinilega árangri en Íhaldsflokk- urinn vann í gær marga óvænta sigra í kjördæmum, sem áður voru talin óvinnandi vígi Verkamanna- flokksins. Snemma ljóst í hvað stefndi Ljóst var í hvað stefndi um leið og kjörstöðum var lokað kl. tíu um kvöldið, en þá birtu helstu sjón- varpsstöðvar Bretlands vandaða út- gönguspá, þar sem Íhaldsflokknum var spáð 368 þingsætum, á meðan Verkamannaflokkurinn átti einungis að fá 191 þingmann kjörinn. Þó að nokkur frávik ættu sér stað fylgdu úrslit kosninganna að miklu leyti þeirri forspá. Fyrsti skellur kvöldsins fyrir Verkamannaflokkinn kom svo laust upp úr ellefu, þegar tilkynnt var að Blyth Valley-kjördæmi í Northum- berland hefði kosið sinn fyrsta þing- mann úr röðum íhaldsmanna frá því að kjördæmið var myndað árið 1950. Sú saga endurtók sig hvað eftir annað eftir því sem leið á kosn- inganótt og unnu íhaldsmenn í heildina 24 kjördæmi sem áður höfðu alltaf kosið sér fulltrúa úr röðum Verkamannaflokksins. Voru þau flest í norðausturhluta Eng- lands, þar sem stuðningur við út- gönguna úr Evrópusambandinu var mjög mikill í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni 2016. Það var því táknrænt fyrir kvöld- ið að meirihlutasigur Íhaldsflokks- ins var endanlega tryggur kl. fimm um morguninn, þegar tilkynnt var að kjördæmið Bolsover hefði svikið lit og farið til íhaldsmanna, en sitj- andi þingmaður kjördæmisins, Dennis Skinner, hafði setið á þingi fyrir Verkamannaflokkinn frá árinu 1970. Flokkurinn beið því sitt versta af- hroð frá árinu 1935 og endaði með 203 þingsæti, 42 færri en þegar kos- ið var fyrir tveimur árum. Jeremy Corbyn, leiðtogi flokksins, tilkynnti um kvöldið að hann hygðist stíga til hliðar, en Corbyn hugðist fyrst gefa flokksmönnum tækifæri til þess að íhuga hvað hefði farið úrskeiðis áður en hann segði af sér. Hófst leit að eftirmanni Corbyns þegar á kosninganótt, en John McDonnell, skuggafjármálaráð- herra og hægri hönd Corbyns, til- kynnti að hann myndi ekki sækjast eftir leiðtogahlutverkinu, hvorki varanlega né til bráðabirgða. Vonbrigði fyrir Swinson Frjálslyndir demókratar fóru sömuleiðis illa út úr kosningunum, en þeir höfðu gert sér vonir um góð- an árangur þegar boðað var til þeirra í síðasta mánuði. Jo Swinson, leiðtogi flokksins, gerði út á harða andstöðu við brexit-málið, og sýndu kannanir fyrst um sinn nokkurn stuðning við þann málflutning. Hins vegar fjaraði hægt og bít- andi undan flokknum eftir því sem leið á baráttuna og endaði hann með ellefu þingmenn, einu færri en flokkurinn hlaut árið 2017. Sárasti ósigur Frjálslyndra demókrata kom í kjördæmi leiðtog- ans sjálfs, en Swinson tapaði kjör- dæmi sínu, East Dunbartonshire, til Skoska þjóðarflokksins. Munaði að- eins 149 atkvæðum á Swinson og Amy Callaghan, frambjóðenda þjóð- ernissinna. Sigurinn á Swinson kórónaði gott kvöld fyrir Skoska þjóðarflokkinn, sem bætti við sig 13 sætum frá síð- ustu kosningum og endaði með 48 þingmenn af þeim 59 sem Skotar fá. Nicola Sturgeon, leiðtogi flokksins, sagði úrslitin veita sér skýrt umboð til þess að sækjast eftir annarri at- kvæðagreiðslu fyrir Skota um sjálf- stæði frá Bretlandi. Óvíst þykir hins vegar hvort Bor- is Johnson muni verða við þeirri bón enda má einnig túlka úrslit kosning- anna sem skýrt umboð til hans til þess að stýra Bretlandi í gegnum þann ólgusjó sem útgangan úr ESB mun hafa í för með sér. AFP Stórsigur Boris Johnson snýr aftur í Downingstræti 10 eftir að drottningin bauð honum að mynda nýja ríkisstjórn. 1 7 Kosningar í Bretlandi 2019 Græningjar Sinn Féin ÍhaldsflokkurinnFrjálslyndir dem.Verkamannafl. Skoski þjóðar- flokkurinn Plaid Cymru, Wales DUP, N-Írlandi *Forseti þingsins, sem greiðir ekki atkvæði, meðtalinn Aðrir flokkar á N-Írlandi 48 203* 4 3 365 8 650 þingmenn 11 Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í gær að afgreiða til- lögu um ákæru til embættismissis á hendur Donald Trump Banda- ríkjaforseta út úr nefndinni. Atkvæði í nefndinni féllu alfarið eftir flokks- línum, og studdu allir 23 demókratar nefndarinnar ákærurnar en 17 repú- blikanar lögðust gegn þeim. Full- trúadeildin í heild sinni mun nú greiða atkvæði um málið í næstu viku. Samkvæmt tillögu nefndarinnar ber fulltrúadeildinni að ákæra Trump fyrir tvö atriði, að hann hafi annars vegar misbeitt valdi sínu með því að skilyrða hernaðaraðstoð við Úkraínu við þarlenda rannsókn á pólitískum andstæðingum sínum, og fyrir að hafa staðið í vegi réttvís- innar með því að neita alfarið að að- stoða við rannsókn nefndarinnar. Talið er líklegt að tillagan verði samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem demókratar hafa traustan meirihluta. Verði sú raunin fer málið til öldungadeildarinnar, sem þá ber samkvæmt stjórnarskrá að efna til réttarhalda yfir Trump. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, sagði hins vegar í gær að engar líkur væru á því að for- setinn yrði sakfelldur, en 53 af 100 þingmönnum öldungadeildarinnar eru repúblikanar. Ákærur afgreiddar úr nefndinni Donald Trump  Fulltrúadeildin kýs eftir helgi Stjórnvöld í Tyrklandi kölluðu Dav- id Satterfield, sendiherra Banda- ríkjanna, á sinn fund í gær eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings stað- festi í vikunni tillögu fulltrúadeild- arinnar um að viðurkenna ofsóknir Ottómana gegn Armenum árið 1915 sem þjóðarmorð. Varaði Sedat Onal, aðstoðarutanríkisráðherra Tyrklands, Satterfield við því að samþykkt þingsins gæti skaðað samskipti ríkjanna tveggja. Talsmaður bandaríska sendi- ráðsins í Ankara sagði hins vegar í gær að ályktun þingsins hefði ekki breytt afstöðu ríkisstjórnar Banda- ríkjanna, sem hefur ekki viljað ganga svo langt að kalla atburðina þjóðarmorð. Sendiherrann kallaður á teppið TYRKLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.